blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Iss

Jæja! Þetta er svona. Ég fór að Reynisvatni í kvöld og reyndi að veiða eitthvað. Fékk ekkert en varð hellings var. Reyndar varð ég svo var að ég steig nærri því á silunginn þegar ég óð út í vatnið. En þegar maður er með ipodinn í eyrunum úti í náttúrunni að reyna að veiða fisk þá skiptir aflinn ekki alltaf öllu máli. Hef lítið að segja nema hvað að ég er með annað augað á teiknimynd þar sem skepnurnar á bænum tala mannamál og panta sér pizzu. Mjög athyglisvert. Skyldu kýrnar og kindurnar gera þetta þegar við hvorki heyrum né sjáum til?

Engin ummæli: