blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ælandi pylsum eins og asni

Ég var nú í þannig ástandi á miðnætti í gær að mér leiddist. Fór ég þá út í bíl og keyrði á Esso-stöðina á Ártúnshöfða og fékk mér tvær pylsur og sítrónutopp. Reif ég þetta svo í mig og fór. Ég var nú ekki búinn að keyra lengi þegar ég þurfti að æla og stoppaði þar sem ég var, opnaði dyrnar og ældi. Svo þegar ég var farinn af stað aftur og búinn að keyra spölkorn þurfti ég að æla aftur. Opnaði ég dyrnar og ætlaði að reka mig hálfan út um dyrnar þegar bílbeltið stoppaði mig af. Ég mátti því kingja æluni í eitt skipti áður en ég náði að losa mig úr beltinu og æla út um dyrnar. Það var kvasst þannig að allt gumsið fauk til eins og þegar maður mígur upp í vindinn. Þannig mátti ég þrífa sletturnar af jakkanum og setja bolinn í þvott þegar ég kom heim. Ég hef ekki ælt svona útum bíldyr á þennan hátt síðan ég var á leiðini heim af Ýdalaballi '97.

Engin ummæli: