blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2010

mánudagur, mars 29, 2010

Óstuð

Ég hef aldrei verið í jafnmiklu bloggóstuði og núna. Bara gjörsamlega tómur þessa dagana. Það er nú það.

föstudagur, mars 26, 2010

Fjör

Fékk þessa mynd inn um póstlúguna í gær. Topps 81-82, Kareem Abdul Jabbar. Alltaf voða gaman að fá eitthvað annað en gluggapóst og reikninga senda heim.

sunnudagur, mars 21, 2010

Keðjuskítadreyfari

Þá var nú skroppið að Húsafelli þessa helgina og gert ekki rassgat þar nema að liggja í leti og éta. Svo er nú ekkert eins gaman í slíkum sveitaferðum að sjá gamla sígilda hluti á borð við Zetor, rússajeppa og keðjuskítadreifara sem þeytir skítnum út, út um síðuna. Buslugangur alltaf í þannig apparati þegar keðjurnar frussa drullunni út um allt tún. Skemmtileg sjón. En það var sumsé letihaugast í þessum sumarbústað og gert ekki neitt. Heitipotturinn var voðavoða góður. Svakalega gott að letihaugast þar. Reyndar var skroppið og fengið sér ferskt loft við Hraunfossa. Þeir eru fallegir. Seisei já. Ætti maður ekki að storma austurfyrir fjall og reyna að sjá eldgos.

----------------------------------

Þetta er diskur sem fylgdi Pampers bleiunum sem við keyptum fyrir soninn. Spilunin var eitur í eyrun allan diskinn og ef ekki væri fyrir þetta mp3 blogg hérna þá hefði diskurinn fengið að fjúka út um bílgluggann á leiðinni heim úr búðarferðinni. Nei ég segi það kannski ekki. Maður þarf allavega að vera búinn að fá sér vel í haus til að fíla þetta.


Angelique Kidjo - You Can Count On Me


Angelique Kidjo - Tobolo


Angelique - Didjo - Kelele


Angelique Kidjo - Aisha

föstudagur, mars 19, 2010

....og síðan hoppsa bomm.

Helvítis læti eru þetta. Akkúrat núna eru einhverjir að öskra hver á annan úti á götu. Karl og Kerling. Kerlingin öskrar þó mest og er í annarlegu ástandi. Ætli ég verði ekki að hringja á lögregluna. Jæja en helgin er framundan og eitthvað verður gert. Þó ekki meira en að gera ekkert, éta góðan mat og hanga í heitum potti. Það er alltaf bezt að gera ekki neitt finnst mér. Já ég er letidýr og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þó ligg ég ekki í leti lengi í einu nema þó þegar ég tek mér langar letirispur. Ég verð nefnilega vitlaus af því að gera ekkert mjög lengi. Þá er ágætt að tékka á póstinum eða skreppa út í sjoppu og fá sé pylsu eða og velja sér mynd fyrir næstu letitörn. Bækur eru fínar líka en ef ég er í einstaklega miklu letikasti þá nenni ég ekki að lesa. Jæja nú hringi ég á lögregluna.

Leftover Salmon - Baby Hold On

þriðjudagur, mars 16, 2010

Það birtit til

Jééééé hvað það er pirrandi að horfa á sjónvarpið með bilaða fjarstýringu og þurfa að skipta um sjónvarpsstöð á gamla mátann. Þá sjaldan sem ég nenni að horfa á kassann. En jæja, núna er vorið á næsta leiti, maður finnur það. Ég held nú samt að það eigi eftir að koma eitt allsvakalegt snjóprump svona fænalí. Allavega þá verður kannski hægt að skreppa á veiðar eftir einn og hálfan mánuð. Ég skrapp nú reyndar upp að Reynisvatni í gær að gamni mínu og hitti þar menn sem veitt höfðu nokkra silunga. Þetta er bara svo mikið helvítis óæti svona um hávetur. Ég nennti ekki í geymsluna eftir veiðistönginni enda á þetta ekki við á þessum tíma ársins. En það er að birta til á þessu grjótskeri og það er gott lyf á tilvistarkreppuna.
----------------------------------------
Músíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsík
Death Cab For Cutie - Stable Song

mánudagur, mars 15, 2010

Fáránlegt

Það er nú bara vor í lofti og ég fór út að grilla hamborgara í kvöld. Ég veit það hljómar sick svona í miðjum mars en mér finnst gott að bregða út af vananum. Ég veit það ekki.
Er hægt að detta upp stiga ?

laugardagur, mars 13, 2010

Útsýni við að drulla

Helvíti magnað. Ég fór og keypti að éta í Nings í gærkvöldi. Þurfti ég svo skyndilega að skíta og fékk víáttubrjálæði á meðan ég hleypti honum út á klósettinu þarna á staðnum. Það er alveg svakalega gott útsýnið þarna af dollunni. Yfir Grafarvoginn og út yfir sundahöfn. Ég hef ekki fengið svona gott útsýni út um klósettglugga síðan ég bjó á Laugum forðum daga. Þar var útsýnið niður að Reykjadalsánni og yfir mest allt Laugaþorpið og svo bæjirnir suður með dalnum. Það er gaman að drulla og fylgjast með mannlífinu á meðan. Já ég á eftir að skíta á Nings aftur. Það er alveg pottþétt.


Girlicious - Stupid Shit


Christian - That Shit


Bloods & Crips - Gangsta Shit

mánudagur, mars 08, 2010

Achtung


Wolfenstein leikirnir. Ég er aðdáandi Wolfenstein leikjana. Heilmikill aðdáandi. Það er að vísu galli að þurfa alltaf að vera bandarískur hermaður að drepa þjóverja. Nema hvað að þegar ég er að spila Wolfenstein á netinu þá hef ég val og er ég að sjálfsögðu þýskur hermaður að freta á kanann. Músíkin er líka góð í þessum leikjum og einnig músíkin sem hefur verið gerð úr leikjunum. Jæja, alltaf í boltanum, er það ekki?

HormonE - Achtung Wolfenstein

föstudagur, mars 05, 2010

Goggogogogogogogogogg

Maður situr bara heima og lætur sér leiðast. Spurning hvað komandi helgi kemur til með að bjóða upp á. Kannski eldgos í Eyjafjallajökli. Sjálfsagt kominn tími á hann síðan 1821 - 1823 og þar á undan árið 1612. Illu er bezt af lokið. Það á einnig við um Kötlu. En ég nenni nú ekkert að þvarga um eldgos. Guð ræður þessu sjálfsagt öllu saman. Það þarf ekki annað en að það liggi eitthvað illa á kallinum og þá getur hann sett alveg heilmikil eldgos af stað. Við sjáum til. Mér finnst alltaf helvíti sniðugt að búið sé að breyta gamla vinnslusal mjólkurkexins í listasafn. Skárra þó heldur en að allt draslið standi autt. Þó stendur þessi neðstahæð skúlagötu 28 auð og eyðilögð í sögunni sem ég skrifaði og er þá íverustaður dópista og götuhyskis. Það verður gaman að vita hvort sögufjandinn kemur út á árinu. Það kemur í ljós bráðum. Rétt bráðum. Svo hef ég nú kvöldið fyrir mig í bardús. Ég nenni ekki út að gera eitthvað af því að ég er innipúki í hágæðum. Ég límdi saman módel um daginn eða þrjár plastflugvélar í einum rykk. En ég nenni bara ekki að horfa á sjónvarpið. Alltaf best að hafa slökkt á því. Já mér finnst það. Ég held nú samt að ég komi til með að nota kvöldið í að flokka körfuboltamyndir. Nóg að gera við að djöflast í því dóti.
---------------------------
Satyricon er assgoti skemmtilegt band. Fínt að blasta þeim við og við. Já, fínt að botna músíkina þeirra þegar maður er einn í bílnum. Það nennir hvort sem er enginn að hlusta á þetta með mér.

Satyricon - Hvite Krists Død

miðvikudagur, mars 03, 2010

Veskan mín

Keypti mér nýja veiðitösku í dag. Hin var of lítil og reyndar rifnaði hún í fyrrasumar. Hún var jú, of lítil. A.m.k. kem ég kaffibrúsa fyrir í þeirri nýju. Það var ekki hægt með gömlu töskuna. Þess vegna rifnaði hún. En það er fínt að græja sig dálítið upp fyrir sumarið. Jább veiða mikið í sumar þó að það sé kreppa. Allir eru í helvíti á meðan ég fer í lax. Heldurðu að það sé hemja.
------------------------

Leftover Salmon er gott band sem mér finnst ágætt að þeyta undir nálinni. Þetta er svona bluegrass, rock, country. Fínt til að svona, jahh, dilla tánum með þegar maður er að lesa eða prjóna eða raða frímerkjum eða bara flokka körfuboltamyndir eða bara að dunda eitthvað í rólegheitum. Hnýta flugur kannski.

Leftover Salmon - River's Rising


Leftover Salmon - Tangled Up In Blue


Leftover Salmon with Taj Mahal - lovin'in my baby's eyes

mánudagur, mars 01, 2010

Púff

Helgin var á allan hátt vel heppnuð. Komst því miður ekki á Nýlistasafnið Í Reykjavík sem opnaði í nýju í gömlu kexverksmiðjunni þar sem ég vann nú forðum daga. Það er dálítið spennandi að sjá hvernig þetta er orðið þarna núna. Ég kíki þangað bráðum og sé það þá. Annars hef ég ekkert að segja núna. Er alveg tómur.