blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2008

sunnudagur, september 28, 2008

Flatiron Reykjavík



Þessi bygging hér vinstramegin er svona tíkpíst grámyglulegt skeljarsandsklætt hús utan um þurrkuntulegar ríkisstofnanir. Þetta er ljót bygging sem gefur miðbænum kuldalegan og hversdagslegan gráma. Það eina við þetta hús er að það er á horni gatnamóta sem myndar kvasshorn(Geirsgata/Tryggvagata). Flatiron (New York) byggingin hér hægramegin er dæmi um kvashornabyggingastíl sem getur verið mjög flottur þegar hann er notaður rétt.
Væri ekki hægt að rífa niður þetta ógeð sem er þarna á horni Geirsgötu og Tryggvagötu og gera eitthvað svoooooooonahhhhhhh.


Smellið á myndina til að sjá hana betur.

fimmtudagur, september 25, 2008

Dísus

Christurinn maður(eða Chryslerinn eins og Snúður segir alltaf). Ég er nú að lesa Ísfólksbækurnar. Oftast er þetta nú afar spennandi og skemmtilegt en svo eru heilu og hálfu bækurnar svo steindauðar og leiðinlegar að ég myndi ekki einu sinni leifa sultuhundi að heyra slík leiðindi. En stundum koma kynlífslýsingar í þessu og þá er það lesið upphátt fyrir skipsfélagana við góðar undirtektir. Kannski ætti ég að leggja Ísfólkið á hilluna og leggja meira kapp á skrif. Er byrjaður að skrifa nýja glæpasögu eða kominn af stað með nokkurskonar eða hugmynd að fléttu. Er að þreifa mig áfram. Fyrst er að sjá hvað útgefendur segja við því sem ég er búinn að skila til þeirra. Allz ekkert vízt að nokkuð verði gefið út. Þá er það bara þannig.
Eric Clapton & JJ Cale - Sporting Live Blues

Suede - Picnic By The Motorway

þriðjudagur, september 23, 2008

Var hann eða ekki já eða tveir saman

Æ ég veit það ekki. Líf mitt kallar á róttækar breytingar. Nóg um það. Ekkert tilvistarkreppuvæl núna. Ég er kominn í frí og ætla að byggja upp andann, stunda fundi, borða hrísgrjón eða bíta gras og lesa Dr Phil og éta svo bókina á eftir. Meira fíflið þessi Phil. Hann er verri en Benny Hinn og Þessi.
Afi minn var snillingur. Góður sögusegjari og fiðluleikari. Eitt lagana spilaði sá gamli oft fyrir okkur börnin, lag sem við kölluðum Bjrálaða lagið. Á meðan afi spilaði lagið hoppuðum við krakkarnir og dönsuðum trítilóð í kringum hann.
Brjálaða lagið

miðvikudagur, september 10, 2008

Nú er ég raaaaaasandi

Meiri andskotans heilaskaðin sem fólk verður fyrir þegar það er að sniffa lím og benzín. Ég er nú mest hissa á að Snúður vinur minn hafi ekki kvekit í heilanum á sér þarna um árið. Hann fékk sér nú vinnu í efnaverksmiðjunni Sjöfn til þess að geta verið með nefið á kafi í límdollunum, sniffandi í vinnuni allan liðlangan daginn. Helvítis árátta.

NMT farsímakerfið er að fara í hundana. Sem betur fer. Þessu er ekkert haldið við og verður það vonandi til þess að netkerfi verði sett um borð í öll skipin í staðinn. Fínt að geta verið á netinu út á sjó sem sagt. Held samt að Símafyrirtækin ættu að reyna að efla GSM kerfið til muna. Í færeyjum nær GSM kerfið allt að 50 sjómílur frá landi. Why not here?

Í nótt dreymdi mig svo teboð hjá Múmínálfunum. Múmínmamma bar fram te, brauðrétti og 5000 lítra af rabbabarasultu. Meira magnið það. Við Múmínpabbi og Hemúllinn áttum í feitum samræðum um kreppuna, fasteignaverð, stýrivexti og vísitölu neysluverðs. Múmínsnáðinn og Snabbi og Mía litla hömuðust við að lana með fartölvurnar í herberginu við hliðina á stofunni.

Ég held að heimsendir sé í nánd.
Rolling Stones - She's So Cold

fimmtudagur, september 04, 2008

Áfram veginn

Ég lifi í deginum í dag. Ég er að horfa fram á veginn. Haustið er komið sem er uppáhalds árstíminn minn. Samt hef ég vonda tilfinningu gagnvart komandi hausti. Veit ekki hvers vegna.

Land og þjóð hefur endanlega brugðist Breiðuvíkurdrengjunum eina ferðina enn. Þessar bætur sem í boði eru, eru til háborinnar skammar. Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar er endanlega búin að bremmsa í buxurnar með því að taka gjaldeyrislánið. Þau eru fífl. Árni Mathisen á svo að dratthalast úr fjásmálaráðuneytinu eða selja hlut sinn í Byr. Hálvitaskapur að hafa bissnesmann í stól fjármálaráðherra. Gerum bara Jóa í bónus að Viðskiptaráðherra. Æi mér er svossem alveg sama. Þessu liði er nær að vera hálfvitar.

En hvað um það. Ég er byrjaður að lesa Ísfólkið. Búinn með fyrstu bókina og lofar þessi þvæla bara góðu.
Toby Keith & Willie Nelson - Beer for my horses