Látum okkur þá sjá...
Síðastliðið sumar var feitt depressing en skánaði þó allt margfalt hjá mér þegar líða fór á haustið. Framundir septerbyrjun var ég ekki í skapi fyrir að blogga, ég fór ekkert að veiða í sumar og ferðaðist ekki neitt sem hægt er að tala um að hafi verið vit í. Viss efnisleg barátta spilaði þar stórt hlutverk en það var stríð sem vannst nú fyrir skömmu síðan. Margskonar andleg læti og tilvistarkreppustríð háði ég og er á góðri leið með sigur með því að taka markvist skref í einu.
-----------------
Með innkomu haustsins og lækkandi sól fóru hlutirnir að glæðast. Ég komst þá loksins í fullorðinna manna tölu þegar ég giftist elskunni minni sem ég hef verið með frá tuttugasta áldursári og erum við hjónin nú að standa í því að verzla okkur endaraðhús fyrir okkur tvö, börnin og hundinn.
---------------
Ég held svo áfram að blogga hérna og vera með mp3 drasl og ræða um músík. En núna ætla ég að fara og lemja svolítið á bassann minn.