blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: janúar 2009

laugardagur, janúar 31, 2009

sunnudagur, janúar 25, 2009

Allskonar og amma hans

Fari það kolað. Ég er nú svo skítþreyttur núna að ég veit ekki hvað ég heiti. Er búinn að vera svona allt fjandans fríið geispandi og gapandi í tíma og ótíma. Hef ekki lent í áður að koma heim í frí svona ógeðslega langþreyttur.
Það er merkilegt að þvælast á sölusíðunum á barnalandi. Fólk að losa sig við allt draslið sem það fékk sér í góðærinu mikla og skuldar upp fyrir hvirfil. Það er hægt að fá allskonar drasl þarna, playstation tölvur, kaffivélar, hestavörur, veiðidót, plasmasjónvörp, fartölvur og bara allskonar drasl sem fólk hefur keypt sér á raðgreiðslum og á þannig lagað ekki rassgat í því heldur. Merkilegt.
Ring 2 er í sjónvarpinu. Shit er það leiðinleg mynd. Fyrr má nú vera.

föstudagur, janúar 23, 2009

Alýfát

Lúxus er að hafa súrmat að éta í kvöldmatinn. Svo er nú það. Ég rúntaði niður í bæ í dag og enn var verið að mótmæla. Ég held að þetta sé orðið gott. Það hefur verið boðið til kosninga í vor og þá er þetta held ég komið það sem menn vildu. Hefði nú haldið það.
Ég fer í laxveiði í sumar. Vúúúhúúú

fimmtudagur, janúar 22, 2009

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Jesse stoneÞetta eru fínir krimmar. Þeir fjalla um Jesse Stone sem er blautur og ný fráskilinn löggukall úr LA sem tekur að sér starf lögreglustjóra í smábænum Paradise. Venjulega hef ég ekki gaman af amerískum lögguþáttum/myndum en þetta er helvíti gott. Mæli með þessu fyrir þá sem þykir gaman að horfa á krimma.

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Æsidraumar

Meira ruglið sem mig dreymir alltaf. Fyrir stuttu síðan dreymdi mig að ég væri í hávaða rifrildi við einhvern fávita sem byrjaði að vinna á sama skipi og ég. Einn skipsfélaga minna kom þá og barði hann í klessu. Svo nóttina eftir var ég á flótta undan lögguni með skottið á bílnum hlaðið kókaíni. Svo um daginn dreymdi mig að ég væri að slást við handrukkara(svona gaur í stíl við Annþór eða Benjamín í kompás) og barði ég hann þannig að hann datt niður moldarbarðið til helvítis. Greip þá kauði í mig og ætlaði að toga mig með sér þarna niður, en sem betur fer náði ég að slíta mig lausan.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Helvíti gottJú það gerðist eitt gott á árinu 2008. Neftóbakskokkurinn byrjaði aftur um borð hjá okkur eftir langa fjarveru.

föstudagur, janúar 02, 2009

áramóta-anall

Annáll já. Þetta ár var held ég bara hálf leiðinlegt. Allt byrjaði það nú á því að það fiskaðist illa í Janúar og Febrúar. Alveg skelfilega. En í Mars fór nú allt að glæðast og ég seldi Avensisinn sem ég átti og keyptur var á bæinn Lexus is 200. Þá ætlaði ég norður helgina eftir en varð að snúa við á Blönduósi vegna veðurs. Í fyrripart apríl var ég svo mest á sjónum en ók svo á norðurlandið þar sem ég sló síðustu stafina í glæpasöguna mína. Gaman er að minnast á það að þegar GAS GAS GAS GAS-atvikið átti sér stað, var ég að keyra um í stafnshverfinu fyrir norðan og hlusta á mótmælin í útvarpinu. Í maí brá ég mér ásamt konu, syni á samt fleirum til Flórída. Það var indælt og mikið brallað og líka slappað af og verið í rólegheitum. Þegar heim var komið var farið á sjóinn og hamast á helvítis keiluveiðum allt fram í júlí en þá tók við afslöppun í sumarbústað í Svignaskarði brá ég mér í nokkrar heimsóknir í Borgarfirðinum líka. Þau leiðindi áttu sér svo stað þennan mánuð að foreldrar mínir slitu samvistum eftir 30 ára sambúð. Bróðir minn og mágkona skyldu líka sem og vina fólk okkar Írisar. Þá dó Palli vinur minn, kenndur við flug. En svo í byrjun ágúst misstu vinir okkar dóttur sína af slysförum í Svíþjóð. Þá leið á mánuðinn og ég fór á sjóinn þar sem brett var upp ermarnar til keiluveiða þrátt fyrir tal manna uppi á skrifstofu um Þorsk og Ýsuveiðar í ágúst, ne,i nei. Svo kom september og haustið. Það er minn uppáhalds árstími en við fórum þá loksins austur fyrir land á Þorsk og Ýsuveiðar. Var því landað á Djúpavogi sem er góður staður að koma á. Einnig varð úr að við lönduðum á Húsavík nokkur skipti og gat ég því tekið mér bílaleigubíl og heimsótt ættingja og vini í sveitinni heima. Svona gekk allt vel þangað til í enda nóvember að Íris lenti í árekstri á Lexusnum og hefur hún haft bakið í lamasessi eftir það og vonandi að hún jafni sig eftir sjúkraþjálfanir. Bíllinn eyðilagðist og var það lán í óláni að það litla lán sem hvíldi á honum var ekki myntkörfu. Fékk ég því dálítið af peningum greitt á milli úr tjóninu og er nú kominn á hlað Mitsubisi Galant.
En það verð ég að segja að það er þungu hræi af mér létt að þetta bölvaða ár sé búið, Því að margt annað ömurlegt gerðist óupptalið. Já annað eins helvítis ár hef ég ekki þekkt á ævinni. Ég vona að árið 2009 verið nú aðeins skárra.