blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2004

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

HAM

Ég er mikið að hlusta á HAM þessa dagana. Líður vel með það, jájájá

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

DV LOKKAR TIL SÍN LESENDUR

Mér þykja brellurnar sem DV beytir og býsna klókar til að fá Jón Jónsson út í bæ, til að kaupa blaðið. Skoðum bara eina fyrirsögn DV í dag sem ætti að fá menn til að hrópa í angist.
YNGSTI FANGINN Á LITLA-HRAUNI LOKAÐUR INNI MEÐ BARNANÝÐINGUM.
NÍTJÁN ÁRA ÓHARNAÐUR PILTUR.
þó að útlitið sé svart í þessari fyrirsögn þá er ekki ólýklegt að fréttin lýti svona út.
Hinn nítjánára N.N.sem er vistmaður á Litla-Hrauni hefur verið settur á deild með barnaníðingum þar sem hann hefur gert fangelsisstjóra grein fyrir því að hann ætli að snúa við blaðinu að lokinni fanga vist sem lýkur eftir tæplega sjö mánuði. Fanginn var dæmdur á sínum tíma fyrir fíkniefnamisferli, þjófnaði, ölvunarakstur og fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum.
"já ég talaði við Þorstein, yfirmanninn hérna og hann tók mig af deildinni með gömlu félögunum og sendi mig hingað. Þeir eru ágætir hérna kallarnir. Við spilum Bridds hérna eftir fangavinnuna á daginn og svo fékk einn af þeim Lúdó í afmælisgjöf, þannig að menn lyggja yfir því allann daginn líka. Svo varð ég svo stál heppinn að tveir hérna á deildinni eru áhugamenn um fugla og þar sem ég er einnig mikill áhugamaður um fugla þá tölum við lítið um annað. Við höfum mikið af bókum um fugla hérna og við erum mikið til að grúska í þeim."sagði N.N."
Í samtali við Steingrím Njálsson, samfanga N.N. segist Steingrímur vera að kenna honum að þræða og bæta net, þar sem að N.N. var lofað plássi á togara eftir afplánunina.

DV er alltaf með eitthvað svona.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

KALLI BJARNI VARÐ HLESSAÉg skrapp út að keyra í leiðindunum og þvældist svona hér og þar um Efra-Breiðholtið og rendi svo um götu eina þar sem einhver hljómsveit er með æfingaraðsöðu. Þar sá ég að Kalli úr ædolinu sóð fyrir utan og var að kjafta við einhvern. Pældi ég sossum ekkert í því en þannig vildi til að ég fékk einhverja þrá til að fíflast aðeins og renndi aftur í gegnum götuna og þar sem ég er á sjálfskiptum bíl stóð ég bensínið gjörsamlega í botn þegar ég var alveg að verða kominn að Kalla og þaut framhjá með vélina svoleiðis þanda (heyrist hátt). Kalli leyt á mig stórum augum eins og ég væri fæðingarhálviti.
Mér fannst þetta frásagnarvert.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

GNÍA-GNÍA-GNI-GNI-GNI

Nú er ég búinn að sanna það vísindalega að gníagnítónlist (harmónikkutónlist) hefur róandi áhrif á ungabörn. Þannig er að strákurinn minn grenjaði alveg óskaplega um daginn og ég var þá að reyna að hugga hann. Svo setti einhver Gíagníið á fóninn og spilaði dálítið hátt, en þá steinþagnaði sá stutti og vuvvaði bara og slefaði með. Svo prufaði ég þetta aftur síðar og það skotvirkaði. Drengurinn sofnaði bara.
Merkilegt

mánudagur, ágúst 16, 2004

SKÁPÚÐAR


Já eitt sem ég sá þarna á sæðingardeildinni (fæðingardeildinni) var að þar stóð á einni skúffuni á ganginum orð sem ég fæ engan botn í. "Skápúðar". Hvort er átt við um Ská púða, púða sem eru notaðir í eitthvað til að leggja eitthvað á ská eða Skáp úða, úða til að úða í skápa, hreinsiefni mögulega. Kannski er þetta prentvilla og orðið sé skáppúðar eða púðar sem notaðir eru til að hafa innan í skápum. Veit ekki til hvers en orð þetta þykir mér dularfullt. Það liggur beinast við að ég fari þarna niðrettir til að gá í skúffuna og sjá hvað þetta er, skápúðar.
Tímarit á Norsku

Hvaða helvítis árátta er þetta. Ég var á fæðingardeildinni um daginn eins og flestir vita. Þá var ég alltaf að bíða eitthvað og var þá alltaf að reyna að finna mér eitthvað til að lesa í tímaritabunkunum en fann andskotann ekkert nema norsk slúðurtímarit.
Ég spyr, HVAÐA FÁVITA DETTUR Í HUG AÐ PANTA SLÚÐURTÍMARIT FRÁ ÚTLÖNDUM TIL AÐ HAFA Á ÍSLENSKUM BIÐSTOFUM. Þetta er bara rugl. Hver kann norsku hérna. Ég meina því ekki bara að setja gölt í stíju með hrút og athuga hvort þeir fara ekki að ríða í rassgat. Það er álíka viskulegur andskoti.


sunnudagur, ágúst 08, 2004

Trú er óþarfi

Fólk drepur fyrir trúna. Fólk er pyntað fyrir trúna. Fólk deyr fyrir trúna. Fólk er drepið fyrir trúna.Þetta eru staðreyndir sem við daglega heyrum um í fréttum og lesum um í mannkynssöguni.Það á bara að leggja niður trúarbrögð. Enda eru þau óþörf. Við lifum hér og svo drepumst við. Þegar við drepumst slökknar á okkur. Engin hugsun engin persóna. Allt dautt. Menn verða dauð kjötstykki og ekkert með það. Ekkert himnaríki, ekkert helvíti og enginn hin vídd eða endurfæðing.Trúarbrögð eru bara til þess að gera fólk ruglað og gerir fólk kolvitlaust.Múslimar eru morðóðir, Kristnir eru líka morðóðir og Gyðingar eru bara Júðar.Væri ekki heimurinn dásamlegur ef ekki væru til nein trúarbrögð, ef enginn væri að rífast um þetta lagað.

laugardagur, ágúst 07, 2004

UPP UPP UPPÁ FJALL......
 

Ég geri ég ráð fyrir því að þig kannist við lagið:
  Upp upp uppá fjall,
  Uppá fjallsins brún.
  Niður niður niður niður.
  Alveg niðrá tún.
Ég og Trausti fundum það út, að þessu er hægt að breyta. Þannig er að það er smá hæð fyrir ofan bæinn Brún í Reykjadal og á hæðinni er tún. Þannig má bæði framkvæma og syngja:
  Upp upp uppá fjall,
  uppá fjallsins tún.
  Niður niður niður niður.
  Alveg niðrá Brún.
Það er vit í þessu.


föstudagur, ágúst 06, 2004

ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍJJJJJJJJEEEEESSS....
 
Hringdi í Tvíhöfðann í morgun og þeir gáfu mér Tv-Höfða diskana. Auðvitað átti ég að vita svarið við spurningunni um Gísla Martein, en þeir gáfu mér diskana samt. Ég hef nebbilega því miður ekkert horft á þessa þætti þar sem eitthvað vesen er með Popptívíið hjá mér. Eða það er eitthvað ekki tengt í örbylgjuloftnetið eða eitthvað svoleiðis og ég þarf að fara uppá þak til að redda því en ég kann ekkert á það. Í hæsta falli dett ég bara niður af þakinu og hálsbrýt mig eða eitthvað þh rugl. Þá verð ég lamaður fyrir neðan háls og ég er ekkert að nenna því.
En öngvu að síður þá er ég kominn með þessa þætti gulltryggða í mínar hendur og þá er ekkert annað að gera en að horfa á.
Jæja það er best að ég fari að snyrta á mér klaufirnar, pússa hornin mín og greiða halann.