blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2003

mánudagur, september 29, 2003

Ég var staddur í klípu heima hjá mér um daginn vegna þess að það var eitthvað lítið til að éta. Jú svona eitthvað sitt lítið af hverju og svo einn pakki af núðlum. Svo að ég bjó til súpu þó að mér fafi alltaf fundist núðlur vera mesta helvítis ógeð lukkaðist þetta bara nokkuð vel. Svo hér kemur uppskriptin:
Sjóðið 4 meðalstórar kartöflur í 45 mín og eina lúku af hrísgrjónum þangað til að þær verða linar eða í ca 25 mín. Brytjið 3 pylsur í bita og og mundið fram tómatsósuna. Britjið svo kartöflurnar í bita og takið svo hrísgrjónin og látið í pott með slatta af vatni í. Sprautið svo vel af tómatssósu í pottinn svo að súpan verði á litin eins og tómatssúpa (fiskibollur í tómatssósu). Takið svo Pylsurnar og núðluna og sjóðið þangað til að núðlan verður lin og pylsubitarnir soðnir. Takið ok etið. Ég varð alveg pakksaddur við þetta helvíti.

fimmtudagur, september 25, 2003

Jæja þá hef ég komist að því að það eru til fæðingarhálfvitar sem halda að það séu til menn sem eru meiri fæðingarhálvitar en þeir eru sjálfir. Ég meina afhverju sagðist helvítis fíflið ekki bara vera sauð heimskur aumingi sem nennir ekki að vinna og situr uppi með drykkjusjúka móður með alsæmer og sé því, vegna aumingjaskaparins alveg pikkfastur eins og hildar í belju, í skuldarsúpu og þess vegna hafi konan skilið við hann af því að hún hafði enga peninga út úr honum lengur. Síðan hefði hann getað bætt við að hann byggi í gömlu fjósi og að þau þurfi að lifa á heyi og hundasúrum og líka að segjast ekki geta verið innan um fólk vegna þess að hann geti hvorki haldið hlandi né heldur skít og skíta fnykurinn sé svo yfir þyrmandi að enginn þolir við í kringum hann í eina mínútu og að hann eigi það einnig til að æla á fólk uppúr þurru og því hafi hann einangrað sig frá öllu fólki og deili sorgum sínum með mömmu sinni sem ekkert veit í sinn ónýta haus. Það væri kannske vit í að prufa þetta sjálfur.

mánudagur, september 22, 2003

Mig langar mikið til að vita það hverjum datt það í hug að finna upp hitamæli sem maður treður upp í rasssgatið á sjálfum sér til að finna út hvort maður sé veikur eða ekki. Hverslags helvítis kynórar standa þarna að baki. Sá sem fann þetta upp hlýtur að hafa verið veikur heima og í einhverju hendings greddukasti fundið þetta upp og notað sem afsökun að hann væri bara að mæla sig en ekki að r... sér í görnina. Ég nota ekki mæla þegar ég veikist vegna þess að ég finn það þegar ég veikist og þegar mér batnar.

föstudagur, september 19, 2003

Helvítis rugl og saurleki....Já ég heyrði það í fréttum að maður nokkur sem tók að mér skyldist flugið frá Stokkhólmi til Bretlands eða öfugt. En þegar vélin var komin í loftið og að nálgast að vera hálfnuð tók flugstjórinn eftir því að eitthvað var að farþega hurðinni og lét flugfreyjuna aðgæta það. Þá kom hún að manninum vera að reyna að dunda við að opna og komast út úr vélinni. Já heimskan í fólki er alveg dæmalaus stundum. maður ætti kannski að prufa að opna glugga á línuskipi í hevvíbrælu úti á ballar hafi einhverntímann."Jæja ég er búinn að hanga hérna uppá dekki í tvo sólarhringa stanslaust að gera að þorsk. Ég vil fara heim." Svo bara opna glugga og reyna að æða út og í land.

fimmtudagur, september 11, 2003

Það er þriðjudagurinn 11. September klukkan 13:30 á Íslandi árið 2001. Ég vaknaði út sofinn en hálf pirraður af því að ég var ný búinn að missa vinnuna sem ég var í hja Samskip og hafði því ekkert að gera allan daginn nema slæpast heima og gera ekki neitt. Ég rís upp og sé að sjónvarpið er í gangi. Ég hafði sofnað útfrá því kvöldið áður og enginn slökkt á því. Skjáreinn sýndi gamalt tónleikamyndband með Iron Maiden. Ég nennti ekki að horfa á þetta eina myndband þó að ég sé mikill aðdáandi Iron Maiden. Þá ákvað ég í staðinn fyrir að slökkva á sjónvarpinu að stilla á RÚV. Horfa á skjáleikinn. Ekkert þarfara að gera. Þá blasti við mér skrítin sjón. Annar World trade center turnin hafði orðið fyrir árás og rödd Boga Ágústssonar hjalaði í leiðinni um atburðinn. Næstu klukkutímana sat ég límdur við skjáinn og trúði ekki mínum eigin augum. Fyrst hélt ég að þetta væri bíómynd í sjónvarpinu en í staðinn var þetta blákaldur raunveruleikinn. Hvar varst þú þegar árásin var gerð á tvíbura turnana ?

miðvikudagur, september 10, 2003

Það var einn gæi sem ég þekki að segja mér frá því að hann hafði lent í ságsmálum við einhvern araba niðrí bæ um helgina. Þessi arabi réðist víst á hann af fyrrabragði vegna þess að hann átti að hafa verið að tala eitthvað illa um araba. Ég viddiggi hvað kann að vera satt í þessu. Æi jájá, arabar eru sossum ágætis hró. Bara menn eins og ég og þú. En djöfull þoli ég ekki þessa heitt trúuðu múslima sem hafa sagt mér að þeim finnist Saddam hafa verið góður við sína þjóð og syni hans vera hreinustu öðlinga. Og það sé í lagi að lemja eða drepa konuna sína ef hún heldur framhjá. Einn sagði mér meira að segja að honum finnist Mohammad Gaddafi sem er einræðis herra Lýbíu vera ákaflega réttlátur maður. Djöfulsins heiðingjar bara. Svona menn á að drepa. Smala þessu saman alveg undir eins á sláturhús. Búa til kattamat úr þessu bara.

mánudagur, september 08, 2003

ég verð að biðja fólka afsökunar á því að engin skrif hafa sést hér undanfarið en ég hef engu verið að nenna eða ekki haft tíma til neins nema vinna sofa eða XXXX svo að þið skiljið mig alveg. Ég rak augun í timaritið Orðlaus og sá að könnun hafði verið gerð meðal karlmanna og var meðal annars spurt hvað þeir höfðu reynt eða gert við getnaðarliminn sinn. Stærsta hlutfallið hafði rakað hann oftar en einu sinni. Svo kom sá hópur sem hafði reynt að sjúga hann á sjálfum sér. Svo voru einhverjir sem reyndu að breyta því hvernig hann var í laginu og aðrir prufað að láta kálf totta sig. Ég varð orðlaus.

þriðjudagur, september 02, 2003

Ég kom við á Hlemmi um daginn og beið eftir strætó. Hitti þar mann fyrir utan sem ég spjallaði mikið og oft við á Keisaranum í den tíð. Ég nikkaði til hans og hann kom og spjallaði. Sossum innihaldslaust spjall um ekki neitt. Bara hvort ég ætti sígarettu eða hundraðkall fyirir einu Kardó og hvort ég væri ennþá edrú. Jájá ég var nú það. Svo dróg hann upp Nokia 3310 upp úr vasanum sínum og spurði hvort ég vildi síma á mjög hagstæðu verði. Nei nei ég átti síma "en hvað fékkstu svo þennan síma" spurði ég. Hann sagðist nú bara hafa fundið hann. Það þýddi nú ekkert að segja mér það, að hann hefði fundið hann. Ég var nú einusinni í svipuðum málum og hann sjálfur."Æi ég bara man ekkert hvar ég rændi þessum síma" sagði hann. Svo kom einhver kall í bláum vinnugalla sem hafði verið að hlusta á okkur allan tímann og bað um að fá að sjá símann."Hahh...akkúrat það sem mig vantar minn er nefnilega hálf ónýtur". Kallinn keypti svo stolna símann á 2000 kall og allir urðu ánægðir. Nema kannski réttur eigandi símans.
Ég keypti einu sinni stolinn síma fyrir löngu síðan. Þá lenti ég í feitu veseni. Jájá löggan fór í spilið og allt. Þetta var um vorið 1999
og símar kostuðu þá alveg óskaplega mikið af peningum. Síminn var alveg níðþungur miðað við hvernig símar eru í dag. Ég þurfti tvo menn til að styðja við hann á meðan ég talaði í hann.
Svo skal þess getið að ég fæ mér stundum í vörina og geta menn fengið upplýsingar um þá tegund sem ég nota hér.