þriðjudagur, júlí 29, 2003
Þá er ég hérna, pintlarnir ykkar. Ég fékk bílinn minn í fyrradag úr viðgerð og varð voða happy yfir að geta nú loksins hætt að nota strætó. En um kvöldið var bara klesst á mig. (ég var í rétti)Djöfulsinsandskotans bara. Bíllinn er alveg gangfær og allt það. Bara beyglað bretti og hurð. Ég fer alveg á honum þó að ég þurfi að ganga um farþega megin og klöngrast yfir í bílstjórasætið og fá gírstöngina upp í rassgatið á leiðinni. Ég er búinn að kaupa varahlutabíl og laga þetta sjálfur. Svo fæ ég örugglega slatta út úr tryggingonum. ;)
mánudagur, júlí 21, 2003
Ég og Trausti höfun notað orðið "pintill" nokkuð undanfarið og án þess að vita nokkuð hvað orðið "pintill" þýðir. Við höfum notað þetta orð yfir "pistill" og svo var nikk neimið hjá mér á msn, Pintill. Svo hef ég alltaf haft þá hugmynd í hausnum að sá böðull sem sér um að pína fólk til að játa á sig eitthvað eða pína einhvern til dauða, væri kallaður "pintill" því að hann, jú, pintar. Þetta orð datt mér bara í hug þegar ég var lítill að leika mér einu sinni. Veit ekki af hverju. Svo dróg forvitni mín mig nær þessu orði "pintill" og ég ákvað að gá hvort þetta orð væri til í íslensku orðabókinni. Viti menn ég fann orðið "pintill". Pintill er samkvæmt þessari ágætu skruddu, getnaðarlimur hvals. Þá má einnig líka skrifa "pyntill". Þá vitiði það. Annars gerði ég gerði ekkert um helgina. Eitthvað voða lítið. Jú ég eldaði mat og bjó til ónýta sósu og ofsauð spagettí. Ég reyndi að þvæla þessu oní mig en henti þessu svo bara. Þetta var vont. Ég Ég sauð þess í stað hrísgrjón og át það með túnfiski. Það var ágætt. Ég gaf þessum ágæta einfalda rétt, nafnið Thai tuna shit. Svo er ég að vonast til þess að bíllinn komist úr viðgerð í vikunni. Þetta er ekki hægt svona. Svo er fundur hjá mér í dag. Þryfti að stunda fundina betur en ég hef gert undanfarið.
laugardagur, júlí 19, 2003
Ég var að pæla í svona mannshvörfum og svona dóteríi en nokkuð margir hafa horfið hér á klakanum frá því að seinni heimstyrjöldinni lauk, eða í kringum 50 pesónur sem hafa horfið sporlaust. Jú sumir hafa e.t.v. fyrirfarið sér og aðrir verið myrtir og líkin verið falin. Svo hafa orðið slys, einhver dottið í djúpa gjótu sem engin vissi um eða dottið í sjóinn, drukknað og líkið rekið á haf út og aldrei fundist. Ýmis mannshvörf hafa einnig valdið miklu fjaðrafoki og látum, eins og Guðmundar og Geirfinnsmál. Svo er einn möguleiki sem mér finnst alveg koma til greina og mér finnst flestir gleima að nefna. Það er rán af geimverum. Margir hafa horfið alveg sporlaust og hvorki tangur né tetur fundist af þeim sem hvarf. En svo eftir kannski 30 ár, hvað gerist ? Sá/sú sem hvarf, allt í einu púff, byrtist aftur. Alveg eins og hann/hún var þegar hann/hún hvarf. meira að segja í sömu fötunum og allt. Vandamálið er bara hann/hún mann ekki rassgat hvað gerðist allan þennan tíma og heldur meira að sega að það sé ennþá árið 1973 en ekki 2003 og verður því alveg standandi tussu bit yfir þessu. Flestar þessar persónur hafa gengist undir sálarrannsókn og verið spurðar spjörunum úr í gegnum dáleiðslu og þá hefur margt komið í ljós. Fólk hefur talað um einkennilega hluti eins og t.d. að vera tekinn með valdi í skrítna flaug sem var eins og diskur í laginu og gerðar tilraunir á þeim þar inni svo og ferðalög inní aðrar víddir. Spúgí að vera rænt af geimverum og verða skilað svona aftur eftir langan tíma og látinn halda að ekkert hafi gerst. það er crípí
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Jæja ég heirði það nú bara rétt si svona í fréttum útvarps í gær að það væri vísindalega og læknisfræðilega sannað að það væri holt fyrir karla að rúnka sér. Jæja ekki rengi ég það en einn gaukur sagði mér það að menn verði heimskir af því. Jæja hann er þá sennilega bara að réttlæta eigin heimsku. En ég er samt ósáttur með tilveruna núna. Já, ég er ekki ánægður. Það er þetta helvítis Idol sem er að fara að byrja og mun sennilega tröllríða þjóðinni í rassgat allan næsta veturinn og verði fast í heilabúi landsmanna eins og hildar í belju. Jæja ég tjái mig ekki frekar um þennan andskota en harma mjög að þetta verði viðloðandi hér á landi. Ég bara þoli ekki þessa þætti. Bara hreint út sagt. Jæja ég er farinn. Og hvar eru svo kommenntin. Já svona útmeðða, þarna.
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Ég var í vinnuni um daginn, sem reyndar er ekki frásögufærandi nema hvað að ég fór að fíflast. Ég var að leiðbeina einum frá Serbíu að tala íslensku. Einfaldar orðasamsetningar eins og Mig langar, ég þarf eða Hvað er þetta. Svo spurði ég hann hvot hann gæti sagt þetta og bunaði út úr mér: Vaðlaheiðarvegavinnuverkamannavinnuvélaverkfæravinnuskúralyklar. Hann rak upp stór augu þegar ég hafði lokið þessu langa orði en þegar hann sá hvað ég var stríðnislegur í framan, bunaði hann þessari þvælu útúr sér: Skomensisozbesisasmalusosusasmasibioskomeisa svimasasmalusosusasma og ég varð jafn kálfslegur í framan og hann þegar ég hafði saggt mitt. Eins með eitt sem einn arabinn þarna niðurfrá kenndi mér er þetta: Femusteffhemmmheddesteffhemmnehomm. Það er gaman af þessu er það ekki. Svo er Geiri stórvinur minn og frændi kominn með heimasíðu líttá
þriðjudagur, júlí 15, 2003
Ég vil taka það fram að ég tala eingöngu um bíómyndir sem mér líkar að horfa á, nema þá að mér finnist viðkomandi bíómynd svo mikil hömung að ég sjái mér ekki annað fært en að vara fólk við. Þá er ég að tala um bíó myndir eins og Fast and the furious eða The 4th floor svo eitthvað sé nefnt, sem geymist í kvikmyndaklósetti veraldar.
mánudagur, júlí 14, 2003
Ég fór á leiguna í gær og tók myndina The Ghost world með Thora Birch, Scarlett Johannson (kannast ekkert við þær gelgjur) og svo Steve Buscemi. Þetta var hrein snilld þrátt fyrir að vera svona stelpu mynd(sem ég nenni yfirleitt aldrei að horfa á). En Steve stóð sig frábærlega með leik sinn í myndinni eins og alltaf. Hann leynir á sér, strákurinn sá arna. Heyrðu svo sá ég Psycho 2, á Stöð tvö í gær og konan mín líka. Hún varð svo hrifin að ég fór og tók mynd nr. 1 til að sýna henni(ég hafði séð þá mynd áður). Mér finnast þessar myndir alveg einstakar á sviði hryllingsmynda. Það segi ég satt.
sunnudagur, júlí 13, 2003
Well..! Ég keirði með frúnni í gær þangað sem tengdó eru að byggja sumarbústað. Ég fór mikinn, drakk kaffi, tjaldaði ónýtu tjaldi og smíðaði tröppur uppí bústaðinn. Jamm það tókst bara nokkuð vel. En þetta með tjaldið, þá hafði því ekki verið tjaldað síðan um verslunarmannahelgina í fyrra og hafði því bara verið í geymslunni síðan þá. Sennilega hefur komist raki í geymsluna því að tjaltið var eins og handkæði sem er búið að lyggja lengi einhvarstaðar blautt í plastpoka. Já það var vond lykt af því. Ég íhugaði einhverjar lausnir. Svosem að sofa undir berum himni eða í læknum eða bara sprengja mig í tætlur en lausnin varð sú að við sváfum bara í bílnum um nóttina. Sennilega hendi ég bara tjaldinu.
föstudagur, júlí 11, 2003
Nei nei nei....Djöfull líst mér á það maður. Tveir dáðadrengir gengnir til liðs við LA Lakers, þeir Gary Payton og Karl Malone. Það verður sko gaman að fylgjast með þessu á næsta NBA leiktímabili maður. Þeir hljóta að verða meistarar næsta tímabil það getur ekkert annað verið. Það yrði að sjálfsögðu gaman fyrir greyið hann Malone, vegna þess að hann hefur víst aldrei fengið að fagna meistarasigri, þrátt fyrir langan feril. Þetta verða sum sé skipað af Kobe, Shaq; Payton og Malone.
Ég er svo búinn að komast að því að gosdrykkurinn Mountain Dew er aðveg snilldargóður drykkur. Hann slær kók og sbræt alveg út. Ég tek Mountain Dew alveg fram yfir þá drykki. Annars er ég búinn að vera hálf veikur í dag og í gær. Svo erum við Íris hætt við Þýskalandsferðina vegna ýmisa hluta en förum þess í stað heim í Suður-Þingeyjarsýslu, sem ég held að sé bara miklu betra. :)
Ég er svo búinn að komast að því að gosdrykkurinn Mountain Dew er aðveg snilldargóður drykkur. Hann slær kók og sbræt alveg út. Ég tek Mountain Dew alveg fram yfir þá drykki. Annars er ég búinn að vera hálf veikur í dag og í gær. Svo erum við Íris hætt við Þýskalandsferðina vegna ýmisa hluta en förum þess í stað heim í Suður-Þingeyjarsýslu, sem ég held að sé bara miklu betra. :)
fimmtudagur, júlí 10, 2003
Hvernig ætli það sé að vera andsetinn. Svona þegar djöfullinn fer inní mann og fer að láta dólgslega við annað fólk. Ég sá mann í strætó um daginn og hann var við það að verða andsetinn. Það var afþví að hann átti í einhverjum heiftingum við einhvern í gsmsímann og talaði djöfullega við þann sem var hinumeginn á línunni. Svo steig hinn andsetni út á hlemmi eins og ég gerði og öskraði einhver blótsyði á viðmælanda sinn hástöfum og nnnnnnneeegldi símanum í gangstéttina með svo miklum látum að síminn fór í öreindir og stykkin þeyttust um allar áttir. Svo að lokum tók manni sig stöðu og sparkaði í vagninn svo að það kom rispa og dæld í hann. Svo skundaði hann í burtu en á vegi hans varð gömul lítil kona með staf og vað svolítið í vegi fyrir honum. Hann svegði sér bara framhjá gömlu konuni sem varð nærri dottin og öskraði um leið á hana"FARÐU FRÁ". Hefi ég aldrei séð andsetinn mann fyrr en nú langar mig að prófa að vera það einhvern tíma.
þriðjudagur, júlí 08, 2003
Æi já maður er að standa í einhverju stríði núna við gunnare og reyndar líka katrin.is. Eða hún varð kveikjan að því. Nei nei mér leiðist bara þegar menn eru á móti því að fólk reyni að búa þar sem það vill búa og rakka það niður fyrir það. Æi það er bara lásí að mínu mati. Sérstaklega þegar menn vita ekkert um það hvað það er að búa úti á landi. Svo þessi gunnare fannst landbúnaður heimskulegt system. Væri þá kannski vit í að leggja allan landbúnað niður og fara að spandera í innflutning á kjöt og mjólkurafurðum og þá í leiðinni kannski verri gæðum. kannski að þessum malbikssleikjurum finnist vera vit í því að sóa úr gjaldeyrisforðanum með þessu og gera hundruði bænda atvinnulausa. Æi mér leiðast svona leiðindi og hef reynt að vera eins kammó og hugsast getur, en þegar að kemur að svona fásinnisskrifum hjá fólki verður maður bara reiður. Þannig er það..!
mánudagur, júlí 07, 2003
Jamm ég og einn náungi fórum að spjalla útfrá því sem ég skrifaði um kviksetningar (sjá 4. júlí) En sá var að segja mér að í einni af hverri 20 kistum sem hafa verið grafnar upp úr kirkjugörðum í englandi voru krafsför innan í kistulokinu. Síðan eftir að þetta gerðist voru strengdar bjöllur úr kistunum og upp, svo að sá sem lifnaði til lífrins gæti gert öðrum viðvart um að hann/hún væri á lífi. Við spjölluðum einnig um þetta ég og Trausti og komumst að því að kviksetningar, þær sökka. Eða öllu heldur, þær totta feitan hest. Einn strákur sagði mér það fyrir nokkrum árum að hann ætli að láta brenna sig þegar hann er dáinn til að fyrirbyggja að þetta gerist með sig sjálfan. Jább það er ekki gott að deyja svona. Þá er betra að láta bara kveikja í sér þegar maður drepst.
sunnudagur, júlí 06, 2003
Jamm einn gaur sem ég talaði við í dag var í sveitinni um helgina hjá einhverjum ættingjum. Sossum ekkert frásögufærandi neitt, nema hvað að hann tók þátt í heyskap. Hann var látinn snúa heyi. Djöfull öfundaði ég hann maður. Já það er slæmt að vera ekki í heyskap svona á sumrin maður. Fá að snúa, garða og moka inn heyinu. Ég man þegar ég var alltaf að moka inn með pabba í den tíð og svo þegar heyið var búið og pabbi fór og sókti meira hey. Á meðan stalst ég alltaf til að fá mér sígarettu á meðan. Usssssss..........ekki segja Pabba frá þessu. hehe......
föstudagur, júlí 04, 2003
Ég var að pæla hvað kviksetningar eru ógeðslegar. Já ég var að lesa sögu nokkra sem skeði í Grímsey snemma á síðustu öld, í bókinni þjóðsagnir og þjóðtrú. Þar voru krakkar sem voru að leika sér um kvöld við leiði nokkurt þar sem hafði verið jarðaður maður sem hafði orðið úti og dáið úr kulda. Hafði jarðaförin verið þarna sama dag. Heirðu börnin óvænt vein koma frá gröfinni. Hlupu börnin til síns heima og sögðu heimilisfólki frá þessu en því var ekki sinnt. Um nóttina dreymdi svo húsbóndann að til sín kæmi maður og bæði sig í guðanabænum að grafa upp vin sinn því að hann væri lifandi þarna í gröfinni. Í því vaknar bóndinn og var þá kominn morgunn. Hann spratt á fætur og með því sama rokinn út í kirkjugarð með reku í hönd og byrjar að moka niður í gröfina. Þegar hann var svo kominn niður að kistunni, var þá sá sem þar lá, búinn að brjóta kistulokið og búinn að krafsa sig hálfan uppúr kistunni en hafði sennilega kafnað þarna um nóttina. (enda ekki mikið súrefni þarna niðri) Þetta er óhuggulegt en satt. Sagt er í þessari bók að kvikretningar hafi verið býstna algengar hér fyrr á öldum því að eftir á að hyggja hafa oft heyrst öskur eða vein frá gröfum í gamladaga en fólk í þá daga vað svo draugahrætt að það þorði ekki að grafa niður aftur. Héldu kannski að þetta væri vein frá viðkomandi úr helvíti eða eitthvað. En auðvitað var þetta bara, ef fólk hefði hugsað rökrétt, lifandi maður í gröfinni. Þetta getur skeð þegar fólk verður úti og frýs í hel að ef viðkomandi hefur aðeins verið frosinn í stuttan tíma að þá getur verið að hann sé ekki alveg dauður og þegar hann þiðnar muni sá hinn sami komast til sinnar heilsu á ný en að hefur auðvitað gerst þarna í gröfinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)