blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2010

fimmtudagur, september 30, 2010

Já sæll


Annað verður ekki sagt, maðurinn er snillingur og gaman að sjá bæði hann og Casper í eigin persónu. Og ég sem hafði verið á báðum áttum með að mæta þegar ég heyrði um það fyrst að þeir kæmu að skemmta landanum. Þvílíkur vitleysis háttur. Svo auðvitað tókst manni að hnýsast á bakvið til að fá eiginhandaráritun og ljósmynd með þim hihi.
Jæja ég ætla í háttinn. Sef örugglega vel eftir gott kvöld.

þriðjudagur, september 28, 2010

Ég hef ekkert verið að sinna þessu bloggi

Maður fer til sjós og einbeitir sé að mestu að því sem þar fer fram. Ekki blogg, jú smá facebook á frívaktinni og svo búið. Ég er samt að komast í gírinn aftur. Ég er í fríi og ætla að mæta á Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni. Færi nú reyndar ekkert ef ekki væri Frank Kvam með í þessari grínsúpu. Jæja ég ætla að fá mér kaffi.

mánudagur, september 06, 2010

Fram og aftur


Sennfer þá þessu fæðingarorlofi að ljúka og þá er maður rokinn aftur til sjós. Er nú ekki að nenna því. Hafði reyndar hugsað mér að fá mér djobb í landi "en ætli maður verði ekki eina vertíð í viðbót", segi ég ævinlega á hverju hausti og lofa sjálfum mér svo því iðulega að vertíðin verði sú síðasta. En ég nota frívaktirnar vel og skrifa. Já ég skrifa ævinlega eitthvað aðra hverja frívakt. Sef aðra frívakrina alla en þarf ekki annað en að leggja mig rétt á hinni frívaktinni og til að hafa mér eitthvað til dundurs þá skrifa ég.
------------------------------
Ég skrapp í Kolaportið og leit í sölubásinn hjá doktornum og verzlaði af honum tvær vínylplötur og svo disk með Bob Hund. Þetta er víst hljómsveit frá Svíðþjóð. Jájá þetta er rokkað og skemmtilegt. Vandamálið er bara að ég kann ekkert í sænsku svo að ég skil ekki taxtana þó að lögin sjálf séu ágæt.

Bob Hund - Istället För Musik: Förvirring


Bob Hund - Dubbel Tvekan
plahhh......

Ég nenni ekki að blanda mér í umræðuna um þjóðkirkjuna eða mynda mér einhverja skoðun. Jú það var ljótt að gamli biskupinn okkar skyldi fara svona með konugreyin og brugðist því trausti sem bæði þessar konur og þjóðin öll átti að bera gagnvart honum. Vona ég það að konurnar fái allar meina sinna bót. Ég held að ég einbeiti mér að mikilvægari málum en að barma mér og skrá mig út úr þjóðkirkjunni. Það er fullt af liði þarna útí bæ sem kýs að ganga í ESB. Það eru örugglega fleiri perrar í ESB heldur en þjókirkjunni svo að menn skulu nú bara passa sig.

laugardagur, september 04, 2010

Taktaktkataktaktaka

Í gær sá ég gamla kerlingu ganga út úr körbúð einni í Breiðholtinu. Hún færði sirka tólf ára dreng pakka af sígarettum. Ég er ekki hneykslaður. Sjálfur fékk ég gamlar kerlingar til að verzla fyrir mig tóbak á sínum tíma. Samt, ég myndi sjálfur aldrei kaupa sígarettur og afhenda það einhverju krakkarassgati í hettupeysu og í skopparabuxum. Jahh... a.m.k. yrði ég ekki hress ef fullorðinn maður léti mitt barn hafa rettur. Og þó, skárra ef hann reyndi að stela því og yrði svo nappaður og löggan svo skamma mig fyrir að vera eins og sauður í uppeldismálum barnsins. Einu sinni ætlaði ég að stela brennivíni í ríkinu og gerði mig líklegan til þess arna en hann Valli bölvaður sem vann í ríkinu á Akureyri var alltaf að líta í áttina að mér svo að ég þorði ekki að reyna og auðvitað hefði pabbi slátrað mér ef upp hefði komist um athæfið og látið mig svo moka út moði og taði á hverjum degi í ár í refsingarskyni.
----------------------------------
Ég keypti mér þennan disk í Danmörku. Bara svona venjuleg kerlingavælulög. Ágætis textar og lög segi ég nú bara. Hef ekki ekkert vit á þessum flytjanda og nenni ekki að googla neitt um þetta lið. Hlustiði bara á lögin.

Hush - If You Go Breaking My Heart


Hush - Say a Little Prayer