blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, mars 31, 2006

Mýrar brenna

Í dag loga mýrarnar eins og helvíti. Samt er nú skemmtanargildi þess að brenna sinun okkuð hátt á minn mælikvarða. En það er fljótt að breytast ef allt fer úr böndunum.
Einu sinni var ég að leika mér með Jónda að brenna sinu heima í sveit og missti allt vald á öllu og var rétt nærri því búinn að kveikja í skemmuni hans pabba. Það reddaði mér að Gæi bróðir var heima og vann slökkvistarfið. Símon kom þarna eitthvað að því að slökkva líka. Djöfull var ég feginn að þau gömlu voru í kaupstað á þessu mómenti. Það var til þess að ég náði að fela vegsummerki og sönnunargögn um málið.
Ég held meira að segja að þau viti ekkert um þetta daginn í dag.
Þá vitiði þetta ef þið eruð að lesa þetta núna. Pabbi þú rasskellir mig bara næst þegar ég kem í heimsókn.

Engin ummæli: