blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2007

föstudagur, ágúst 31, 2007

PJUHHH....

Síðustu tvær vikur fyrir tilviljun hef ég verið staddur fyrir framan sjónvarpið með stillt á rúv akkúrat á þeim tíma sem þættirnir The Street, eru sýndir. Þó að þetta séu venjuleg bresk vitleysa markaðsett fyrir kerlingar og aðra plebba þá er gott skemmtanagildi í þessum þáttum. Ég er ekki vanur að horfa á breska þætti í sjónvarpinu. Mér var líka að detta í hug hvort að fólkið í landinu hefði ekki gott af því að vera án sjónvarps á fimmtudögum eins og í gamladaga. Ég vil taka þetta upp á ný. Hafa internet og gsm með í dæminu. Fólk hefði svo gaman af því að fara í heimsókn eða spila á spil. Jafnvel að hlusta á útvarpsleikrit. Man vel eftir þessu þegar ég var lítill.
Namm ég var að éta síld og rúgbrauð. Djöfull rek ég við af því. Það er þó að mestu liktarlaust. Hei einu sinni rak ég svo ógeðslega fúlt við í herberginu hans Símonar að hann hélt að kötturinn sinn hefði verið að reka við.
Pælið í því.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Dæmalaust þetta

Það nennir enginn að taka þátt í þessari helvítis getraun. Ykkur er nær. Þá fær enginn bíóferð fyrir tvo í verðlaun. Ég fer bara sjálfur í bíó. En svarið við þessu er auðvitað Rosemary og Fred West. Þau urðu fræg þegar upp komst um þau athæfi hjá þeim að drepa fólk og grafa það í garðinum hjá sér eða steipa fólkiið niður í kjallara hússins. Það gott þegar hjón hafa góða samheldni og hafa sameiginleg áhugamál. Einnig seldi konan blíðu sína og oftar en ekki var maðurinn milliliður í þeim viðskiftum. Svo tók hann allt upp á myndband að sjálfsögðu en það er nú enn ein áráttan hjá fólki. Alveg merkilegt helvíti. Framkvæma sjúklegar kynlífs athafnir og taka þær upp á myndband. Rugl.
En jæja, það er samt búið að vera líf í bænum síðustu daga. Hér hjóla menn í djöfulmóð um götur bæjarins berir og sjálfsfróandi fyrir framan ungar stúlkur. Sjálfsagt einhver að æfa sirkusatriði. Djöfuls gredda í sumu fólki.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Sú rauðhærða og getraun

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sem mikill aðdáandi rauðhærðu afturgöngunar tók ég mig til og horfði á myndina. Fékk pantaðan tíma til þess arna hjá Rúv og plataði Írisi til að horfa á hana með mér(ég þorði ekki einn). Ég reyndi nú að teyma Símon á augnlokunum til að fara með en hann þorði bara alls ekki að fara og þar við sat. En ég fór þarna í Rúvhúsið og sá allskonar lið eins og Boga fréttaþul, Óla Palla, Jónas Jónasson og aðra svipaða jólasveina.
En afturgangan, já. Mikið djöfull fannst mér hún alltaf jafn ógeðsleg. Helvítis óhræsið. Það var mesta ólán að ég skyldi sjá myndina þegar ég var krakkaskítur. Maður var alltaf að drulla í buxurnar af hræðslu og ekki bætti úr skák að sumir voru alltaf að hræða mann á þessu. Merkilegt hvað það tókst nú alltaf vel til. En hér að neðan er svo gáta. Sé til hvort það verða verðlaun.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hvaða hjónakorn eru þetta ?

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Hvorki Bubbi né pólskar pylsur

Ég prufaði að gefa hinum ógeðslegu pólsku pylsum annan séns. Ég henti þeim á grillið og át. Nei, ekki kaupa þetta. Það er alveg sama hvað þú gerir við þetta þetta er alltaf jafn vont. Svo og ropbragðið á næstu klukkutímana á eftir.

Hvað haldiði nú ? Ég ætlaði að sækja eitthvað af lögum með Bubba Morthens á netinu og skoðaði gaumgæfilega lögin sem í boði voru. Nei nei ég er bara kominn með ógeð á þessu öllu. Ég einhvern veginn tók út mitt Bubbatímabil spilaði allt með honum sem tönn á festi og er bara kominn með ógeð á því öllu eins og það leggur sig vegna þess að ég nauðgaði því. Það vill brenna við hjá manni. Einu sinni var ég alltaf að hlusta á Bítlana og Lennon. Kominn með ógeð núna. Æi þetta verður svona þegar búið er að spila sama stuffið hundraðmilljóntrylljónsinnum.

Hvað er þetta með sumt fólk. Ef A vill ekki hafa B í garðinum sínum þá segir A "farðu heim til þín" Ef ég vil ekki hafa einhvern í garðinum mínum, fjósi eða refahúsi þá hefði ég hefði nú frekar sagt "Farðu eitthvað annað". Ég vil ekki ráðskast með fólk utan við mín hús, lóð eða landareign. Ef ég vil ekki hafa einhvern nálægt mér og ég bið hann að fara þá skiftir það mig ekki neinu máli hvert hann fer. Hann má fara heim, í sjoppuna eða upp í heiði fyrir mér. Betra væri nú samt ef viðkomandi færi í rassgat því að ef ég bið einhvern að fara af mínu umráðasvæði eða bara bið viðkomandi um að vera ekki nærri mér þá er það líklega af því að mér leiðist viðkomandi.
En ég er ekkert að skipa honum að fara heim til sín. Það er svo vitlaust.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Fóstbræður Rabbabari og TaB

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hef nú hér í dag og í gær verið að dunda mér við að horfa á Fóstbræður á youtube og á spólum sem ég hef haft undir höndum. Flest er nú helvíti gott í þessu en annað er nú alveg út úr öllum kortum og sumt skilur maður bara ekki. Jæja, en það er samt hægt að hlæja af því vegna þess að það er svo vitlaust. En gallinn við fóstbræður finnast mér vera þessir útúrteygðu og langdregnu sketsar eins og kynþáttafordómar, heimsókn til Kidda safnara eða Þegar dekkið springur á bílnum hjá Þorsteini Guðmunds og hann leitar hælis á sveitabæ þar sem allt heimilisfólkið er geðveikt. Það er gott hugmyndarflug í þessum sketsum og þeir eru vandaðir en sketsar eiga bara að vera stuttir. Jæja ég skal ekki segja. Misjafn er smekkur manna.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Grillaða hamborgara hef ég verið að leggja mér til munns þessa dagana. Ætla að grilla mikið um helgina líka. Hamborgara og pylsur. Ég hugsa að ég muni gefa hinum ógeðslegu pólsku pylsum annan séns. Máski að þær séu betri grillaðar. Verst þykir mér að TaB sé ekki fáanlegt lengur. TaB var skársti sykurlausi kóladrykkurinn. Jæja en fólk er fífl og vill ekki sjá það sem gott er. Drekkiði meira kók og pepsí með sykri. Þetta eru afurðir úr helvíti.
En nú ætla ég að fara út í garð og ná mér í Rabbabara sem ég dýfi svo í sykur áður en ég ét hann. Ég var líka að spá í að fá mér vindil núna.
Lifi TaBið.