blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júlí 31, 2005

Grill og Hvalstöðin

Image hosted by Photobucket.com

Enn er ég að barma mér yfir því að Sigurjón Kjartansson hafi ekki verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra. Gerði samt gott úr þessu og grillaði með konu og barni, ásamt fleirum. Svínakjöt er algjört konfekt þegar búið er að grilla það. Mér þykir eiginlega meira varið í grillað svínakjöt heldur en grillað lamb. Annars er það ágætt líka. Svo þykir mér einnig kjöt bragðast betur af kolagrilli heldur en gasgrilli. Það er svo orginal grillbragð þegar búið er að grilla með kolum. En nóg um það.

Ég var svo að flækjast í Hvalfirðinum gær og tók myndir af Hvalstöðinni, Hérna.

Engin ummæli: