blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2008

mánudagur, mars 24, 2008

Páskarnir hafa verið með eindæmum indælir. Reyndar komst ég ekki norður eins og ég ætlaði mér, nema hálfa leiðina. Bíttar engu. Ég fer þá bara norður í næsta fríi.
Ég er nú búinn að sitja og horfa á þætti með SpongeBob SquarePants og er maður búinn að öskra úr hlátri yfir þessu. Meira ruglið.
Uhh... well. Núna eru svo akkúrat 2 mánuðir í Flórídaferðina. Alltaf gott að koma til Ameríku. Það er gott land. Þar getur maður fengið amerískar pancakes með smjöri og sírópi í morgunmat á veitingarhúsum. Uppáhaldið mitt. Hér getiði svo séð hvernim menn búa til pancakes.

föstudagur, mars 21, 2008

YESSS...... Dylan kemur á klakann. Frábært.

Jeiii Bob Dylan ætlar að þenja raddböndin fyrir Íslendinga í Egilshöll þann 26.maí næstkomandi og það er æðislegt þar sem ég verð í útlöndum akkúrat á þeim tíma. Innilega er það ALVEG típíst að ég missi af þessu. Reyndar ætlar Dolly Parton að vera með tónleika þegar ég verð í Orlando. Er að spá í að skella á það dæmi mér til sárabótar. En miðað við velgengni mína við að komast á tónleika síðustu árin þá tel ég meiri líkur á að Dollý fái loftstein í hausinn og drepst áður en ég næ á tónleika með henni. Vona að hún hafi háa líftryggingu.

miðvikudagur, mars 19, 2008

Kalksteinar

Það er bara eitthvað að á Íslandi í dag. Eða bara hnettinum öllum. Gengið er farið meira og minna til helvítis allstaðar. Heimskautin eru að bráðna. Forsetar heimsveldana eru andsetnir. Það stefnir í heimskreppu og arabar eru znældubrjálaðir út af dönsku listaverki. Allt skíðlogar í tómum erjum og vitleysu. Já ég skal bara lemja ykkur þarna.

mánudagur, mars 10, 2008

Ævisaga

Ég las nokkuð merkilega ævisögu þegar ég var held ég 14 ára (furðulegt krakkarassgat að lesa ævisögur) er bar heitið Þá Læt Ég Slag Standa. En hún var um mann sem lengst af starfaði sem kokkur á hótelum og fiskiskipum en reyndi og gerði allan andskotan um ævina. Hét sá Loftur einarsson en hann lést úr krabba sama ár og bókin kom út (1982) En ég varð svo heppinn að þegar ég var á stangli í Kolaportinu einn kaldan laugardag, rakst ég á þessa bók og keypti hana um hæl. En smellið endilega á myndina hér að neðan til að sjá leiðara bókarinnar.

sunnudagur, mars 09, 2008

Rólegheit

Er að lesa Sönn Íslensk Sakamál þessa dagana. Bókarskrudda sem gefin var út fyrir eitthvað um 12 15 árum síðan. Hef samt verið helvíti latur að lesa síðustu misseri. Ég horfði á Syndir Feðrana á dögunum og hrikalegt hvernig farið var með kallagreyin í æsku. Mér varð það á að flissa dálítið þegar einn mannana sagði frá því þegar strákarnir ætluðu að drepa forstöðumanninn með heykvíslunum en sá sem fór fremstur í flokki guggnaði eitthvað og beygði af leið framhjá kallinum svo að ekkert varð úr því að þeir stútuðu honum. Því miður.
Í kvöld ætla ég svo að hræra eitthvað í dvd diskunum hérna á bænum og horfa á ræmu eða tvær. En fyrst ætla ég að setjast á skálina og hleypa brúnum. Svo er bezt að líta eitthvað í blöðin.

föstudagur, mars 07, 2008

Sjálfstæði Kosovo er bullsjitt

Nei nei nei núna er alþjóðasamfélagið alveg á villigötum. Hefur enginn velt fyrir sér hugsjónum Serba í þessu máli. Því vaða þessar sameinuðuþjóðir og mannréttindahommar um allt og standa með sjálfstæði Kosovo. Ég yrði nú helvíti skúffaður ef slatti af grænlendingum settust að á Þingvöllum byggðu þar þorp og bæi og heimtuðu svo bara sjálfstætt ríki og fengju með frekjunni alþjóðasamfélagið í lið með sér til að slá dæmið í gegn. Ég þekki sögu þessa hérðas nokkuð vel en tíunda hana ekki hér en ég tek hér Þingvelli svona sem dæmi því að Kosovohéraðið er álíka mikið hjarta Serbíu og Þingvellir er hjarta Íslands. Ég held að menn ættu nú aðeins að líta í kring um sig áður en menn fara að öskra Kosovo-Albönum framgang. Jahh ég er ekki hissa að Serbar séu reiðir.