blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: janúar 2006

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Brútus

Búinn að posta nýrri myndasögu með Brútusi. Þarf samt sennilega að skipta um hýsingu því að þessar sögur eru alltaf að hrynja út og inn í tíma og ótíma.
Helvítis drasl.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Klámblað og Brútus

Menn eru orðnir varir um sig síðan að það fréttist að ég hafði fundið klámblaðið undir dínuni í kojuni minni um borð. Einn sagðist eiga það og byrjaði að rukka mig um nýtt blað þegar það hvarf úr klefanum frá mér. Bláa spólan mín er líka horfin. Spurning hvað hefur orðið um hana, hmmmm.......

Og hér höfum við svo Brútus vin okkar með smá Bubba gríni. (Ýta svo á refresh ef sagan kemur ekki upp)

mánudagur, janúar 16, 2006

Uhhh....Shit

Það kom brælukast um daginn. Varð ég þar fyrir því óhappi að þegar ég var að henda fiskinum í kör niðri í lest þá ultu oná mig tvö kör full af Stórþorski(330 kg +330 gk = 660 kg ) Slapp furðuvel undan þessu með aðeins skrámur og smábrákaðar lappir.
Er í fríi einn túr núna.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Slæmt

Mér er sagt að maður sé það sem maður borðar. Ég var að éta Lúðu. Er ég þá Lúði ?

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Prump

Það er margt sem maður þolir ekki eins og fyrr segir. Eitt þoli ég td ekki en það er þegar einhver prumpar í minni návist. Flestir reyna að leyna fretinu en oftast fá þeir það í bakið með fýluni sem kemur upp um þá. En samt var nú einn sem var ekkert að leyna þessu og lét allt vaða. Þetta var þegar ég var að vinna hjá Ísvá sem var tryggingamiðlun en einn tryggingasalinn lét þrumuna ganga og labbaði svo fram á meðan ég og einn annar skrifstofukall héldum fyrir vit okkar til að drepast ekki úr sinnepsgas eitrun.
Ég á kannski ekki að vera að segja neitt. Ég er ekkert saklaus sjálfur. Ég prumpaði einu sinni þegar ég var að labba út úr liftu á annari hæð en liftan var á leiðinni með fullt af fólki á þá sjöundu. Svo fretaði ég í kringum fullt af fólki í Hagkaup um daginn. Stakk svo af þegar pestin gerði vart við sig. og allir héldu um nef sér og grettu sig. En þetta er þá sennilega eitt af því sem er í mínu tvöfalda siðgæði, að ég geri það sem ég vil ekki að aðrir geri. En eins og einhver sagði þá finnst manni nú eigin prumpulikt alltaf ágæt.

En allavega þá postaði ég Brútusi hér og set einnig línk á Bibba hér og Þarna til hliðar.
Góðar stundir.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Það sem ég þoli ekki

Já, það sem ég þoli ekki er eftirfarandi:

* Þegar einhver potar eða togar í peysuna mína til að ná athygli minni.
* Enska boltann.
* Leonci.
* Þegar einhver er að trufla mig meðan ég tala í símann.
* Drasl í bílnum mínum.
* Konu sem rekur ónefndan skemmtistað á Akureyri.
* Tölvuvírusa.
* læti.
* Óþægar kýr.
* Hund nágrannans.
* Stefið í Speglinum(Þáttur á rás 1 eða2).
* Þegar ég er að posta bloggi og netið hrynur u.þ.b. 1 sek. áður.
* Kólnað kaffi.
* Þjófa
* Popup
* Að detta á svelli.
* Klámmyndir með sænskum texta.