blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, mars 24, 2006

Klikkuð kerling bara.........

Maður gapir bara. Málið var að konan mín var á msn í gær að tala við systur sína og fleiri. Bað hún systur sína um peningalán uppá 10.000 kall en varð það á að spurningin fór óvart inn á rangann glugga hjá konu sem við þekkjum voða lítið en erum kunnug henni samt. Fékk hún því skilaboðin. Íris ætlaði nú bara rétt að redda því með því að segja "Woops rangur gluggi". En þá komu svívirðingar á borð við "Helvítis sníkidýrið þitt, betlandi peninga eins og fífl" Íris reyndi auðvitað að reyna að koma henni í skilning um að hún hafði gert mistök að kerlingin hafi ekki átt að fá skilaboðin. En það var eins og að reyna að tala við grindverk.
Hún fór að tala um að Íris dópistaleg mella og maðurinn hennar hafi fengið klígju við að sjá hana. Eins sagði hún að dót sem Garðar Máni, strákurinn okkar hafði verið að leika sér með heima hjá henni, hefði hún tekið og fleygt því af því að við værum svo ógeðsleg. Svo sagðist hún vorkenna mér að vera með Írisi og fleira í þeim dúr.
Svo er þetta svo furðulegt að þegar ég hringi þá skellir hún á eða þykist vera önnur manneskja (skakkt númer). Ég veit þá bara að samviska hennar er í þá áttina að kerlingartruntan þorir ekki að eiga orðastað við mig.
Jahh...Ég segi nú bara eitt. EKKI MYNDI ÉG VILJA VERA MAÐURINN HENNAR.

Engin ummæli: