blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Já hver þremillinn!

Sumir pæla voða mikið í draugagang. Mér þykir allt slíkt voða skemmtilegt og spennandi. Ég hef líka lent í ýmsu tengt draugagangi og ætlaði líka einu sinni að ganga dálítið langt við að fikta við slíkt en komst að því að það er best að láta svoleiðis fikt í friði ef maður kann ekkert á það. Einn ónefndur var að segja mér frá því að fyrir skemmstu var hann á gangi á svolítið afskekktum stað og veit ekki fyrr en einhver af öðrum heimi stendur fyrir aftan sig. Hárin risu víst svoleiðis á hnakkanum á honum að hann gat fryst ýsuflak oná skallanum á sér.

Engin ummæli: