blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: júlí 2009

föstudagur, júlí 31, 2009

Þögul er hlíðin

Hananú. Eina ferðina enn er ég kominn heim úr veiðiferð með öngulinn í eistanu. Það gengur bara betur næst. Ég horfði á Valkyre í gær og þótti hún góð. Annars leiðast mér þessar seinnastríðs myndir sem fjalla um þjóðverja og eru með þýskum persónum en talið er enskt. annars held ég að það sé enginn vandi að fá myndina keypta talsetta á þýsku. Þetta er að vísu ekkert stórmál það er bara skemmtilegra að heyra dojtsarana tala dojts en ekki eithvað annað tungumál eins og schindler's list sem er jú mjög góð mynd að öllu leiti bla bla bla og nú er ég farinn að þvaðra eitthvað sem skiptir engu máli. Hér að neðan er svona smá calypsoslagari. Þig getið dillað ykkur við þetta á filliríi um helgina ef þið nennið. Ég er farinn upp í bústað.


Trinidad & Tobago - Calypso Medley

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Iss

Jæja! Þetta er svona. Ég fór að Reynisvatni í kvöld og reyndi að veiða eitthvað. Fékk ekkert en varð hellings var. Reyndar varð ég svo var að ég steig nærri því á silunginn þegar ég óð út í vatnið. En þegar maður er með ipodinn í eyrunum úti í náttúrunni að reyna að veiða fisk þá skiptir aflinn ekki alltaf öllu máli. Hef lítið að segja nema hvað að ég er með annað augað á teiknimynd þar sem skepnurnar á bænum tala mannamál og panta sér pizzu. Mjög athyglisvert. Skyldu kýrnar og kindurnar gera þetta þegar við hvorki heyrum né sjáum til?

mánudagur, júlí 27, 2009

Svo er nú það

Núna er klukkan orðin meira en 23:15 og enginn jarðskjálfti mættur á svæðið. BOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOORING

laugardagur, júlí 25, 2009

Naumindis

Það er naumast að maður mætir löggubílum á leiðinni að norðan. Þessir andskotar segjast með auknu eftirliti vera að stuðla að auknu umferðaröryggi. Umferðaröryggi minn rass. Þeir eru að reyna að sekta fólk sem mest til að það komi meiri aur í ríkiskassann og í þeirra eigin starfsmannasjóð. Ég hef nú heyrt um það að þeir séu að hirða þetta eitthvað sjálfir þegar menn borga sektina á staðnum. Og þess vegna borga ég aldrei á staðnum.
---------------------------------
Mjög gott. Ég keypti mér þennan tónleikadisk með Cream nú á dögunum. Er nokkuð sáttur bara.

Cream - White Room


Cream - Sunshine Of Your Love


Cream - Born Under a Bad Sign

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Bjánaháttur

Þetta er nú alveg... Ég fór nú og ætlaði að taka benzín á Fosshóli enda alveg að verða benzínlaus en atburðarrásir og tilviljanir urðu til þess að ég var ekki með pening á kortinu mínu akkúrat það augnablik en á Fosshóli er bara korta sjálfsali. Það var þó bót í máli að það er hægt að kaupa ákveðið innkort inná benzínstöðinni til að nota í sjálfsalann ef maður er bara með kass. En til þess að geta keypt innkort, þarf að borga það með korti. Fífl.

sunnudagur, júlí 19, 2009

Augun út


Lesandi var ég bók í gær sem heitir Sálmurinn um blómið. Sú skrudda er eftir Þórberg Þórðarson. Í einum kaflanum er Þórbergur að segja litlu manneskjunni frá manni sem dó þegar hann var á leiðinni úr veislu og spurði litlu manneskjuna síðan hvort það væri betra að deyja þegar maður væri að koma í veislu eða fara úr veislu. Telpan vissi það auðvitað ekki og þá spurði hann hvort betra væri að deyja þegar maður er að fara að éta nammi eða þegar maður er búinn að éta það og krakkinn svaraði um hæl að það væri betra að drepast þegar maður er búinn að éta nammið(Eða ullabjakk eins og karlstaurinn kallaði nú blessað nammið).
Ég er auðvitað sammála þessu. Ég meina ég myndi miklu frekar drepast úr hjartaáfalli þegar ég er búinn að ríða heldur en að drepast úr hjartaáfalli í greddukastinu á undan ríðingunum. Það liggur nú í augum úti eins og maðurinn sagði.

miðvikudagur, júlí 15, 2009

Hhhhhhhhhhhhhhhhhhh......

Draugagangur eina ferðina enn. Kona nokkur sem ég þekki er óhóflega skyggn og í morgun vaknaði hún við fólk í húsinu sínu. Mikill fyrirgangur þarna og mikið talað, hrópað og gengið um. En þegar hún brölti fram úr bælinu og gekk fram var þar auðvitað engin lifandi maður og allt var þagnað um leið og hún opnaði herbergisdyrnar. Kona þessi hefur séð kaffikönnu og bolla í undirskál svífandi í lausu lofti og um leið helltist auðvitað kaffi úr könnuni í bollann. Ég væri til í að sjá svoleiðis.
Pældíðí, þetta er fyrsta sumarið í mörg ár þar sem ég hef ekki þurft að fá yfirdrátt í bankanum né og er ekki einu sinni blankur. Þetta er öfugsnúið miðað við að það er kreppa og ég er að gera meira í ár en síðustu sumarfrí. Skrítið en satt og alls ekki leiðinlegt. Og þá er bezt að græja veiðidótið fyrir morgundaginn.
----------------------
Keypti ég ekki þennan fína disk á hundraðkall um daginn. Ekki svo galin tónlist á þessari skífu.


Del Amitri - Not Where It's at


Del Amitri - Mother Nature's Writing

mánudagur, júlí 13, 2009

On Fire

Ljóta mambóið að kveikja svona í Valhöll. Ég kom þarna eitt sinn í teiti og þótti staðurinn mjög fínn. En talandi um Þingvelli þá er hugsanlegt að maður skreppi þangað að veiða í vatninu á næstu dögum. Ég ætlaði nú að skreppa á veiðar í Elliðavatni um daginn en þá kom einhver leiðinda kallugla og heimtaði að ég verzlaði af sér veiðileifi þegar uppgötvaðist að Veiðikortið sem fæst keypt á benzínstöðvum N1 gildir ekki í Elliðavatni. Ég hélt nú ekki og spólaði bölvandi og ragnandi af stað í áttina að Vífilstaðavatni sem er glatað veiðivatn og það eina sem veiðist þar er gróður og slý.
------------------------------
Ég nældi mér á sínum tíma í eintak af plötunni I’m a Bird Now með Anthony & The Johnsons. Þessi snillingur getur brætt hjarta hvers manns og fengið hörðustu togarajaxla til að vökna um augun. Hér er lag sem mér finnst mjög gott að hlusta á af og til. Textinn er einfaldur en snilld. Þetta er eitthvað svo innilegt.

Anthony & The Johnsons - fistful of love

laugardagur, júlí 11, 2009

Hjúds

Þetta er svona. Stundum hefur maður ekkert að segja og þá er alveg eins gott að skrifa bara eitthvað um draugagang eða eitthvað álíka vitlaust. Betra heldur en ekki neitt. Við mamma stútuðum þessu geitungabúi í garðinum hennar í gærkveldi. Drápum líka flesta íbúana og kveiktum varðeld í garðinum með geitungabúið sem aðalefnivið. Þeir geitungar sem sluppu verða því bara heimskulegar geldflugur sem verða öllum til ama og leiðinda allt sumarið og fram á haustið.

fimmtudagur, júlí 09, 2009

Múhúhúhaha

Já helvítis draugarnir. Það er merkilegt eins og hvað þetta lið er nú mikið í kring um mann að maður verið ekki meira var við þá. Það er nú svoleiðis að í húsi einu hjér í bæ hafa búið nokkrar fjölskyldur í gegn um nokkra áratugi og í öllum tilfellum hafa heimilisfeðurnir látist heimafyrir hver á sinn hátt. Einn fékk hjartaáfall, annar datt niður stigann, hinn féll af þakinu þegar hann var að mála þar uppá og svo sá fjórði var nú kominn vel á sjötugsaldurinn en vaknaði víst steindauður í rúminu sínu einn morguninn. Skrítið eða ekki því að húsið var reist á álagabletti. Tilviljun eða álög? Það veit enginn.

-----------------------------------------------------

Tónlistin að þessu sinni er hundraðkrónuforvitnin. Ég keypti mér þennan disk á hundraðkall í verzlun einni hér í borg til að forvitnast um efni hans. Ég hitti svosem sæmilega á góðan því að mér líkar ágætlega músík sem þessi. Jájá það er vel hægt að kinka kollinum í takt við lögin hans Joe Tex. gjörið svo vel.


Joe Tex - Buying a Book


Joe Tex - S.Y.S.L.J.F.M (The Letter Song)


Joe Tex - A Sweet Woman Like You

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Já hver þremillinn!

Sumir pæla voða mikið í draugagang. Mér þykir allt slíkt voða skemmtilegt og spennandi. Ég hef líka lent í ýmsu tengt draugagangi og ætlaði líka einu sinni að ganga dálítið langt við að fikta við slíkt en komst að því að það er best að láta svoleiðis fikt í friði ef maður kann ekkert á það. Einn ónefndur var að segja mér frá því að fyrir skemmstu var hann á gangi á svolítið afskekktum stað og veit ekki fyrr en einhver af öðrum heimi stendur fyrir aftan sig. Hárin risu víst svoleiðis á hnakkanum á honum að hann gat fryst ýsuflak oná skallanum á sér.

þriðjudagur, júlí 07, 2009

Alveg tómur

Ég veit nú ekki almennilega hvað ég á að segja. Maður situr bara hérna á rassgatinu og gerir ekki neitt. Þetta er algjör afslöppun. Einhver myndi segja að maður væri með fingurinn á kafi í rassgatinu en það er ég nú ekki.
Ér er samt abúinn að leggja drög að annarri smásögu.

mánudagur, júlí 06, 2009

Namminamminamm

Heitur pottur grillmatur og afslöppun í sumarbústað. Aðallega heitur pottur samt. Svo í gær krifaði ég smásögu.

miðvikudagur, júlí 01, 2009

Абу ль-Аля аль-Мааррі розумі

Laddi, Stefán Karl og eitthvað fleira pakk er að leika í kvikmynd í blokkinni minni. Þetta lið er búið að vera valsandi hér inn og út allan daginn. Óþolandi.
Ég fór á rúntinn núna síðdegis sá engan sem ég þekki. Leit við í verzlun er hefur dc og dvd til sölu en ég keypti mér ekki neitt. Fjandans aulaháttur að gera það ekki.
Mér var gefin bók í dag og er að hugsa um að lesa hana núna ef ég er þá ekki búinn að tína henni eins og öllu öðru hérna í þessu blessaða koti.
----------------------------------------------------------
Svo eru það blessuð lögin. Hér hef ég eitthvað dót frá Albaníu. Ekki það að mér finnist það eitthvað skemmtilegt. Ég er bara að reyna að vera alþjóðlegur hérna. Reyndar þá hefur balkanskaginn alltaf heillað mig. Ég set stefnuna á að skreppa þangað einhvern tímann á næstu árum.

Dj Teko - Feat DuLi


Shpat Kasapi - Sa e bukur