blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, júlí 02, 2005

ÉG VAR BÚINN AÐ SEGJA NEI ÞARNA MANNHELV......

Eins og fyrr sagði þá afþakkaði ég áskrift að DV. Samt blasti þetta helvíti við mér þegar ég ætlaði að sækja Fréttablaðið mitt í morgun. HELGARBLAÐ. Helvítis drasl.
Ég hringdi niðrettir í snarhasti og sagðist ekki vilja hafa þennann sora innum bréfalúguna mína. "Núúúúúúúúúúú.....Mér sýnist þú hafa þegið áskrift" sagðann. "Ég var búinn að segja nei þarna mann helv...." sagði ég. "Jájá ég leiðrétti þetta bara vinur, þú mátt bara eiga blaði...."."NEI NEI Þú kemur bara og sækir viðbjóðinn sem þú sendir hingað, það er ekkert flóknara".
Svo kom einhver sveinstauli og náði í blaðið.
Dagurinn varð ónýtur.

Engin ummæli: