blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: desember 2008

sunnudagur, desember 28, 2008

Fífl

Bílaauglýsing einhvers örvæntingafulls einstaklings sem sennilega er kominn er með skítinn á upp á bak og á puttana en gerir sér vonir um að losna við kvikindið með því að borga með bílnum fullt af peningum. En þá svaraði einhver.

smella á myndina til að sjá betur

Afhverju er það sem ég kalla Kartöflustappa kallað Kartöflumús. Í mínu uppeldi var þetta aldrei annað en Kartöflustappa, enda mýsnar ekki mikið hafðar útí það í minni sveit. Því ekki bara Kartöfluelgur eða kartöflufífl. Kannski bara kartöfluaumingi. Nei þetta er bara eitthvað svona heimskulegt rugl sem viðgengist hefur hjá fólki um aldir. Fávitalegt.
Jæja ég ætla að fara og kaupa mér flugelda fyrir fimmtíuþúsund.
Nightwish - I wish i had an angel

föstudagur, desember 26, 2008

Djöflast í Helga

Ég sá krakka leika sér í sandkassa í dag. Hann hafði verið að éta sand. Það sást á kjaftinum á honum. Ég get þó ekkert sagt. Ég át mkið af sandi þegar ég var smábarn. Ég var reyndar mjög sólginn í júgursmyrsl. En var samt ekki eins hrifinn af áburði(Græðir-9) og heldur ekki af kindaskítnum. Svo er nú það.
Ég fór í Hapauk í skeifunni í dag til að skila einhverjum bókum og dvd myndum sem ég var búinn að sjá og lesa. Rakst ég svo á Helga E Helgason fréttamann við búðakassana. Sá reyndar ekki hvað hann var búinn að kaupa sér. Ég hefði kannski átt að reyna að hnýsast í pokann hjá honum.
Helgi: Fyrirgefðu, ertu að hnýsast í pokann minn?
Ég: Ég má'ða.
Helgi: Svona, hættu þessu drengur.
Ég: Nei ég ætla að sjá hvað þú keyptir maður.
Helgi: Svona hvað er þetta maður.(hrifsar pokann til sín)
Ég: N-N-N-NEIIÍÍÍHHHHH....(Heldur dauða haldi í pokann)
Svo hefðum við kannski farið að togast á um pokan þangað til annar gafst upp. Nei bara svona hugmynd sem ég fékk.
Bob Dylan - Positively 4th street


Fantastic Johnn C - Boogaloo Down Broadway


Elwood&Mac Blues and The Blues Brothers Band - Looking For A Fox

þriðjudagur, desember 23, 2008

Reyniði nú að hafa það um jólin



Þá er ég búinn að kaupa þorláksmessuskötuna. Rótsterkan skötudjöful. Já svo sterkan að maður hóstar blóði og augun springa í tóftunum við það að éta hana. Svo er nú það. Annars er allt í góðum gír. Maður er hérna heima einhvernveginn. Hangandi í leti að gera ekki rassgat. Reyndar setti ég inn myndirnar af litlujólunum hjá okkur úti á sjó, inn á netið og má þær nálgast hér. Hei ég horfði á death At a funeral um daginn. Stórkostleg mynd. Hér að neðan er svo atriði þar sem ég lá í sófanum öskrandi og grenjandi úr hljátri yfir því.



Svo er það jólalag. Pavarotti var helvíti góður. Svo góður að ég fékk hroll þegar ég heyrði hans hæstu tóna í heimabióinu mínu í kvöld. Þeir sem fá hroll við að hlusta á góða tónlist fá hroll þegar þeir lygna aftur augun og einbeita sér að því að hlusta á sönginn í laginu. Prufiði bara.
Luciano Pavarotti - O Holy Night

föstudagur, desember 19, 2008

BÖHH



Ég er snillingur í laufabrauði. Það vita allir sem séð hafa. En þá er komið jóla frí. Ég er að reyna það þessa stundina að gera ekki rassgat. Það er voða gott að gera ekki neitt. Kannski hella upp á kaffi og kveikja á tölvunni, reka við og halda svo kjafti.
Það voru haldin þessi fínu litlujól um borð hjá okkur á landleiðinni frá austfjörðum til Grindavíkur. Kokkurinn hitaði kakó og bar fram smákökur og svo kom jólasveinninn með pakkana. Ég fékk þessa fínu jólakönnu. Einhverjir fengu nammi og einn fékk barbídúkku. Síðan stoppuðum við aðeins við í Vestmannaeyjum þar sem klukkann var nú bara hálf sex og vöktum skipstjórann okkar með jólasöng og látum.
Boston - More than a feeling
Willie Nelson - Country Willie

mánudagur, desember 15, 2008

Alveg eru þetta merkilegir menn uppá skrifstofu. Við áttum að landa í Grindavík þann 17. en staðinn þá eigum við að landa á Djúpavogi sama dag og eigum svo eftir að keyra með bátin til Grindavíkur. Þannig að maður kemst ekki í jólafrí fyrren sólarhring seinna. En þeir virðst vera að spara einhverja peninga á þessu kallagreyin.
Annars er búið að vera skemmtilegt hérna um borð, við erum búnir að hengja upp jóla seríur, setja upp jólatré í setustofunni og föndra músastiga. Svo verða litlujólin á landleiðinni til Grindavíkur en þá endar eldar kokkurinn væntalega eitthvað gott og við skipsfélagarnir ætlum að gefa hvor öðrum jólapakka. Það er merkilega góður andinn hérna um borð.
Mig langar í einn London docks.

miðvikudagur, desember 10, 2008

Uppátæki

Einhver hengdi upp þessa vísu í stakkageymslunni hjá okkur um borð.

Þótt veraldargengið sé valt
og veðrið andskoti kalt.
Með góðri kellingu,
Í réttri stellingu
Bjargast yfirleitt allt.

Kona nokkur sagði mér sögu af litlu harmonikkuballi sem eitt sinn var haldið upp í sveit. Eftir töluvert spil tóku harmonikkuspilararnir sér pásu og allir á ballinu foru út í leikinn Hlaupa í skarðið. Svo leið langur tími þangað til að harmonikkuspilararnir gátu loksins farið að spila aftur á nikkurnar en þeir höfðu auðvitað verið of önnum kafnir við að hlaupa í skarðið.

Lisa Nilsson - En kort en lang

fimmtudagur, desember 04, 2008

Mambómambómambó

Og þá er kominn desember. Ég er sem aldrei fyrr staddur á Djúpavogi og snjókoman hérna jólalegri en nokkrusinni. Mér var boðið upp á kaffi hjá þeim Hrönn og Guðmundi sem eru hjón hérna í plássinu og var mikið skrafað um allt mögulegt milli himins og jarðar.
En jólin já. Ég afrekaði að skera út laufabrauð áður en fríinu lauk um daginn og núna er ég bla bla bla.... Jæja það er að koma aftaka veður og við erum að fara út á sjó á eftir. Ég ætla samt að reyna að koma mér í einhvern hátðiðarfílíng. Hlusta á jólalögin.
Slade - Merry Xmas Everybody