blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2007

sunnudagur, september 30, 2007

Akureyri og prentarinn

Núna er komið fram á rauða nótt. Harrisson Ford er í sjónvarpinu. Alveg er ég skítþreyttur. Sjitt. Ég fer alltaf að hugsa voða mikið þegar ég er sifjaður. Ég sakna Akureyrar dálítið. Þegar ég var á þvælingi norðanlands um daginn kom ég inn í húsið sem ég bjó í á Akureyri. Það var voða skrítið að koma svona inn í hús sem maður einhvernveginn millilenti í stutt tímabil á lífsleiðinni. Það var stutttur tími en svo rosalega eftirminnilegur. Svo var maður meira og minna stjarfur af ölvun allan tímann. Ég var jú atvinnu laus. Þá var stundum ekkert þarfara að gera en að hella sig á rassgatið. En Akureyri er sérstakur staður. Alltaf voða gaman að koma í þennan miðbæ þó að það sé alltaf sama liðið þar. Unglingarnir á Nætursölunni, Möri að tína dósir og Hans með skúffukjaftinn niður á sköflunga. Svo má ekki gleima Kalla prent. Hann setur sinn svip á bæinn. Maður lenti stundum í honum. Þurfa að standa og hlusta á hann röfla. Þó talaði ég einu sinni við hann þegar hann var ófullur. Þetta virðist vera ágætis kall. En það fer ekkert sérlega vel í hann að drekka vín
Lítið á Kalla.

föstudagur, september 28, 2007

Alltaf sami grjótkastarinn

Fór með bílinn á verkstæði áðan til framrúðuskipta. Fékk á mig grjótkast þegar ég var á ferðinni fyrir norðan í fyrradag. Helvítis rassgat. Er þetta annar grjótkastarinn sem ég mæti á stuttum tíma. Sá fyrri maskaði fyrir mér öðru framljósinu. Ásgrímur á Hafralæk kom með þá kenningu að þetta hefði ekki verið steinn heldur að einhver hafi heldur verið að reyna að skjóta mig. Maður veit aldrei hvað fólki dettur í hug að gera. Annars datt mér í hug að selja bílinn og fá mér eitthvað annað nýrra. Sjáum til.
Ég verð að nota aðra gerð af klósettpappír. Mig svíður agalega í rassgatið eftir þetta grófa drasl sem ég keypti í gær.

þriðjudagur, september 25, 2007

Prumpa nei Kúga

Þá búið að setja vetrardekkin undir bílinn. Var búinn að sitja lengi í stofunni með verkkvíða. Maður svona var að taka til í bílnum og vesenast. Svo tók ég veiðidótið úr skottinu og setti í inn í geymslu. Dem it, það eru 9 mánuðir þangað til að ég fer að veiða næst. Maður stundaði þetta meira og minna í allt sumar. Ofsalega gaman. Verður maður ekki að fara í Lax næstasumar. Blæða einum 50þúsund kalli í meðalgóða laxveiðiá. Djöfull var ég nærri því farinn að stelast í eina á í sumar. Það var sérlega freistandi þar sem ég stóð nálægt einhverjum árpolli og horfði á Laxana stökkva og andskotast. Mig klæjaði í puttana.
Ég er farinn norður.

mánudagur, september 24, 2007

ÞakBankar

Ég hef nú stundum gónað á Yay Leno. Hef fundist þetta grín í honum oft misgáfulegt og sumt alveg hreint grjótvitlaust. En nú á að hætta að sýna hann í íslensku skjónvarpi. Mér er nokk sama. Það fer samt fyrir brjóstið á einhverjum því að nú, líkt og með Randversmálið, er farið að safna undirskriftum til að mótmæla því að S1 ætla að hætta að senda út þættina. Alþýðan talar sínu máli. Ef ekki í þjóðaratkvæðargreiðslu. Nú á netinu þá. Fá kannski Þjóðarsálina á sinn stað á Rás2 aftur. Þá geta menn mótmælt þar í bland við kjökrandi kerlingar af báðum kynjum að kvarta undan hundi nágrannans. En hér er allavega þessi undirskriftarsöfnun fyrir þá sem vilja.

Ég er að spá í að fara í leikhús bráðlega. Sé til hvað ég nenni að sjá. Annaðhvort Ást í Borgarleikhúsinu eða Abbababbið hans Dr Gunna. Bæði kannski. Hver veit. Fór síðast í leikhús þegar ungmennafélagið Efling kom að norðan og var með sýningu í Þjóðleikhúsinu. Maður ætti að gera miklu meira af þessu. Skammbara.

Ég var svo að lesa Bakþanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu. Mér þykir hann nú oft hitta naglann afar rétt á höfuðið í þessari þjóðfélagsumræðu. Hann er líka hnittinn og sniðugur kallinn. Það má einnig segja um fleiri af þessu Bakþankagengi. Sem er þó oft mis gáfulegt lið.
Spurning hvort að maður ætti að fara í það að taka þátt í þeirri vitleysu.

föstudagur, september 21, 2007

Magnað helvíti

Jæja, dópið sem ætlað var börnunum okkar náðist. Gott mál segi ég. Þá ekki að láta börn hafa eitur. Ekki öðru fólki heldur. Það magnaða við þetta er að við mættum skútunni úti á sjó. Klesstum næstum því á þessa skútukarla. Ef maður hefði vitað hvað og hverskyns gengi væri þarna um borð. Jahh ætli maður hefði ekki boðist til að leysa skipstjórann af í kaffi og siglt svo helvítin niður á meðan. Nóg um það.

Núna var ég að fá í hendur eintak af bókinni Byggðir og bú suður-Þingeyinga 1960. Var búinn að bíða lengi eftir henni reiknaði ekki með því að hún kæmi á fornbókasöluna. Hafði ég verið á höttunum eftir eintaki nokkurn tíma en svo var heppnin með mér eitt skifti á ævinni. En samt, helvítis fornbókasalinn þurfti auðvitað að vera með okur. (Helvítiðitt þarna fornbókasali). ég prúttaði samt á móti. Ég er líka ánægður með að eiga eintak af þessu. Ég á að sjálfsögðu 1985 bókina og svo er bara að fjárfesta bráðum í 2005 útgáfunni og þá er serían komin.

laugardagur, september 15, 2007

Nei-U bíðið við....

Úti á sjó Ipodinn er alveg brínasta nauðsyn, úti á dekki. Sérstaklega þegar ekkert er í útvarpinu nema rás 2 og gufan. Djöfull getur maður orðið þreittur á þessum sömu þáttum ALLTAF. Óli Palli og Guðni Már og síðdegisútvarpið og ekki nenni ég að hlusta á samfélagið í nærmynd eða miðdegistónleika á gufuni. Stundum er þetta orðið þannig að Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni verður hreinasti munaður, svei mér þá.
En ég hef hreinlega ekki verið í gírnum undanfarið misseri. Búinn að vera í þunglindi og verkkvíða úti á sjó. Mikil tilvistarkreppa þar. Enda tilveran oft hálf snauð úti á ballar hafi. Maður reynir þó að notast við gerfihnattarsjónvarpið og hræra í tölvuni. Fer bráðum að klára söguna sem ég er búinn að skrifa í áföngum síðustu tvö árin. Hef tekið svona rispur í þessu.
Ég ætla svo að fara að koma með viðbjóð mánaðarins aftur. Það var liður sem átti að vera í hverjum mánuði en það datt eitthvað uppfyrir. Er kominn með nokkur atriði til að setja inn.
Núna ætla ég að reyna að tjatta eitthvað við Pálma skipsfélaga minn. Vita hvernig hann hefur það kallinn. Pálmi er ágætur. Á það til að stökkva upp á nef sér og vera með hreyting þegar leikar standa sem hæst. Eru það ekki ekta sjómenn. Hann yrkir líka skemtilegar vísur. Allavega hef ég lært það að í flestum skipum er setninginn "haltu kjafti" með þeim fjölnotuðustu. Á eftir koma svo orðin skíthaus, djöfullinn, helvítis og fleira í þeim dúr. Það sem skiftir mestu máli er að mannskapurinn sé góður þá fiska menn meira.
Ég er ekki frá því að tilveran hafi skánað töluvert við að blogga smá.

Fyrir alla muni. Heimtum Randver Þorláksson aftur í Spaugstofuna <------- undiskriftarlisti

sunnudagur, september 02, 2007

Jarí

Sumt í þessum blöðum okkar er svo tilgangslaust til aflesturs. Í fréttablaðinu í dag segir að bandarískur þingmaður segi af sér eftir kynlífshneyksli. Mér er sama um það og fólk sem lætur sig varða eitthvað um það hvort einhver þingmaður í Bandaríkjunum sé að ríða framhjá konunni sinni á að skammast sín. Það væri kannski annað mál ef þetta væri Íslenskur þingmaður. Og þó, nei mér væri líka skítsama. Þetta er bara rugl. Það er bara einka eða fjölskyldumál hvers og eins sem ríður framhjá. Hvort sem hann er Þingmaður, stýrimaður, leigubílsstjóri eða á atvinnuleysisbótum. Jæja þetta er rugl. Dagblöð geta verið ágæt. Sumt getur orðið æði þreytt. Ég sá forsíðuna á DV í gær og þar var Gummi í Byrginu með hattinn. Á forsíðunni stóð "Ég er saklaus". Þú veist, ég nenni ekki að lesa þetta. Guð hvað þetta er þreytt. Agalega leiðinleg blaðamennska hjá þeim á þessu blaði.
En Jæja, ég var að kaupa mér sviðakjamma á BSÍ áðan og núna ætla ég að éta hann.