blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: janúar 2011

sunnudagur, janúar 30, 2011

Slakur prinsippmaður

Einu sinni ætlaði ég mér að flytja í Borgarnes. Það var í lok maí árið 2000 sem ég tók þá ákvörðun að ég yrði fyrir sunnan út sumarið við að keyra út pizzur sem ég vann þá við og færi síðan í Borgarnes á sláturtíð þegar það tæki að hausta. Ég þekkti engan þar og fannst því nokkuð spennandi að fara úr borginni og eitthvert þar sem ég hafði sjaldan staldrað við og þekkti engan. Reyndar vissi ég að Sveinn M. Eiðsson ætti heima í Borgarnesi og hafði heyrt margar sögur af honum og að þetta væri skemmtilegur maður. Ég ásetti mér því að kynnast Sveini ef ég settist þarna að eitthvað varanlega. Þessi Borgarnesjar flutningur átti þó eiginlega að vera millilending á leiðinni norður, þangað sem ég ætlaði að setjast endanlega að. Ég hef þó ekki enn flutt í Borgarnes né hef heldur ekki sest að fyrir norðan. Reyndar hefði ég aldrei kynnst Sveini M. Eiðssyni þó að ég hefði farið á sláturtíð þetta haust því að hann dó þarna um sumarið. En já ég er ennþá í Reykjavík. Ég ætlaði aldrei að búa í Reykjavík, Það var prinsipp. Reyndar hef ég einstakt lag á því að brjóta mín prinsipp. Ég ætlaði aldrei að taka bílalán, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að fá mér visakort, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að drulla uppá bak með visakort, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að vera með stöð2, það var líka prinsipp. Allt saman prinsipp sem ég hef þverbrotið og brennt og mörg önnur líka. Ég á þá ekki eftir annað en að giftast, kaupa mér áskrift að DV, fá mér vinnu á línuskipi eða vinna fyrir Vísi HF í Grindavík að þá eru öll prinsipp farin til helvítis. Að vísu verða alltaf til ný og ný prinsipp þegar ég brýt eitt að þá verður annað til. Ég er sumsé lélegur prinsippmaður eða bara ekki nógu andskoti þrjóskur til þess að geta sett mér eitthvað slíkt.

miðvikudagur, janúar 26, 2011

Það er best að ég bloggi

Já já ég er að reyna að vera í gír. Ég er ekkert að gera og fylgist ekki einu sinni með fréttum. Skrifin eru í lágmarki þó að ég velti stöðugt fyrir mér lífsins gátum. Ég er búinn að lesa bók sem nefnist 19. Nóvember. SKO..... Bókin er æviminningar Hauks Guðmundssonar fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í Keflavík. Hann ásamt öðrum sá um svokallaða Keflavíkurrannsókn Geirfinnsmálsins og segir þar frá hinni árangurslausu rannsókn þar sem enginn komst til botns í neinu og ekkert varð til þess að nokkuð kom í ljós um afdrif Geirfinns. Mér finnst samt eitt athyglisvert þegar ég hef lesið þessa bók, þar sem ég hafði áður lesið þetta, að umræddur X, hafi hvergi komið við sögu þessarar rannsóknar. Gvend fór þegar að gruna ýmislegt ljótt þegar skoðað er að bæði X og Haukur eru jafnaldrar og hafa báðir eytt æskuárum sínum í sama sjávarþorpinu, Vogum á Vatnsleysuströnd. Samsæriskenning mín er sú að þeir hafi þekkst frá blautu barnsbeini, verið æskufélagar og X því treyst sínum gamla vini fyrir þessu ljóta leyndarmáli og Haukur því reynt að draga athyglina frá X í þessari Keflavíkurrannsókn og rannsókn málsins verið tóm endaleysa og eitt stórt leikrit.
Hvað er hæft í því að teiknari úr Keflavík, Magnús Gíslason hafi sagt svo frá að lögreglumenn hafi látið sig hafa Ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni til að láta hann líkjast leirstyttunni sem gerð var eftir lýsingum af manninum sem kom í hafnarbúðina í Keflavík þann 19. Nóvember, kvöldið sem Geirfinnur hvarf? Hæpið að hann hafi verið að ljúga því að gamni sínu. Hvað olli því að mennirnir sem Geirfinnur hafði mælt sér móts við fundust aldrei og því gáfu þeir sig aldrei fram ? Hvers vegna var verið að tengja hvarf Geirfinns við spírasmygl ? Ég hef heyrt sögur um það að X hafi staðið í slíkum innflutningi og hafi hagnast verulega með því. Maður vonar að þeir sem bera ábyrg á hvarfi Geirfinns og viti hvar hann liggur geymi í banka hólfi upplýsingar um það hvar honum hefur verið komið fyrir eða glopri því þá út úr sér á dánarbeði bara til þess að börnin hans geti haldið honum útför. Ég vil engan meiða með þessum skrifum ég er réttsvo að hugsa upphátt og segja ykkur hvað ég held. Það sem ég held um þetta mál er að þeir sem að sáu um að rannsaka hvarf Geirfinns hafi ekki hreina samvisku, enginn þeirra og höfuðpaurar þessara rannsókna bæði í Reykjavík og í Keflavík viti sitthvað um það sem gerðist í raun og veru þar sem eitthvert hippagengi úr Reykjavík sem fíflaðist við að smákrimmast og reykja hass hafi verið tekið og barið og pyndað til þess að játa á sig Geirfinnsmálið. Og svo til púsla þessum hippum saman í grjótið og til að hafa þau inni sem lengst tókst þessum herramönnum að klína á þau annað mannshvarf ótengt Geirfinnsmálinu.
Ég vissi í rauninni ekkert þennan Hauk var né afhverju leirstyttan ætti að hafa verið smíðuð eftir ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni. Einhvernveginn fannst mér samt vanta kubb í púsluspilið um X en bíngó þarna las ég þessa ævisögu og sá púslið sem vantaði og styrkir þá kenningu Guðrðunar Magneu Helgadóttur sem allir segja að sé geðveik og kolklikkuð kerling. Ég held bara að mergur málsins sé að við séum of miklir þorskhausar til að ætla að standa í að gera nokkuð frekar í þessu máli, láta þetta viðgangast eins og annað, láta ríða okkur í rassgatið allstaðar í öllu þar sem réttlætið ætti að ná fram að ganga jafnvel þó að einhver komi með eitthvað nýtt og eitthvað öðruvísi en annað án þess að viðkomandi sé dæmdur geðveikur og ekki viðbjargandi. Þetta réttarkerfi er bara svo gjörspillt og svo margir með óhreinar hendur í þessu máli að það verður aldrei tekið upp jafnvel þó að ljóst sé hvernig málin liggja. Maður vonar bara að einhver sem veit þetta auli því út úr sér á áður en hann drepst og segi frá hvar Geirfinnur var dysjaður svo að fólkið hans geti haldið honum sómasamlega útför.
Jæja, það er best að hella upp á kaffi núna.

sunnudagur, janúar 16, 2011

Látinn

Sænski leikarinn Per Oscarsson dó um daginn ásamt konunni sinni þegar það kviknaði í húsi þeirra hjóna. Ömurlegt að Per og frú hans skuli hafa hvatt þennan heim með svo sviplegum hætti. Per Oscarsson kom mikið fyrir í bíómyndum og hlutverkin því óteljandi. Mér þótti hann alltaf helvíti góður hvar sem honum brá fyrir í stærri eða smærri hlutverkum en mér eru minnistæðastir þættirnir Polisen sem voru sýndir á RÚV einhverntímann um og uppúr 1995 þegar ég var unglingsgrey. Þetta voru léttir lögguþættir í þremur eða fjórum seríum þar sem Per Oscarsson lék aðal löggukallinn Gustav Jörgensson. Í einum þáttanna teygði sögusviðið sig alla leið hingað til Íslands þar sem atriði áttu sér stað við Goðafoss og Mývatn(Þeir hefðu betur átt að staldra við á milli þessara tveggja staða taka atriðin upp á Laugum *prump*). En góðir þættir og ég passaði uppá að missa ekki af neinum þeirra og já, blessuð sé minning þessa snillings.
--------------------------------------------
Svo fyrir ári og mannsævi síðan þá datt ég niður á endalagið úr Polisen og hélt því til haga einhverra hluta vegna. Já já það er þá best að ég láti það þá fylgja með úr því að ég á það til.

Endalagið úr Polisen

laugardagur, janúar 08, 2011

Diskakrot


Og auðvitað varð ég að hlaupa upp til handa og fóta. Þeir Frank og Casper árituðu fyrir mig dvd diskana þegar þeir voru síðast hérna á grjótskerinu kalda en ég þurfti að vera svo mikill asni að vera búinn að lána einn diskinn, þannig að það var allt safnið áritað nema þessi eini sem var í láni. Þar sem þeir hafa verið á landinu síðustu daga, skellti mér í skó, stökk uppí bíl og brunaði í bæinn og sat svo fyrir þeim þar sem þeir áttu leið um. Þeir voru hressir að vanda, árituðu þetta eina eintak sem var eftir óáritað og kjöftuðu alveg helling. Þetta eru fínir gaurar.
---------------------------
Ég var að klára að lesa Snjóblindu. Þetta er sæmilegasti krimmi, stíllinn góður og fléttan stórgóð. Þurfti samt að gefa mér pásu og pásu inn á milli því að þetta var ekkert að grípa mig neitt rosalega. Öll spennan var sumsé í lágmarki. Samt er alltaf gaman að lesa glæpasögur sem gerast annarstaðar en í Reykjavík þar sem sögusvið bókarinnar er Siglufjörður. Þar sem ég hef þá klárað Snjóblindu og Furðustrandir þá er ég búinn að taka upp Ég Man Þig eftir Yrsu sigurðardóttur. Hlakka til að sökkva mér oní þá skruddu.

miðvikudagur, janúar 05, 2011

Alltaf í boltanum

Núna á ég Kobe Bryant treyju. Var að spá í að versla mér Rambis treyju næst. Kurt Rambis var flottur þó hann væri bara svona meðal lúði í NBA-deildinni en fékk mesta athygli út á hormottu og gleraugu. Bara svona fyndinn lúði og lala leikmaður. Hann er að vísu núna sem einhver framkvæmdablabla kall eitthvað hjá einhverju liði í NBA núna. Sá viðtal við hann á nba-tv fyrir fáeinum árum þar sem hann var greinilega kominn með linsur og búinn að skafa burt mottuna. Asnalegt að sjá hann þannig. En nú fer senn að styttast í NBA Allstar weekend og ætla ég að fylgjast með því á Stöð2 Sport. Jei þetta dæmi verður haldið í L.A. Djöfull væri ég til í að vera þar.
------------------------------------------------------

Þetta er gott. Það lífgar umhverfið við og maður byrjar ósjálfrátt að dilla sér við þetta. Dilla sér silla sér dilla sér dilla sér dilli dilli dill...


Louis Armstrong & Danny Kaye - When The Saint Go Marching In

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Hundsstirðningur

Já ok, ég var ekkert búinn að blogga á nýja árinu. uhh.. já, ég.. ég finn allavega ekki muninn á 2010 og 2011 mér líður bara eins en þá er bara að bíða eftir því að það komi eitthvað meira fun úr því að jólin eru að verða búin. Það verður væntanlega þorrablótast eitthvað og svo koma páskar og þá fer maður að bíða eftir nýju sumri. Og þá er hægt að fara og veiða eitthvað. Ég kíkti reyndar upp að Reynisvatni í gær en það var auðvitað enginn ís til að dorga niðrum. Smá klakaþil yfir vatninu og vatn yfir því sem var rértt svo frosið þannig að hundur hefði dottið í gegn um það. Nei ég bít bara í súra eplið og bíð eftir því að það vori og fer þá að veiða. Bíða bíða alltaf að bíða.