blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, júlí 14, 2005

FUGLAR Í MÍNUM BÍL

Image hosted by Photobucket.com

Þetta eru nú páfagaukarnir mínir. Fékk mér þá á dögunum. Konan er obboslega hrifin af þeim. Verst er þó að kötturinn minn, hann Liðgrímur er vís með að læðupokast að þeim og reyna að éta þá. Það heppnaðist næstum því hjá honum um daginn þegar ég gleimdi að loka herberginu og skrapp svo í búðina. Þegar ég kom svo heim úr búðinni var kötturinn búinn að velta búrinu þeirra um koll, fuglarnir sestir upp í hillu og hann Liðgrímur sitjandi á gólfinu mænandi upp til þeirra svangur í framan.
Þeir heita Póstur og Sími.

Engin ummæli: