blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: desember 2012

laugardagur, desember 29, 2012

Gleðilega hina hliðina á kasettunni

En jæja Maður vaknar á morgnana og það birtir seint og þá bíður maður eftir því að það dimmir aftur. Svoleiðis er ég. Ég vil hafa myrkur. Já ég hlýt að vera vampíra eða eitthvað. Reyndar finnst mér blóð ógeðslegt á bragðið þó að mér finnist voða gott að éta súran blóðmör. Jújú en auðvitað fagnar maður rísandi sól. Sumrin eru yndisleg, sérstaklega þegar veiðistangirnar mínar eiga í hlut og gráðugir silungar. Stundum finnst mér samt að þeir mættu vera gráðugri. Árið fer svo að verða búið svona hvað úr hverju og er örugglega hægt að finna eitthvað sérstakt á þessu ári sem ekki er hægt að finna í gömlu árunum og verður ekki í þeim sem koma, ef einhver verða. Já, það er alltaf verið að spá heimsendi. Enívei, við hjónin eignuðumst okkar, þriðja barn, bókin mín Afturgangan var loksins gefin út og ég fór að leika í kvikmyndum. Það er svona það helsta sem átti sér stað á árinu plús eitthvað fleira smádrasl sem ég nenni ekki að telja upp hér. Fór að vinna í sjálfum mér á andlega sviðinu. Gekk mis vel og tilvistarkreppuskeiði mínu er ekki lokið og þarf helling að taka til í hausnum áður en náð verður í höfn. Maður skánar lítillega dag frá degi, staðnar kannski svo vikum skiptir og heldur svo áfram að lagast og uppgötva nýja hluti sem koma sjálfum mér í jafnvægi. En svo kemur nýtt ár og maður vonar að það verði frábærasta og bestastasta ár í heimi. Þetta verður auðvitað bara sama kasettan, vetur, vor, sumar, haust, vetur og svo er kasettunni snúið við. Lofa engu með nýja bók á árinu en reyni að stefna á það. Þ.a.e.a.s. ef bókaforlögin fara ekki að fávitast til þess að setja offramboð af titlum á markað eins og í ár, þvílík fífl. Svo verður kosið til alþingis og karpað endalaust um hlutina og öllu lofað upp í stútfullar ermar sem eiga eftir að rifna undan svikaloforðum. Þetta fer nú í vitleysu, ég er viss um það.