blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júlí 15, 2005

ÞEYTINGUR

Image hosted by Photobucket.com

Og í gær fór ég svo í tívolíið við Smáralind. Þetta er svona gamall vani að líta við og skreppa eina bunu í hvert tæki. Jájá það er ágætt að láta þeyta sér upp í loftið þetta einu sinni á ári. Svo þvældist ég inn í eitthvað fjandans draugahús. Meira ruglið það. Já, óþægilegur staður að vera á. Mannaskrokkar hangandi hér og þar, spangól og draugahlátur. En ég gerði mér það nú að leik af því að ég var nú að flækjast þarna inni á annaðborð að hræða einhverja stelpukind með því að öskra á hana í einhverju kolniðamykvuðum gangi. Reyndar brá mér nú á einum stað þegar einhver bjölluskratti fór að andskotast um leið og eitthvað gólandi lík reis upp af gólfinu svo að ég kipptist til og stökk út.

Hér hef ég svo myndir. Nokkrar m.a. úr tívolíinu. Skoða

Engin ummæli: