Lesalesa
Lítið búinn að gera í dag. Búinn að vakna, sofna, vakna ekki og sofna svo meira og vakna. Ætla að éta eitthvað núna. Grilla hamborgara. Fuss vil ekki sjá gasgrill. Kolagrill gefa miklu betra bragð af ketinu sem verið er að grilla. Djöfuls gasgrillvæðing þetta er.
Svo hef ég veriðað lesa bók sem skrifuð er um Sævar Ciesielski. Hún ber heitið "Stattu þig drengur" og er skrifuð á þeim tíma sem Sævar sat inni fyrir Geirfinns og Guðmundarmál. Þar segir Sævar frá lífshlaupi sínu, æskuárunum, dvöl sinni á Breiðuvík og rannsókninni á þeim málum sem hann sat inni fyrir. En eins og allir vita þá var sú rannsókn algjör steipa og ekki fótur fyrir neinu sem átti að hafa átt sér stað í þessum málum. En ég nenni ekki að fara út í þá sálma hér. Ég tel a.m.k. að það hafi eitthvað mikið verið að hjá þeim sem sáu um þessar rannsóknir.
En svo eru þarna viðtöl við fólk sem þekkir Sævar og eitthvað fleira fólk sem tengist honum á einn eða annan hátt.
Svo er ég búinn að bæta vil hlekk á síðunni en það er línkur á hinn þjóðkunna Arthur.
Mig langar í sígarettu.
föstudagur, júlí 27, 2007
miðvikudagur, júlí 25, 2007
Orgvél
Jæja, þá á ég orgel. Þetta er gamla orgelið þeirra afa og ömmu. Amma spilaði dulítið á það og afi líka. Afi spilaði einnig á sög. Þau gömlu voru mjög músíkölsk og voru mikið fyrir að hlusta á og spila músík. Afi var lengi í kirkjukór Kópavogs og svo var hann helvíti góður með sögina og fiðlubogann. Skemmtilegt vofuhljóð sem kemur þegar verið er að spila á sög. En orgelið já. Ég hef nú löngum haft gaman af því að spila á orgelið og því gáfu foreldrar mínir mér það. Hér getiði svo hlustað á þýskann hermanna marz sem ég spilaði í gær. Nasistar nefndu lagið Horst Wessel. Njótið !
Jæja, þá á ég orgel. Þetta er gamla orgelið þeirra afa og ömmu. Amma spilaði dulítið á það og afi líka. Afi spilaði einnig á sög. Þau gömlu voru mjög músíkölsk og voru mikið fyrir að hlusta á og spila músík. Afi var lengi í kirkjukór Kópavogs og svo var hann helvíti góður með sögina og fiðlubogann. Skemmtilegt vofuhljóð sem kemur þegar verið er að spila á sög. En orgelið já. Ég hef nú löngum haft gaman af því að spila á orgelið og því gáfu foreldrar mínir mér það. Hér getiði svo hlustað á þýskann hermanna marz sem ég spilaði í gær. Nasistar nefndu lagið Horst Wessel. Njótið !
mánudagur, júlí 23, 2007
Jarðaför
Mig dreymir oft að ég sé á jarðaför. Veit ekki hvern er alltaf verið að jarða eða hvar athöfnin fer fram. Þarna er alltaf mikið af fólki sem ég þekki. Ættingjar, vinir, vinnu og skipsfélagar mínir og líka mikið fólk sem ég þekki ekki. Stundum bara eitthvað lið sem ég hef oft séð niðrí bæ eða bara einhverstaðar. En yfirleitt er ég mjög miður mín eða hágrátandi þarna.
Veit ekki hvað það táknar en þetta situr mjög í mér.
Mig dreymir oft að ég sé á jarðaför. Veit ekki hvern er alltaf verið að jarða eða hvar athöfnin fer fram. Þarna er alltaf mikið af fólki sem ég þekki. Ættingjar, vinir, vinnu og skipsfélagar mínir og líka mikið fólk sem ég þekki ekki. Stundum bara eitthvað lið sem ég hef oft séð niðrí bæ eða bara einhverstaðar. En yfirleitt er ég mjög miður mín eða hágrátandi þarna.
Veit ekki hvað það táknar en þetta situr mjög í mér.
sunnudagur, júlí 22, 2007
Búið að skemmidda
Alveg er það árátta hjá sumu fólki að þurfa alltaf að kveikja í strætóskýlum. Þetta brann fyrr í dag. Náði bara því miður ekki að festa sjálfan brunann á filmu. Þau eru þó nokkur hér í efrabreiðholti sem eru að fara alltaf á þennan hátt.
Minnir mig alltaf á símaklefan í göngugötunni á Akureyri sem þarf verulega að dytta að þegar gamlárskvöldið er búið. Ævinlega búið að sprengja hann alltaf í tætlur á nýársmorgun. Hef orðið vitni að því nokkrum sinnum þegar stórar bombur fá að njóta sín þar inni.
Alveg er það árátta hjá sumu fólki að þurfa alltaf að kveikja í strætóskýlum. Þetta brann fyrr í dag. Náði bara því miður ekki að festa sjálfan brunann á filmu. Þau eru þó nokkur hér í efrabreiðholti sem eru að fara alltaf á þennan hátt.
Minnir mig alltaf á símaklefan í göngugötunni á Akureyri sem þarf verulega að dytta að þegar gamlárskvöldið er búið. Ævinlega búið að sprengja hann alltaf í tætlur á nýársmorgun. Hef orðið vitni að því nokkrum sinnum þegar stórar bombur fá að njóta sín þar inni.
föstudagur, júlí 20, 2007
Þetta er nú þannig
Það er tvennt sem mér hefur auðnast að verða aldrei húkt á. Það er Harry Potter og Lord Of The Rings. Prufaði að lesa og horfa á hvoru tveggja og gafst fljótlega upp. Ég er bara heppinn þar. Æi þetta er svo voðalega vitlaust eitthvað. Ég hefði kannske fílað þetta þegar ég var 10ára.
Á sínum tíma lásu allir sögurnar um Ísfólkið. Mamma á allar bækurnar og ég var að hugsa um að gefa þeim bókmenntum sama séns og Harry Potter og Lotr. Sjáum hvað setur.
Það er tvennt sem mér hefur auðnast að verða aldrei húkt á. Það er Harry Potter og Lord Of The Rings. Prufaði að lesa og horfa á hvoru tveggja og gafst fljótlega upp. Ég er bara heppinn þar. Æi þetta er svo voðalega vitlaust eitthvað. Ég hefði kannske fílað þetta þegar ég var 10ára.
Á sínum tíma lásu allir sögurnar um Ísfólkið. Mamma á allar bækurnar og ég var að hugsa um að gefa þeim bókmenntum sama séns og Harry Potter og Lotr. Sjáum hvað setur.
þriðjudagur, júlí 17, 2007
Sperðill
Hei ég keypti mér Taken þættina á dögunum. Horfði á megnið af þeim úti á sjó um daginn. Hafði bara helvíti gaman af því að sjá þessa þætti aftur. Var að spá í að kaupa mér fyrstu seríuna af Lost. Ég hef ekkert fylgst með þeim þáttum. Langar rosalega að sjá þessa þætti.
En spurning hvað maður gerir núna þegar búið er að snarminnka Þorskkvótann. Hætta þessu bara og vinna í Kexverksmiðjuni Frón eins og í gamladaga. Fara norður í Laugafisk að glenna ýsuhausa kannski. Þeir ætla jú að bæta samgöngurnar, kallarnir á Austurvelli. Hvernig væri þá að byrja á að malbika leiðina framhjá Blönduósi. Blönduós er bara hraðahindrun og ekkert annað. Göng yrðu svo alveg kærkomin hola í gegn um Vaðlaheiði. Það er sko vel hægt að stutta þessa leið um klukkutíma eða tvo. Léttilega. Reyna svo að gera þessa leið að 2+2vegi. En það er líka vel hægt. Má alveg gera það í litlum áföngum. Það flýtir leiðinni um heilan helling að aka um á 2+2 vegi.
Jæja þá er ég farinn út á sjó í nokkra daga. Blogga þaðan eitthvað líka. Lofa því.
Hei ég keypti mér Taken þættina á dögunum. Horfði á megnið af þeim úti á sjó um daginn. Hafði bara helvíti gaman af því að sjá þessa þætti aftur. Var að spá í að kaupa mér fyrstu seríuna af Lost. Ég hef ekkert fylgst með þeim þáttum. Langar rosalega að sjá þessa þætti.
En spurning hvað maður gerir núna þegar búið er að snarminnka Þorskkvótann. Hætta þessu bara og vinna í Kexverksmiðjuni Frón eins og í gamladaga. Fara norður í Laugafisk að glenna ýsuhausa kannski. Þeir ætla jú að bæta samgöngurnar, kallarnir á Austurvelli. Hvernig væri þá að byrja á að malbika leiðina framhjá Blönduósi. Blönduós er bara hraðahindrun og ekkert annað. Göng yrðu svo alveg kærkomin hola í gegn um Vaðlaheiði. Það er sko vel hægt að stutta þessa leið um klukkutíma eða tvo. Léttilega. Reyna svo að gera þessa leið að 2+2vegi. En það er líka vel hægt. Má alveg gera það í litlum áföngum. Það flýtir leiðinni um heilan helling að aka um á 2+2 vegi.
Jæja þá er ég farinn út á sjó í nokkra daga. Blogga þaðan eitthvað líka. Lofa því.
Veiðiheiða
Æi djöfull er maður eitthvað tómur. Ég er búinn að sitja hérna fyrir framan skjáinn og dettur ekkert merkilegt í hug til að hripa hér saman. Er meira að segja búinn að reyna að setja saman vísu. Það tókst nú ekki. Allavegana þá fann ég veiðistöngina mína og gamla veiðihjólið mitt. Hlutir sem ég hélt að væru glataðir forever. Nei nei þá á ég bara meira veiðidót. Víííííí....
En í dag verður svo haldið til sjós og mun ég elda matinn í liðið. Sjáum svo hvort það dæmi gangi eftir.
Æi djöfull er maður eitthvað tómur. Ég er búinn að sitja hérna fyrir framan skjáinn og dettur ekkert merkilegt í hug til að hripa hér saman. Er meira að segja búinn að reyna að setja saman vísu. Það tókst nú ekki. Allavegana þá fann ég veiðistöngina mína og gamla veiðihjólið mitt. Hlutir sem ég hélt að væru glataðir forever. Nei nei þá á ég bara meira veiðidót. Víííííí....
En í dag verður svo haldið til sjós og mun ég elda matinn í liðið. Sjáum svo hvort það dæmi gangi eftir.
sunnudagur, júlí 15, 2007
Ævinlega
Þannig er það vanalega þegar ég á að fara í kokkarí einhverstaðar. Í eitt skiftið var hætt við sjóferð þar sem ég átti að leysa af sem bryti. Í annað skifti átti ég að fá kokkastarf en skipstjórinn á því skipi var fæðingarhálviti sem hefur ekkert vit á mannaráðningum og réði í staðinn afgamlann ellilífeyrisþega til starfa í eldhúsið þar. Ég mátti sætta mig við háseta stöðu í það skiftið. Jú á því skipi fékk ég að kokka fyrir náð og miskun stýrimannsins sem var að leysa skipstjórann af í frí. Sá túr var reyndar ekki nema í sólarhring. Næst var það einhver koppur þar sem var eitthvað fillirísvesen á kokknum og stóð til hann yrði látinn víkja úr starfi og ég ráðinn í hans stað. Ég hoppaði hæð mína af kæti en sælan entist seint því að upp kom það mál að kokkurinn var mágur útgerðarstjórans og varð því ekki haggað úr sæti, auk þess sem kokkurinn lofaði bót og betrun. Hann lést úr áfengiseitrun mánuði seinna. Í fyrradag fékk ég svo símtal frá skipstjóra nokkrum sem sagðist vanta kokk í nokkra túra. Ég varð hissa og ánægður af upphringinguni og þáði starfið með ánægju. Svo kom upp sú staða í gærkvöldi þegar menn ætluðu af stað til fiskveiða að eigandi skipsins hafði gleimt að taka lyfin sín, orðið andsetinn, hausinn farið að snúast í marga hringi og byrjað að tala tungum þarna heima hjá sér. Einnig fór Haukur Vilhjálmsson að fara með táknmálsfréttirnar afturábak með augun kolsvört í sjónvarpi eigandans. Var því ákveðið að hætta veiðum í bili fram að næsta kvótatímabili. Ég er farinn aðhallast að því að örlaganornirnar ætlist ekki til þess að ég nái mér í kvarthlut í sjómennskuni og verði því alla tíð að vera aumur háseti. Það er eitthvað sem segir mér það.
Þannig er það vanalega þegar ég á að fara í kokkarí einhverstaðar. Í eitt skiftið var hætt við sjóferð þar sem ég átti að leysa af sem bryti. Í annað skifti átti ég að fá kokkastarf en skipstjórinn á því skipi var fæðingarhálviti sem hefur ekkert vit á mannaráðningum og réði í staðinn afgamlann ellilífeyrisþega til starfa í eldhúsið þar. Ég mátti sætta mig við háseta stöðu í það skiftið. Jú á því skipi fékk ég að kokka fyrir náð og miskun stýrimannsins sem var að leysa skipstjórann af í frí. Sá túr var reyndar ekki nema í sólarhring. Næst var það einhver koppur þar sem var eitthvað fillirísvesen á kokknum og stóð til hann yrði látinn víkja úr starfi og ég ráðinn í hans stað. Ég hoppaði hæð mína af kæti en sælan entist seint því að upp kom það mál að kokkurinn var mágur útgerðarstjórans og varð því ekki haggað úr sæti, auk þess sem kokkurinn lofaði bót og betrun. Hann lést úr áfengiseitrun mánuði seinna. Í fyrradag fékk ég svo símtal frá skipstjóra nokkrum sem sagðist vanta kokk í nokkra túra. Ég varð hissa og ánægður af upphringinguni og þáði starfið með ánægju. Svo kom upp sú staða í gærkvöldi þegar menn ætluðu af stað til fiskveiða að eigandi skipsins hafði gleimt að taka lyfin sín, orðið andsetinn, hausinn farið að snúast í marga hringi og byrjað að tala tungum þarna heima hjá sér. Einnig fór Haukur Vilhjálmsson að fara með táknmálsfréttirnar afturábak með augun kolsvört í sjónvarpi eigandans. Var því ákveðið að hætta veiðum í bili fram að næsta kvótatímabili. Ég er farinn aðhallast að því að örlaganornirnar ætlist ekki til þess að ég nái mér í kvarthlut í sjómennskuni og verði því alla tíð að vera aumur háseti. Það er eitthvað sem segir mér það.
laugardagur, júlí 14, 2007
Eiturbrasari
Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja ykkur. Ég er amk búinn að vera á sjó núna síðustu daga. Kom mér á trollbát. Langar eiginlega til í að hætta á línu og fá mér vinnu á trolli. Svo miklu auðveldari og þægilegri vinna. En ætli maður verði samt ekki eitthvað áfram á línunni. Fer aftur á annan bát á morgun. Verð þar í kokkaríi. Hef enga súper reynslu af því að vera kokkur, hef samt prufað það aðeins. Það drapst enginn af matnum mínum og enginn fékk skitu.
Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja ykkur. Ég er amk búinn að vera á sjó núna síðustu daga. Kom mér á trollbát. Langar eiginlega til í að hætta á línu og fá mér vinnu á trolli. Svo miklu auðveldari og þægilegri vinna. En ætli maður verði samt ekki eitthvað áfram á línunni. Fer aftur á annan bát á morgun. Verð þar í kokkaríi. Hef enga súper reynslu af því að vera kokkur, hef samt prufað það aðeins. Það drapst enginn af matnum mínum og enginn fékk skitu.
sunnudagur, júlí 08, 2007
Framsóknarstíja
Já já ég var í sumarbústað í síðustu viku í Borgarfirði. Þá var auðvitað verslað í Borgarnesi ef eitthvað vantaði, td smjörlíki heftibyssa eða kol eða bara eitthvað, svona hvað er þetta maður. En það er Borgarnes, já. Það er nú alveg..... Sko á tveimur stöðum sá ég sambandsmerkið. Sambandið fór til helvítis fyrir mörgum árum síðan. Þetta undirstrikar það bara hvað fólkið þarna urrar og slefar af framsóknarmennsku. Ég mun allavega keyra þarna í gegn með lokuð augun, hendurnar fyrir eyrunum og æpa LALALALALALALA með bensínið í botni, framvegins.
Svo er þetta nú alveg ótrúlegt. Stundum vantar alveg í suma menn. Nokkrar stelpur sem ég þekki hafa lent í þeirri reynslu að einhverjir kúkalabbar hafa addað sér inn á msn hjá þeim og farið að sýna þeim á sér besefann og ef ekki allir runkað sér í leiðinni. Einn gaurinn sýndi meira að segja einni stelpunni á sér rassgatið. Strákar hvað er að ykkur.
skotanshh....
Já já ég var í sumarbústað í síðustu viku í Borgarfirði. Þá var auðvitað verslað í Borgarnesi ef eitthvað vantaði, td smjörlíki heftibyssa eða kol eða bara eitthvað, svona hvað er þetta maður. En það er Borgarnes, já. Það er nú alveg..... Sko á tveimur stöðum sá ég sambandsmerkið. Sambandið fór til helvítis fyrir mörgum árum síðan. Þetta undirstrikar það bara hvað fólkið þarna urrar og slefar af framsóknarmennsku. Ég mun allavega keyra þarna í gegn með lokuð augun, hendurnar fyrir eyrunum og æpa LALALALALALALA með bensínið í botni, framvegins.
Svo er þetta nú alveg ótrúlegt. Stundum vantar alveg í suma menn. Nokkrar stelpur sem ég þekki hafa lent í þeirri reynslu að einhverjir kúkalabbar hafa addað sér inn á msn hjá þeim og farið að sýna þeim á sér besefann og ef ekki allir runkað sér í leiðinni. Einn gaurinn sýndi meira að segja einni stelpunni á sér rassgatið. Strákar hvað er að ykkur.
skotanshh....
föstudagur, júlí 06, 2007
Veiðiferð
Fór með Írisi að veiða í gærkvöldi. Vorum fram til miðnættis að kasta út í Elliðavatnið. Sáum fiskinn vaka og stökkva alveg helling. Fiskarnir vildu bara ekkert bíta á önglana hjá okkur. Samt var þetta alveg ný rækja sem ég hafði í beitu. Ég át hana þá bara sjálfur þegar ég fór heim.
Ég ætla að reyna aftur í kvöld með maðk og spón.
Góðar stundir.
Fór með Írisi að veiða í gærkvöldi. Vorum fram til miðnættis að kasta út í Elliðavatnið. Sáum fiskinn vaka og stökkva alveg helling. Fiskarnir vildu bara ekkert bíta á önglana hjá okkur. Samt var þetta alveg ný rækja sem ég hafði í beitu. Ég át hana þá bara sjálfur þegar ég fór heim.
Ég ætla að reyna aftur í kvöld með maðk og spón.
Góðar stundir.
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Komiði Sæl
Ég er nú búinn að njóta sveitasælunar í Borgarfirði þetta nokkra daga. Tókst mér í þrígang að eyðileggja eða öllu heldur kveikja í hamborgurunum sem ég var að grilla. Svona er að vera óvanur. Svo heppnaðist mér einnig að sólbrenna á mér handleggina og axlirnar til helvítis. Er allur rauður í framan og þar sem sólin hefur komist sem næst skinninu á mér. Ekki sjéns í helvíti að ég geti orðið sólbrúnn. Bara ekki.
Svo fór ég í heimsókn til Ingimundar bónda í Deildartungu og skoðaði fjósið hans. Allt gott af honum að segja. Búskapur gengur vel á bænum.
Það er svo veiðin maður. Stalst í nokkur vötn þarna í Borgarfirðinum og líka í eina á. Drattaðist nú ekkert til að veiða neitt en varð hellings var. Svo þurfti ég að hætta þessu því að veiðistöngin drullaði upp á bak.
Ég er nú búinn að njóta sveitasælunar í Borgarfirði þetta nokkra daga. Tókst mér í þrígang að eyðileggja eða öllu heldur kveikja í hamborgurunum sem ég var að grilla. Svona er að vera óvanur. Svo heppnaðist mér einnig að sólbrenna á mér handleggina og axlirnar til helvítis. Er allur rauður í framan og þar sem sólin hefur komist sem næst skinninu á mér. Ekki sjéns í helvíti að ég geti orðið sólbrúnn. Bara ekki.
Svo fór ég í heimsókn til Ingimundar bónda í Deildartungu og skoðaði fjósið hans. Allt gott af honum að segja. Búskapur gengur vel á bænum.
Það er svo veiðin maður. Stalst í nokkur vötn þarna í Borgarfirðinum og líka í eina á. Drattaðist nú ekkert til að veiða neitt en varð hellings var. Svo þurfti ég að hætta þessu því að veiðistöngin drullaði upp á bak.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)