blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: nóvember 2009

laugardagur, nóvember 28, 2009

Helvíti gott

Svo fór ég í Kost um daginn og verzlaði mér þrjá kassa af hinu ljúffenga Froot Loops. Í hverjum kassa eru tveir pokar af Frootinu og einn poki af Apple Jacks með bragði sem að sögn sjálfs Jóns Geralds, átti að minna á Trix en þar er ég enganvegin sammála þó að Apple Jacks sé nú sossum ágætt. Annars er þetta nú óttalegur andskotand fóðurbætir alltsaman. Getur varla talist mannamatur þetta helvíti.
-----------------------------
Ég var að fatta MGMT(sem hét reyndar upprunalega „The Management“). Hef verið að hlusta á þennan dúett dálítið upp á síðkastið. Fíla'ða.

MGMT - We Care


MGMT - Oh Yeah

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Og hoppa svo

Ég keypti mér áskrift að Fjölvarpinu sem þýðir að ég geti horft á NBA leiki og annað NBA efni á NBA-TV sem er mjög gott. Verst að leikirnir fara flestir fram á nóttinni en ég er í fæðingarolofi og svefnvenjur ungbarna heldur randomeraðar og miðast ekki við 9-5 vinnutíma fólks og er ég því í góðum málum hvað það varðar. Myndina hér að neðan tók ég svo af vörðunni uppá Mýraröxl. Tók sprett þangað uppeftir í sumar og ekki nema hálftíma að skoppa í þetta fína útsýni yfir stóran hluta Þingeyjasveitar. Maður ætti að fara oftar þangað uppeftir þegar ég er að heimsækja gömlu sveitina mína.

-------------------------------------
Ég hafði um daginn grænmetisþema á mp3-bloggiu en hef núna ákveðið að hafa ávaxtaþema núna. Öll lögin falla um ávexti á einn eða annan hátt.

Roberto Calero - El Mandarina


Shwayze - Corona and Lime


Mason Jennings - Lemon grove Avenue


M.I.A. - Paper Planes Pinapple Express


Herbie Hancock - Cantaloup Island

sunnudagur, nóvember 22, 2009

Helvítis læti bara


Maður nokkur sem ég þekki sagði mér farir sínar ekki sléttar. Eftir að hann var á ferðalagi úti á landi í sumar þar sem hann hafði komið að eyðibýli, gömlu steinhúsi og séð þar gamalt koffort sem hann tók með sér heim. Hann tók að dytta upp á það, pússaði og lakkaði upp og hafði svo í stofunni heima hjá sér. Svo fóru undarlegir hlutir að gerast. Hann dreymdi ævinlnega illa eftir að hafa komið þessu tiltekna kofforti fyrir heima hjá sér. Dreymdi einhverja óskýrar draumaslitur sem skildu eftir sig ónot fram í vökuna og tengdust þau ónot alltaf koffortinu á einhvern hátt. Hlutir hurfu í húsinu en fundust svo allt annarstaðar. Hurðir tóku til við að opna og loka á víxl í tíma og ótíma sem og einhverjir skrítnir skuggar voru að bregða fyrir í húsinu. Eitt skifti fór öskubakkinn á stofuborðinu af stað og endaði á gólfinu framan við sjónvarpið. En þegar svo sjálft koffortið fór af stað inn í stofunni einn daginn og hristist þar og skókst til þá var mínum manni nóg boðið og tók koffortið, keyrði með það rúmlega tvöhundruð kílómetra og skilaði því á sinn stað í eyðibýlinu. Síðan þá hefur allt verið í rólegheitunum heima hjá manninum. Þetta kennir okkur það að láta það vera það sem við eigum ekki, jafnvel þó að enginn hér í okkar heimi sé að nota það.
--------------------------------------
Þá er ég nú rúmlega hálfnaður með bókina Þjófur, Fíkill, Falsari. Maður er stundum hálf gáttaður yfir þetta hreint ótrúlegum ævintýrum. Svo eru fylliríin og lætin svo rosaleg að maður verður fullur af því að lesa bókina. Rall hálfur bara. Nei svona í alvöru talað, þetta er svakalegt helvíti. Jæja það er bezt að halda áfram og lesa ósköpin. Ætli ég klári ekki bókina á morgun eða hinn. Er allavega búinn að vera hálf límdur við þessa skruddu. Það er nú það.
--------------------------------------
Og hér er svo eitthvað uppsóp sem ég er búinn að vera með inná tölvuni minni lengi en ekki komið í verk að henda því.

Underneath The Gun - Romanian With a Glass Eye

Wilco - True Love Will Find You In The End


Inout Cerel - Made In Romania

fimmtudagur, nóvember 19, 2009

prump prump prump prump prump

Langi gangurinn á neðstuhæð landspítalans er snilld. Þegar ég var þarna um daginn þá átti ég leið um þennan gang og þegar ég var rétt að labba inn ganginn þá fretaði ég alveg aglega hátt og þetta var svo hátt prump að ég held að prumpuhljóðið bergmáli enn í ganginum. Eins gott að enginn heilsuveill átti leið þarna um á sama tíma því að þetta var frekar úldið prump. Nóg um það.
Ég fæ morgunnblaðið frítt í einn mánuð. Já einhver kerling hjá mogganum hringdi í mig og bauð mér það. Ég sagði bara já og takk og bless og mér er alveg skítsama þó að Davíð Oddsson sé ritstjóri á blaðinu. Þetta getur sossum verið ágætis blað. Maður á bara ekki að trúa öllu sem stendur í því að allur pólitískur fréttaflutningur á þessum snepli er hlutdrægur þó að annað hafi verið sagt. Maður verður þá bara að láta eins og maður sé að lesa skáldögu svona uppá afþreyinguna að gera. Nú og svo er líka magt annað skemmtilegt en pólitík, eins og stjörnuspár, myndasögur og minningargreinar. Jájájá alveg fullt. Núna er ég er að hugsa um að elda mér kótilettur.

Ambient & Trip Hop - Massive Attack & Portishead - Unfinished Sympathy (Paul Oakenfold remix)

þriðjudagur, nóvember 17, 2009

Sígildi

Þá urðum við eins og fyrr sagði að vera með strákinn okkar á barnaspítalanum í fáeina daga á meðan læknarnir fyndu eitthvað út úr málunum sem nú eru komin á hreint og eru sem betur fer ekki alvarleg. En auðvitað húkti maður þarna og dauðleiddist. Nú svo þegar stúfurinn svaf þá varð maður auðvitað að lesa það sem var í boði. Mér leiddist svosem ekkert að lesa myndasögurnar sem maður lá yfir í æsku og bara gott að fá smá flassbakk.

sunnudagur, nóvember 15, 2009

Þoli ekki þennan helvítis dag

Þessi föstudagur þrettándi. Ég hef nú alla mína hunds og kattartíð hrist hausinn út af þessari vitleysu með með það að þetta sé sérstakur óhappadagur. En síðustu fjögur skiptin þar sem þessi dagur hefur litið dagsins ljós, hefur ævinlega alltaf einhver andskotinn verið að. Eitt sinn var það svo lélegt útborgað út af einhverju óvæntu andskotans skattakjaftæði, en ég lenti í feitum vandræðum vegna þess. Svo bilaði nú einu sinni bíllinn lýgilega mikið á þessum degi svo að ég mátti borga helling fyrir viðgerðir. Einu sinni var það líka eitt stykki árekstur á bílnum sem var svo heimskulega til kominn að það var engu lagi líkt ég mátti líka borga sekt og vera í órétti í þokkabót. Og svo núna veiktist yngri sonurinn af svo leiðinlegri pest svo að við þurftum að dúsa með hann í tvo sólarhringa á spítala. En hann er nú búinn að jafna sig núna sá stutti.

föstudagur, nóvember 13, 2009

Ný búð

Þá skilst mér að Jón Gerald sé að fara að opna þessa verslun sína. Vona að það verði til þess að matvöruverð lækki. Þó held ég að þetta komi ekki til með að gagna nokkurn skapaðan hlut. Kannski tíkall til eða frá á þessari eða hinni vöru sem er annaðhvort dýrari eða ódýrari í bónus eða krónunni. Svona gaman fyrir þá sem nenna að spá í tíkallaspursmál sem endar kannski sem 1000króna gróði þegar uppi er staðið með eitt stykki helgarinnkaup og menn hafa passað rækilega uppá að hafa skoðað verðmun á öllu sem þeir keyptu. Vei. Þetta er ekkert sem er að gera kaupmátt minn eða þinn eitthvað betri heldur en verið hefur. Þessi Kosts-verslun er aðallega tilkomin vegna hefndarhugs Jóns Geralds í garð Jóns Ásgeirs. Ég held að hann sé nú að hefna sín helvítið. Á ekki að notfæra sér veikleika baugsfeðga með því að fokka í þeim með nýrri lágvöruverzlun. Ég meina baugsmálið er víst sprottið af einhverju kerlnga veseni. Ég heyrði um eitthvað svoleiðis einu sinni. Annar fiktaði eitthvað við konu hins og þá fóru menn að skvíla hver annan vilt og galið. Í stað þess að ræða málið yfir dýru koníaki í rólegheitum um borð í snekkjunni þarna á sínum tíma. Svo eiga þetta að heita fullorðnir menn. En ég kem sjálfsagt eitthvað til með að versla þarna, það er ekki það. Fínt að fá fjölbreytni. Vona að það verði nýjar vörur.

miðvikudagur, nóvember 11, 2009

Þá á ég sjö ára bloggafmæli. Maður er sem sagt búinn að endast við þessa vitleysu sem upphaflega var bara eitthvert flipp á haustdögum 2002. Hér er ég enn og verð sjálfsagt eitthvað áfram. Ekkert er ákveðið.

sunnudagur, nóvember 08, 2009

Mögnuð ævisaga sem ég mæli virkilega með

Þetta er nú kápumyndin af ævisögu Guðbergs Guðmundssonar. Hann er einn af mínum bestu vinum en við kynntumst þegar ég var að hefja mín fyrstu skref í edrúmennsku. Hann hafði orðið edrú nokkrum árum á undan mér og því með góða reynslu til að deila með sér til edrú-lifnaðarhátta. En nóg um það. Í þessari bók, Þjófur, Fíkill, Falsari, segir Beggi frá ævintýralegu lífshlaupi sínu heima og erlendis. Hann hefur setið í fangelsum bæði á íslandi og annarsstaðar, vaðið í kvenfólki og eiturlyfjum en ætíð náð að ganga brosandi frá öllu saman að endingu. Hann náði svo árið 1995 að snúa við blaðinu og hefur verið heiðarlegur þjóðfélagsþegn síðan þá. Síðustu ár hefur hann svo hripað saman sína eigin ævisögu sem er svo komin í þessa bók sem er svo sannarlega jólagjöfin í ár. Tvímælalaust.

fimmtudagur, nóvember 05, 2009

Jazzzzzzzzzzzzzzzz


Ég hlusta á djass. Hef ekki gert það lengi eða ekkert síðustu fimmtán árin. Ég fór á eitthvað þvílíkt djassflipp þegar ég var unglingur og tíndi saman allskonar dótarí í tónlistarskólanum sem ég tók svo upp á kasettur. Ég keypti mér svo disk sem Sigurður Flosason gaf út sem ber nafnið Gengið á Lagið. Oní þetta djassflipp, fékk ég annað flipp og flippaði í að lesa ævisögur fólks. Merkilegar áráttur sem maður gat fengið í hausinn. Á sama tíma spáði ég mikið í stjórnurnar og skoðaði þær mikið í stjörnukíkinum mínum sem ég fékk í fermingargjöf. Mér þótti merkilegt að sjá bæði Venus og Júpíter í gegn um stjörnukíki. Og á meðan hljómaði djassinn. Þvílíkt, Þvíííílíííkt.....

Duke Ellington & John Coltrane - The Feeling Of Jazz

þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Jollysullumdrull og hland


Og núna ku vera komnir danskir dagar í Hagkaup og ég forvitnaðist til að kaupa mér eina flösku af Jolly Cola. "Jæja, Hvernig skyldi nú hið umtalaða Jolly Cola smakkast?". Þetta er nú svona lala kóladrykkur sem ég held að sé með einhverju fjandans sakkaríni, í staðinn fyrir sykur. A.m.k. braggaðist þetta eins og sambland af Bónuskóla og Kókakóla Light, eða mér datt það sambland svona nokkurnvegin í hug þegar ég smakkaði. Svo fyrir stuttu síðan þá gat ég keypt mér Vanilla Coke í sömu verslun. Sé eftir því að hafa ekki byrgt mig upp því að mér þykir vanilla kók obboslega góður drykkur. Jæja en það þýðir ekkert að fara að grenja. Annars er facebook síða fyrir þá sem vilja Vanilla Kók til íslands hér
--------------------------
En að öðru. Ég var eitthvað að leita að srúfjárnasettinu mínu góða upp í skáp og þurfti að róta til í kössum og drasli en rakst þá á þennan geisladisk sem ég hef sennilega verzlað mér í Kolaportinu einhverntímann. Ég man bara ekki hvenær eða ég man bara ekkert hvernig þessi diskur barst mér. Hann er bara eitthvað svo kolaportslegur. Hann var allavega keyptur á 799 krónur. En hér eru tvö lög af þessum disk.


Dottie West - Delta Dawn


Waylon Jennings - Ruby, Don't Take Your Love To Down