blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júlí 19, 2009

Augun út


Lesandi var ég bók í gær sem heitir Sálmurinn um blómið. Sú skrudda er eftir Þórberg Þórðarson. Í einum kaflanum er Þórbergur að segja litlu manneskjunni frá manni sem dó þegar hann var á leiðinni úr veislu og spurði litlu manneskjuna síðan hvort það væri betra að deyja þegar maður væri að koma í veislu eða fara úr veislu. Telpan vissi það auðvitað ekki og þá spurði hann hvort betra væri að deyja þegar maður er að fara að éta nammi eða þegar maður er búinn að éta það og krakkinn svaraði um hæl að það væri betra að drepast þegar maður er búinn að éta nammið(Eða ullabjakk eins og karlstaurinn kallaði nú blessað nammið).
Ég er auðvitað sammála þessu. Ég meina ég myndi miklu frekar drepast úr hjartaáfalli þegar ég er búinn að ríða heldur en að drepast úr hjartaáfalli í greddukastinu á undan ríðingunum. Það liggur nú í augum úti eins og maðurinn sagði.

Engin ummæli: