Þarminn
Þorrinn er byrjaður fyrir einhverju síðan og ég ekki farinn á þorrablót ennþá, ekki frekar en þorra síðustu ára. En auðvitað treð ég í mig þorramatnum, kæstum og súrsuðum eins og enginn sé morgundagurinn og uppsker öskrandi brjóstsviða fyrir vikið. Einhvern veginn finnst mér vanta kæsta skötu í þetta allt saman og finnst það leiðinda dilla að þetta skuli eingöngu tengjast þorláksmessu. Ég gerði það að vísu þegar ég var til sjós að kæsa mér tindabikkju nokkur skipti. Ágætt að fá sér þetta tvisvar til þrisvar á ári eða svona eftir því sem maður nennir að kæsa. Nú hef ég auðvitað engan aðgang að skötu eða tindabikkju þannig að ég læt mig hafa það að éta kæstan fisk einu sinni á ári. Helvítis.
---------------------------------
mánudagur, janúar 30, 2012
sunnudagur, janúar 29, 2012
Við þjóðveginn
Konan og ég þurftum að gera okkur ferð norðrí Skagafjörð í dag og rétt búinn að keyra um Vatnsskarð þegar ekið er fram á mann standa með tösku útvið einn bæjarafleggjarann. Sáum að þetta var sjálfur Jón Guðmundur Hvammdal Guðlaugsson eða Jón hlaupari eins og menn kalla hann oft. Við stoppuðuðum til að bjóða honum að sitja í að Varmahlíð svo að hann gæti yljað sér þar. En hann var nú bara að bíða eftir rútunni til Akureyrar og spurði okkur hvort að við hefðum orðið hennar vör. Ég mundi nú svosem ekki eftir neinni rútu svona lauslega að gáð í athyglisbrestaskjalaskáp heilans en við kjöftuðum samt svolitla stund um daginn og veginn þar til förinni var haldið áfram akandi og Jón hélt áfram að bíða eftir Akureyrarrútunni. Gaman að rekast á hann þarna við þjóðveginn. Nokkuð gott. Ég er líka alltaf jafn hrifinn af hárgreiðslunni hans. Ég er að spá í að hætta að vera greiddur eins og Kormákur Geirharðsson og Jón Gnarr og greiða mér eins og Jón hlaupari.
----------------------------------------
Og svo er það sketsamynd.
Konan og ég þurftum að gera okkur ferð norðrí Skagafjörð í dag og rétt búinn að keyra um Vatnsskarð þegar ekið er fram á mann standa með tösku útvið einn bæjarafleggjarann. Sáum að þetta var sjálfur Jón Guðmundur Hvammdal Guðlaugsson eða Jón hlaupari eins og menn kalla hann oft. Við stoppuðuðum til að bjóða honum að sitja í að Varmahlíð svo að hann gæti yljað sér þar. En hann var nú bara að bíða eftir rútunni til Akureyrar og spurði okkur hvort að við hefðum orðið hennar vör. Ég mundi nú svosem ekki eftir neinni rútu svona lauslega að gáð í athyglisbrestaskjalaskáp heilans en við kjöftuðum samt svolitla stund um daginn og veginn þar til förinni var haldið áfram akandi og Jón hélt áfram að bíða eftir Akureyrarrútunni. Gaman að rekast á hann þarna við þjóðveginn. Nokkuð gott. Ég er líka alltaf jafn hrifinn af hárgreiðslunni hans. Ég er að spá í að hætta að vera greiddur eins og Kormákur Geirharðsson og Jón Gnarr og greiða mér eins og Jón hlaupari.
----------------------------------------
Og svo er það sketsamynd.
mánudagur, janúar 23, 2012
Veiðihjól
Keypti mér þetta veiðihjól, Abu Garcia 6600 BCX, í USA síðasta haust. Átti annað fyrir, nákvæmlega eins veiðihjól sem pabbi keypti hand mér þegar ég var 13ára. Þá hafði hann fundið það á sölu hjá viðgerðarmanni sem var búinn að vera með það í hillu hjá sér lengi lengi en alveg ný uppgert. Það hjól nota ég enn þann daginn í dag, en ákvað að skipta og fá mér nýtt þar sem gamla hjólið frá babba mínum fer að verða komið til ára sinna. Svo átti ég fáein 5000 króna gjafabréf sem mér höfðu verið gefin í jólagjöf í hitteðfyrra. Fór og keypti mér ágæta veiðistöng fyrir þann pening. Þá er bara að bíða til sumars og nota græjurnar samhliða flugu græjunum. Maður þarf svo að læra betur inná þessar flugur líka þær geta verið svo mismunandi. Ein flugan getur verið tekin alveg af milljón fiskum einn daginn en daginn eftir virkar sama fluga ekki rassgat.
Reykjadalsáin. Hér er ég oft í draumi. Reyndar líka víðar um ánna og oftar en ekki er ég búinn að setja í lax eða silung. Þarf svo að koma mér í veiði þarna heima í raunveruleikanum. Orðið langt síðan síðast, allt of langt. Ég djöflaðist þarna mikið með bæði spón og maðk þegar ég var strákur og kom ævinlega með titt eða tvo heim í soðið og allir urðu ánægðir með að það væri þá eitthvað gagn af manni með þessa veiðidellu.
Keypti mér þetta veiðihjól, Abu Garcia 6600 BCX, í USA síðasta haust. Átti annað fyrir, nákvæmlega eins veiðihjól sem pabbi keypti hand mér þegar ég var 13ára. Þá hafði hann fundið það á sölu hjá viðgerðarmanni sem var búinn að vera með það í hillu hjá sér lengi lengi en alveg ný uppgert. Það hjól nota ég enn þann daginn í dag, en ákvað að skipta og fá mér nýtt þar sem gamla hjólið frá babba mínum fer að verða komið til ára sinna. Svo átti ég fáein 5000 króna gjafabréf sem mér höfðu verið gefin í jólagjöf í hitteðfyrra. Fór og keypti mér ágæta veiðistöng fyrir þann pening. Þá er bara að bíða til sumars og nota græjurnar samhliða flugu græjunum. Maður þarf svo að læra betur inná þessar flugur líka þær geta verið svo mismunandi. Ein flugan getur verið tekin alveg af milljón fiskum einn daginn en daginn eftir virkar sama fluga ekki rassgat.
Reykjadalsáin. Hér er ég oft í draumi. Reyndar líka víðar um ánna og oftar en ekki er ég búinn að setja í lax eða silung. Þarf svo að koma mér í veiði þarna heima í raunveruleikanum. Orðið langt síðan síðast, allt of langt. Ég djöflaðist þarna mikið með bæði spón og maðk þegar ég var strákur og kom ævinlega með titt eða tvo heim í soðið og allir urðu ánægðir með að það væri þá eitthvað gagn af manni með þessa veiðidellu.
sunnudagur, janúar 22, 2012
Já já það held ég bara
Assgoti góðir dagar að undanförnu. Fór í Kolaportið og verslaði mér hákarl og niðursoðna þorskalifur sem er voðalega gott að setja oná rúgbrauð. Fékk að vísu hvínandi brjóstsviða af þessu en því var reddað með Samaríni. Kaffi með því er svo til að bæta það. Kaffi hressir bætir og kætir finnst mér. Annars gerir maður lítið annað en að liggja í neftóbaki og skrifum þessa dagana. Það hefur loksins borið til tíðinda með handritið mitt en frá því verður greint betur síðar. Annars er ég hálf vængbrotinn með þessa síðu þar sem ég get ekki póstað hér inn mp3 en lagfæringar á því eru væntanlegar innan skamms. Núna þarf ég að fara í búðina og kaupa eitthvað í matinn.
Assgoti góðir dagar að undanförnu. Fór í Kolaportið og verslaði mér hákarl og niðursoðna þorskalifur sem er voðalega gott að setja oná rúgbrauð. Fékk að vísu hvínandi brjóstsviða af þessu en því var reddað með Samaríni. Kaffi með því er svo til að bæta það. Kaffi hressir bætir og kætir finnst mér. Annars gerir maður lítið annað en að liggja í neftóbaki og skrifum þessa dagana. Það hefur loksins borið til tíðinda með handritið mitt en frá því verður greint betur síðar. Annars er ég hálf vængbrotinn með þessa síðu þar sem ég get ekki póstað hér inn mp3 en lagfæringar á því eru væntanlegar innan skamms. Núna þarf ég að fara í búðina og kaupa eitthvað í matinn.
fimmtudagur, janúar 19, 2012
Draugar og Nick Cave
Draumaforritið í hausnum á mér er vel virkt nú um mundir. Í nótt dreymdi mig að ég væri að keyra vörubíl um einhvern afskekktan þjóðveg, ómalbikaðan. Farmurinn var sement sem átti að fara frá Rvk til Vopnafjarðar. Svo kom upp sú staða að vegurinn endaði allt í einu og ég þurfti að snúa við til að finna vegamót svo að ég kæmist leiðar minnar. Ég kom að krossgötum þar sem ég taldi mig giska á rétta leið og skömmu eftir að ég hafði tekið beygjuna tók ég uppí bílinn puttaferðalanga sem voru þrír í hóp, róni, vændiskona og melludólgur. Melludólgurinn og mellan settust á bekkinn aftan við bílsætin en rónin í farþegasætið við hliðina á mér. Eftir dálítinn akstur tók ég eftir því að farþegarnir voru ekki af okkar heimi og virtist fjölga og fækka í hópnum á víxl. Tveir menn í jakkafötum voru komnir á bekkinn og svo hurfu þeir en í staðinn var kominn bóndi í fjósagalla og fór að reyna að hugga melluna sem var eitthvað grenjandi. Róninn sagðist svo að þau ætluðu út við næstu bensínstöð og ég tók bara vel í það. Ég fór sérstaklega að reyna að drífa mig með þau þegar hausin á rónanaum fór að breytast á víxl í hauskúpu og hans eigin haus. Svo komum við að bensínstöðinni sem samanstóð af einum skúr og tveim bensíndælum. Ein dælan var fyrir bensín og hin fyrir dísel. Ég stoppaði bílinn, steig út og gekk inn í skúrinn og gaf mig á til við luralegan bensínafgreiðslumanninn. "Það eru hérna draugar sem fengu far með mér og ég þarf að láta þá út hérna". Afgreiðslumaðurinn virtist ekkert yfir sig hrifinn en og sagðist alls ekki vilja þessa drauga við bensínstöðina. Ég sagði honum að það væri þá bara hans vandamál og steig uppí vörubílunn. Draugarnir voru á bak og burt og ég setti í gang og keyrði af stað en ég hafði nú rétt ekið af bíla planinu þegar maður kom klaupandi í kantinum á móti bílnum. Hann var með dökkt hár í svörtum frakka og með gítartösku í hönd og gaf til kyna að hann vildi far. Ég auðvitað stoppaði og bauð honum að sitja í og þegar hann var sestur uppí bílinn, sá ég það að þarna var enginn annar en Nick Cave á ferðinni. Hann tók upp gítarinn og spilaði og söng, a whiter pale of shade af mikili næmni. Svo þegar við nálguðumst Vopnafjörð leystist draumurinn í eitthvað óljóst bull og þar með vaknaði ég.
-----------------------------------------
Þið verðið að smella á myndina til að sjá hana almennilega.
Draumaforritið í hausnum á mér er vel virkt nú um mundir. Í nótt dreymdi mig að ég væri að keyra vörubíl um einhvern afskekktan þjóðveg, ómalbikaðan. Farmurinn var sement sem átti að fara frá Rvk til Vopnafjarðar. Svo kom upp sú staða að vegurinn endaði allt í einu og ég þurfti að snúa við til að finna vegamót svo að ég kæmist leiðar minnar. Ég kom að krossgötum þar sem ég taldi mig giska á rétta leið og skömmu eftir að ég hafði tekið beygjuna tók ég uppí bílinn puttaferðalanga sem voru þrír í hóp, róni, vændiskona og melludólgur. Melludólgurinn og mellan settust á bekkinn aftan við bílsætin en rónin í farþegasætið við hliðina á mér. Eftir dálítinn akstur tók ég eftir því að farþegarnir voru ekki af okkar heimi og virtist fjölga og fækka í hópnum á víxl. Tveir menn í jakkafötum voru komnir á bekkinn og svo hurfu þeir en í staðinn var kominn bóndi í fjósagalla og fór að reyna að hugga melluna sem var eitthvað grenjandi. Róninn sagðist svo að þau ætluðu út við næstu bensínstöð og ég tók bara vel í það. Ég fór sérstaklega að reyna að drífa mig með þau þegar hausin á rónanaum fór að breytast á víxl í hauskúpu og hans eigin haus. Svo komum við að bensínstöðinni sem samanstóð af einum skúr og tveim bensíndælum. Ein dælan var fyrir bensín og hin fyrir dísel. Ég stoppaði bílinn, steig út og gekk inn í skúrinn og gaf mig á til við luralegan bensínafgreiðslumanninn. "Það eru hérna draugar sem fengu far með mér og ég þarf að láta þá út hérna". Afgreiðslumaðurinn virtist ekkert yfir sig hrifinn en og sagðist alls ekki vilja þessa drauga við bensínstöðina. Ég sagði honum að það væri þá bara hans vandamál og steig uppí vörubílunn. Draugarnir voru á bak og burt og ég setti í gang og keyrði af stað en ég hafði nú rétt ekið af bíla planinu þegar maður kom klaupandi í kantinum á móti bílnum. Hann var með dökkt hár í svörtum frakka og með gítartösku í hönd og gaf til kyna að hann vildi far. Ég auðvitað stoppaði og bauð honum að sitja í og þegar hann var sestur uppí bílinn, sá ég það að þarna var enginn annar en Nick Cave á ferðinni. Hann tók upp gítarinn og spilaði og söng, a whiter pale of shade af mikili næmni. Svo þegar við nálguðumst Vopnafjörð leystist draumurinn í eitthvað óljóst bull og þar með vaknaði ég.
-----------------------------------------
Þið verðið að smella á myndina til að sjá hana almennilega.
sunnudagur, janúar 15, 2012
Dularfulli maðurinn
Kannast einhver við þennan kallfugl. Hann mætti í brúðkaup okkar hjóna en ég hélt alltaf að þetta væri einhver úr ætt konunnar og konan hélt það svo öfugt en við erum víst ekkert tengd þessum manni og vitum ekkert hver þetta er. Mér leikur forvitni á að vita hver þetta er og hvað hann var að gera þarna til þess að taka myndir af okkur, honum ókunnugu fólkinu. Ég myndi gjarnan vilja spyrja hann. Þú mátt lesandi góður ef þú veist hver þetta er, láta mig vita á meilið mitt.(mannandskoti@hotmail.com)
-------------------------------
Og svo er það sketsamynd.
Þú verður að smella á myndina til að sjá hana betur.
Kannast einhver við þennan kallfugl. Hann mætti í brúðkaup okkar hjóna en ég hélt alltaf að þetta væri einhver úr ætt konunnar og konan hélt það svo öfugt en við erum víst ekkert tengd þessum manni og vitum ekkert hver þetta er. Mér leikur forvitni á að vita hver þetta er og hvað hann var að gera þarna til þess að taka myndir af okkur, honum ókunnugu fólkinu. Ég myndi gjarnan vilja spyrja hann. Þú mátt lesandi góður ef þú veist hver þetta er, láta mig vita á meilið mitt.(mannandskoti@hotmail.com)
-------------------------------
Og svo er það sketsamynd.
Þú verður að smella á myndina til að sjá hana betur.
föstudagur, janúar 13, 2012
Eirðarlaus
Mér hefði þótt gott að hafa svona með mér í skólann í denn. Hefði hentað vel þegar maður var kannski eins og ósofinn apaköttur í tímum og nennti ekki að fylgjast með. En þá varð maður auðvitað bara að fylgjast með eða teikna einhverja vitleysu. Jafnvel að fá að skreppa á klósettið til að stelast í snuffdósina sína eða jafnvel að setjast á klósettið og fá að dotta þar í friði í óáreittur fram að frímínútum. Jú,jú, það gat nú verið ágætt í sumum tímum. Enska. Lagði soldið kapp á hana. Íslenska, já fannst áhugavert og mikilvægt að fylgjast með þar. Dönsku þoldi ég ekki. Reyndi við stærðfræði en skildi ekki. Enganvegin. Held bara að skólakerfið hafi ekki kunnað að meðhöndla AD/HD á þessum tíma eins og í dag. Mannkynssaga, landafræði og þannig var mér hugleikið en auðvitað var maður bara of eirðarlaus til að læra eitthvað heima. Annars fílaði ég mig vel í smíðum og matreiðslu, já og myndlist og allri svona verklegri kennslu. Nóg um þetta hér er svo ein teikningin úr einhverjum eirðarleysistímanum.
Mér hefði þótt gott að hafa svona með mér í skólann í denn. Hefði hentað vel þegar maður var kannski eins og ósofinn apaköttur í tímum og nennti ekki að fylgjast með. En þá varð maður auðvitað bara að fylgjast með eða teikna einhverja vitleysu. Jafnvel að fá að skreppa á klósettið til að stelast í snuffdósina sína eða jafnvel að setjast á klósettið og fá að dotta þar í friði í óáreittur fram að frímínútum. Jú,jú, það gat nú verið ágætt í sumum tímum. Enska. Lagði soldið kapp á hana. Íslenska, já fannst áhugavert og mikilvægt að fylgjast með þar. Dönsku þoldi ég ekki. Reyndi við stærðfræði en skildi ekki. Enganvegin. Held bara að skólakerfið hafi ekki kunnað að meðhöndla AD/HD á þessum tíma eins og í dag. Mannkynssaga, landafræði og þannig var mér hugleikið en auðvitað var maður bara of eirðarlaus til að læra eitthvað heima. Annars fílaði ég mig vel í smíðum og matreiðslu, já og myndlist og allri svona verklegri kennslu. Nóg um þetta hér er svo ein teikningin úr einhverjum eirðarleysistímanum.
mánudagur, janúar 09, 2012
Jólalok
Nú eru jólin liðin undir lok og ég á ennþá eftir að klára að skjóta upp restinni af flugeldunum sem ég keypti nú fyrir áramótin. Það er merkilegt hvað maður verður stjórnlaus þegar komið er inn í flugeldamarkaðina. Það er eitthvað sem grípur um sig, einhver óskilgreind geðveila. Ætlunin kannski að kaupa nú bara smotterí fyrir þessi áramótin en endar allt með risaflugeldum og heví skotkökum. Þetta er náttúrulega veiki. En ekki reyki ég sígaretturnar né heldur svolgra í mig brennivíni svo að það má þá alveg fara á flugeldafyllirí einu sinni á ári. Ég hlakka yfirhöfuð jafn mikið til áramótanna eins og ég hlakka til jólanna. Það er eitthvað. Einu sinni þegar ég var patti þá kveikti ég lítið bál utan í húsinu heima í sveit á sjálfan gamlársdag. Munaði þá litlu að sjálft húsið yrði að gamlársbrennu ef ekki hefði verið góður frændi minn sem hjálpaði mér að slökkva bálið og í logandi sinuni sem var utan í húsveggnum. Svona var maður gaga krakki.
Nú eru jólin liðin undir lok og ég á ennþá eftir að klára að skjóta upp restinni af flugeldunum sem ég keypti nú fyrir áramótin. Það er merkilegt hvað maður verður stjórnlaus þegar komið er inn í flugeldamarkaðina. Það er eitthvað sem grípur um sig, einhver óskilgreind geðveila. Ætlunin kannski að kaupa nú bara smotterí fyrir þessi áramótin en endar allt með risaflugeldum og heví skotkökum. Þetta er náttúrulega veiki. En ekki reyki ég sígaretturnar né heldur svolgra í mig brennivíni svo að það má þá alveg fara á flugeldafyllirí einu sinni á ári. Ég hlakka yfirhöfuð jafn mikið til áramótanna eins og ég hlakka til jólanna. Það er eitthvað. Einu sinni þegar ég var patti þá kveikti ég lítið bál utan í húsinu heima í sveit á sjálfan gamlársdag. Munaði þá litlu að sjálft húsið yrði að gamlársbrennu ef ekki hefði verið góður frændi minn sem hjálpaði mér að slökkva bálið og í logandi sinuni sem var utan í húsveggnum. Svona var maður gaga krakki.
sunnudagur, janúar 08, 2012
Búmmbarabei
Þegar maður nennir ekki að velta sér uppúr hinni stjórnlausu strengjabrúðupólitík landsins eða öðrum þjóðfélagslegum hörmungum sem koma manni bara í vont skap þá er þrengra úrvalið til að finna eitthvað til að blogga um. En það er alltaf eitthvað hægt að finna til að blogga um. Já, í staðinn reyni ég að segja eitthvað draugalegt eða koma með einhverjar klámvísur eða einhvern fjandann. Ég nenni ekki að hafa þessa síðu sem eitthvað eyjubloggaraviðrinispólitíkusardrulluhakk. Hver á að verða næsti forseti? Helvítis skattaálögurnar hans Steingríms. Gagnleysið í henni Jóhönnu. Og aumingjaskapurinn hjá pakkinu í ASÍ.
Hver segir svo að blogg sé ekki málefnalegt nema að talað sé um málefni. Hvað er ég að gera núna?
------------------------------------
Datt niður á möppu frá barnaskólaárunum með slatta af einhverjum svona skotteikningum. Eitthvað sem ég hef dundað við þegar ég nennti ekki að fylgjast með í tímum sem var nú reyndar nokkuð oft og því mikið til af teikningum hjá mér. Oftast er þetta einn rammi og stundum tveir eða þrír. Bara svona eftir því hvað mikið er að gerast í hverju andartaki fyrir sig. Ég hugsa að ég sletti þessu hér inn með reglulegu millibili. Hér er þá það fyrsta.
Þegar maður nennir ekki að velta sér uppúr hinni stjórnlausu strengjabrúðupólitík landsins eða öðrum þjóðfélagslegum hörmungum sem koma manni bara í vont skap þá er þrengra úrvalið til að finna eitthvað til að blogga um. En það er alltaf eitthvað hægt að finna til að blogga um. Já, í staðinn reyni ég að segja eitthvað draugalegt eða koma með einhverjar klámvísur eða einhvern fjandann. Ég nenni ekki að hafa þessa síðu sem eitthvað eyjubloggaraviðrinispólitíkusardrulluhakk. Hver á að verða næsti forseti? Helvítis skattaálögurnar hans Steingríms. Gagnleysið í henni Jóhönnu. Og aumingjaskapurinn hjá pakkinu í ASÍ.
Hver segir svo að blogg sé ekki málefnalegt nema að talað sé um málefni. Hvað er ég að gera núna?
------------------------------------
Datt niður á möppu frá barnaskólaárunum með slatta af einhverjum svona skotteikningum. Eitthvað sem ég hef dundað við þegar ég nennti ekki að fylgjast með í tímum sem var nú reyndar nokkuð oft og því mikið til af teikningum hjá mér. Oftast er þetta einn rammi og stundum tveir eða þrír. Bara svona eftir því hvað mikið er að gerast í hverju andartaki fyrir sig. Ég hugsa að ég sletti þessu hér inn með reglulegu millibili. Hér er þá það fyrsta.
þriðjudagur, janúar 03, 2012
Undir sængina
Þarf að koma mér í bælið. Svefninn hefur ekki verið að stríða mér síðustu sólarhringana. Allt í lagi með mig þannig. 'Eg er búinn að lesa Feigð eftir Stefán Mána, hún var ókei góð og Eingvígið var æihhhh....(dæs). Jæja skiftir ekki máli. Ég vona að ég verið ekki fyrir vonbrigðum með Yrsu Sigurðar. Fer sennilega í að lesa Brakið á næstu dögum ef mamma er búin að lesa bókina. Og þá fær hún Arnaldinn til baka sem hún gaf mér og ég Yrsuna til baka sem ég gaf henni. Well well well... Mér fannst alltaf notalegt að sofna við unplugged diskin með Nirvana. Er að spá í að setja hann í til að sofna nú vel.
Þarf að koma mér í bælið. Svefninn hefur ekki verið að stríða mér síðustu sólarhringana. Allt í lagi með mig þannig. 'Eg er búinn að lesa Feigð eftir Stefán Mána, hún var ókei góð og Eingvígið var æihhhh....(dæs). Jæja skiftir ekki máli. Ég vona að ég verið ekki fyrir vonbrigðum með Yrsu Sigurðar. Fer sennilega í að lesa Brakið á næstu dögum ef mamma er búin að lesa bókina. Og þá fær hún Arnaldinn til baka sem hún gaf mér og ég Yrsuna til baka sem ég gaf henni. Well well well... Mér fannst alltaf notalegt að sofna við unplugged diskin með Nirvana. Er að spá í að setja hann í til að sofna nú vel.
Andvökublogg
Hálf súrt að liggja andvaka um nætur. Þá reynir maður að lesa eitthvað eða jafnvel að kíkja á feisið eða bara einhvern fjandann til að þreyta sjálfan sig. Verst hvað maður verður pirraður af því að vera andvaka. Svefnlyf tek ég helst ekki nema þegar ég var út á sjó. Þá var óhikað skellt í sig einni Zopiclone Imovane ef erfitt var að sofna á frívaktinni. Reyndar þar sem ég svaf voru alltaf djöfuls læti, skipsskrúfan var sirka hálfan metra frá höfðagaflinum og plús veltingur og læti. En þetta er allt spurning um að venja sig við aðstæður. Ég var orðið hættur að geta sofið nema við helvítis lætin í skrúfunni og því oft svefnpillufrívaktir ef maður lenti í því að sofa í klefa fram á stefni þar sem lætin voru engin og veltingurinn var jafnan meiri heldur en fram aftur á rassgati. Í haugabrælum er bara ekki verandi framá stefni og maður hoppandi og skoppandi í kojunni. Lang þægilegast að vera afturá, þá kemur kokkurinn og ræsir mann á vaktina með því að kveikja ljós og kalla "RÆS". Ég þoldi aldrei að vakna við helvítis kallkerfið úr skipsbrúnni þar sem skipstjórinn eða stýrimaðurinn byrja á að setja af stað hávaða sem maður vaknar við með andfælum og orga svo "RÆS" í kerfið. Maður var stundum kominn á fremsta hlunn með að rífa helvítis kerfið af veggnum og grýta því út í sjó. Það er alltaf vont að vakna illa.
Jæja ég ætla að fara og athuga hvort ég geti ekki sofið eitthvað, þar sem klukkan er að rétt að verða fjögur.
Hálf súrt að liggja andvaka um nætur. Þá reynir maður að lesa eitthvað eða jafnvel að kíkja á feisið eða bara einhvern fjandann til að þreyta sjálfan sig. Verst hvað maður verður pirraður af því að vera andvaka. Svefnlyf tek ég helst ekki nema þegar ég var út á sjó. Þá var óhikað skellt í sig einni Zopiclone Imovane ef erfitt var að sofna á frívaktinni. Reyndar þar sem ég svaf voru alltaf djöfuls læti, skipsskrúfan var sirka hálfan metra frá höfðagaflinum og plús veltingur og læti. En þetta er allt spurning um að venja sig við aðstæður. Ég var orðið hættur að geta sofið nema við helvítis lætin í skrúfunni og því oft svefnpillufrívaktir ef maður lenti í því að sofa í klefa fram á stefni þar sem lætin voru engin og veltingurinn var jafnan meiri heldur en fram aftur á rassgati. Í haugabrælum er bara ekki verandi framá stefni og maður hoppandi og skoppandi í kojunni. Lang þægilegast að vera afturá, þá kemur kokkurinn og ræsir mann á vaktina með því að kveikja ljós og kalla "RÆS". Ég þoldi aldrei að vakna við helvítis kallkerfið úr skipsbrúnni þar sem skipstjórinn eða stýrimaðurinn byrja á að setja af stað hávaða sem maður vaknar við með andfælum og orga svo "RÆS" í kerfið. Maður var stundum kominn á fremsta hlunn með að rífa helvítis kerfið af veggnum og grýta því út í sjó. Það er alltaf vont að vakna illa.
Jæja ég ætla að fara og athuga hvort ég geti ekki sofið eitthvað, þar sem klukkan er að rétt að verða fjögur.
sunnudagur, janúar 01, 2012
Hinar hárugu krumlur
Ég las eitt sinn draugasögu frá Dartmoor í Devon sem er um hinar hárugu krumlur. Ferðamenn koma mikið á þessar slóðir því að þarna þykir mikil náttúrufegurð. Fyrir aldartugum og árþúsundum síðan var þarna bronsaldarþorp og tengja menn jafnan þessar hárugu krumlur eitthvað við þá gömlu byggð. Margir ferðamenn og heimafólk hefur því orðið á vegi þessara handa.
Þessir reimleikar hófust á þriðja áratug tuttugustualdar þar sem léttvögnum var velt um koll, stýri svipt úr höndum reiðhjólamanns svo að hann datt og slasaði sig. Kona nokkur sem átti leið þarna um þurfti að renna bílnum bílnum út í kant þar sem hann hafði drepið á sér og fór að skoða handbókina. Finnur hún brátt mikil ónot og finnst eins og horft sé á sig. Henni verður næst litið út um framrúðuna en sér hún sér til skelfingar svær stórar loðnar hendur mjakast eftir framrúðunni. Skelfing hennar var svo mikil að hún gleymdi því að bíllinn hefði verið bilaður en hrökk hann þó í gang í fyrstu atrennu. Maður nokkur sem keyrt hafði útaf veginum á þessum slóðum sagði að fjárans hendurnar hefðu birst sér í skyndingu og rifið í stýrið. Eins var það þegar hjón sem sváfu í húsbíl sínum, vöknuðu eftir stuttan svefn og sáu hvar hendurnar voru að krafsa og skriðu svo um rúðuna ofan við svefnholur þeirra.
Spúkí staður og hinar hárugu krumlur gera þarna vart við sig af og til með banki og krafsi og mig langar að kíkja þangað einhvern tímann.
Ég las eitt sinn draugasögu frá Dartmoor í Devon sem er um hinar hárugu krumlur. Ferðamenn koma mikið á þessar slóðir því að þarna þykir mikil náttúrufegurð. Fyrir aldartugum og árþúsundum síðan var þarna bronsaldarþorp og tengja menn jafnan þessar hárugu krumlur eitthvað við þá gömlu byggð. Margir ferðamenn og heimafólk hefur því orðið á vegi þessara handa.
Þessir reimleikar hófust á þriðja áratug tuttugustualdar þar sem léttvögnum var velt um koll, stýri svipt úr höndum reiðhjólamanns svo að hann datt og slasaði sig. Kona nokkur sem átti leið þarna um þurfti að renna bílnum bílnum út í kant þar sem hann hafði drepið á sér og fór að skoða handbókina. Finnur hún brátt mikil ónot og finnst eins og horft sé á sig. Henni verður næst litið út um framrúðuna en sér hún sér til skelfingar svær stórar loðnar hendur mjakast eftir framrúðunni. Skelfing hennar var svo mikil að hún gleymdi því að bíllinn hefði verið bilaður en hrökk hann þó í gang í fyrstu atrennu. Maður nokkur sem keyrt hafði útaf veginum á þessum slóðum sagði að fjárans hendurnar hefðu birst sér í skyndingu og rifið í stýrið. Eins var það þegar hjón sem sváfu í húsbíl sínum, vöknuðu eftir stuttan svefn og sáu hvar hendurnar voru að krafsa og skriðu svo um rúðuna ofan við svefnholur þeirra.
Spúkí staður og hinar hárugu krumlur gera þarna vart við sig af og til með banki og krafsi og mig langar að kíkja þangað einhvern tímann.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)