blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2011

laugardagur, mars 12, 2011

Er þessi bloggsíða mín að drepast?


Sennilega er eitthvað andleysi að ganga yfir mig. Ég hef varla nennt að pára niður einn einasta status á facebook. Þetta er eitthvað... veit það ekki. Maður sest niður og reynir að hugsa upp eitthvað sniðugt en það er ekkert á seyði í heilabúinu og ekkert að gerast. Engin þungi. Ekkert flæði né hreyfing. Engar sveiflur, blæbrigði né breytingar. Og ef hlustað er grannt, heyrist hvorki tónn, hrynjandi né taktsláttur. Bara..... alls ekkert. Og svo babbla ég um þetta andleysi hérna á blogginu.

fimmtudagur, mars 03, 2011

Fara yfir enn og afturStefni á að klára yfirferð nr. 97485644681, fyrir næsta mánudag. Mikið er á auman rithöfund og uppgjafasjómann lagt. Æ mig aumna auman.