blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2004

mánudagur, maí 31, 2004

HELVÍTIS GEITUNGAR

Þá eru þeir komnir aftur helvítis mother fucking Geitungarnir. Ég sá að þegar ég hleypti kettinum út í morgun að hann stökk í áttina að einhverju á gangstéttinni og rak trínið í áttina að því. Þar sem ég er forvitinn í eðli mínu vildi ég sjá hvað þetta var sem vakti athygli kisa. Þar var geitungur að hefja sig til flugs og þar sem ég var í inniskóm skaut ég Geitungnum ref fyrir rass og "STAPP" Hann fór í klessu. Nú þarf að munda flugnaspaðana og eitur brúsana. Já og að búa til svona gildrur með djúsi í.
ÉG VIL STRÍÐ

laugardagur, maí 29, 2004

RANDAFLUGUR

Hvað er pointið maður. Ég fór að rúnta svona um bæinn með kjéllingunni í dag og það lyggur við að bíllinn sé bara allur í dældum eftir það. Málið er að helvítis randaflugurnar voru alltaf að fljúga fyrir bílinn og alltaf þegar þær lenda á bílnum heyrist alltaf svona hátt "BOGG". Svo var það toppurinn á miklubrautinni að ég var á svona 80-90 km hraða, þegar ein randaflugan tók svona dýfu eins og þýsk nasistaherflugvél á móti bílnum og "BOGG" á framrúðunni. Klessan maður. Þetta hefur ekki verið nein smá hlussa þessi fluga. Ég þurfti mikið rúðupiss til að ná henni alveg af framrúðunni.
Svo vil ég minna á að litlir kettlingar fást gefins hjá múttu í síma 848-7290

miðvikudagur, maí 26, 2004

Hálsbólga í dag

AAAAAARRRRGGGHHHH....Djöfull er vont að fá hálsbólgu og hita. Maðut talar eins og Gunnar I Birgisson (GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI) þá fær maður sér bara einn beyskan og heitt kakó. Þá breytitst röddin dálítið og allir halda að Jakob Bjarnar í King kong sé kominn í húsið. Svo er maður hóstandi og ílandi og maður getur ekki talað almennilega í símann eða neitt og allt er eins og andskotinn. Svo er ég kominn með hausverk og verð því bara að leggja mig
Hvað finnst ykkur um þetta

laugardagur, maí 22, 2004

BLÓÐSPÝJA

Alltaf er nú gaman að hitta æskuvinina svona þegar maður býr hérna í borg dauðans. Já það var enginn annar en Ximon sem kom í bæinn. Já það var hægt að drepa á ýmsu en við komum aðeins inn á hinn og þennan fróðleik. Já t.d. ef þú hálsheggur mann og maðurinn látinn standa í nokkrar sekúntur á eftir getur blóðspýjan orðið allt að 6 metra löng upp í loftið. Spurning um að prufa það.
En þarna....Ég get máski ýmyndað mér það. Allavega þegar maður var í heimaslátruninni heima í sveit í gamladaga gátu blóðspýjurnar orðið helvíti miklar en andskotinn hafi það ekki 6 metrar. Ég var einu sinni á á sláturvertíð hjá KEA. Þar var kindin auðvitað blóðguð eftir að hafa verið skotin og stundum stóð gosbrunnurinn alveg upp í loftið en það var aldrei nema tveir metrar.
Jæja ég ætla að skíta

laugardagur, maí 15, 2004

JÚGURVISÍÓN OG TAGGART

Skohhh....Þarna erum við búin að drulla uppá bak í júgurvisíóninu enn eina árið. Jájá þá verðum við bara ekkert með á næsta ári, sem betur fer segi ég. Æi það var nú gott. Þetta stand í kringum þetta er svo dæmalaust leiðinlegt. Ég meina það þýðir ekkert að senda svona grenjulag og láta einhvern misheppnaðan apakött syngja það. Alveg vonlaust dæmi. Sérstaklega þegar einhverjir leppalúðar eru látnir stjórna því hvað er sent í svona keppnir. Ég pæli ekki í þessu helvítis rugli.

Taggart er í sjónvarpinu í kvöld og mun ég að sjálfsögðu horfa á það. Verst er þó í sambandi við þessa þætti að Mark McManus, kallinn sem lék alltaf Taggart skyldi gefa upp öndina og drepast þarna um árið. En framleiðendurnir hafa einstakt lag á því að halda þessum þáttum góðum og láta eftirlifendurna halda bara áfram. Það er eitthvað svo sérstakt við þessa þætti

mánudagur, maí 10, 2004

VOPNASKAK

Ég dl Braveheart um daginn og var að glápa á hana áðan. Þvílík snilld maður. Væri algjör snilld að geta bara farið þarna aftur í tímann og fengið að taka þátt í einum svona bardaga. Ég held að það væri grenjandi kikk að fá að taka þátt í svona vopnaskaki. Þarna var bara að duga eða steindrepast. Ég og Ximon vorum að tala um þetta og hann stakk nú bara upp á því að fara þarna mjeð vélbyssu og tæta bara alla niður. Stráfella bara heilan herflokk með vélbyssu sem hefur ekkert nema bara sverð og spjót.

Hvernig væri það annars ef að menn myndu anda með maganum og allur maturinn færi bara í lungun. Nei bara svona pæling.

Lífið er ósanngarnt

Afhverju er ég ekki eins ríkur og Bill Gates ?
Afhverju á ég ekki Camaro V12 ?
Afhverju fæ ég bólur
Afhverju vinn ég aldrei í lottó
Afhverju vinn ég í fiski
Afhverju er ég ekki forstjóri
Afhverju get ég aldrei veitt í flottri laxveiðiá
Avhverju nenni ég ekki á lappir á morgnana.
Afhverju líður mér eins og hálvita innan um margmenni.
Afhverju er ég ekki frægur eins og Tvíhöfði.

BUUUUUUHHHUUUUUUUUUU

sunnudagur, maí 09, 2004

Grettir, Glámur og Eden

Mér varð það á að fara í Eden í Hveragerði um daginn með frúnni og nokkrum vinum. Já allt troðið af fólki þarna, en ég sá samt að þarna var ekki rassgat að gera nema kaupa ís eða fara í spilakassana og þar sem ég er fyrrverandi gambler notast ég ekki við slíkt svo að ég keypti bara ís og fylgdist með öllu fólkinu vera þarna að tapa peningum í kössunum. Þessi staður sökkar alveg skelfilega. Það er nákvæmlega ekki rassgat að sækja þarna nema hvað að maður kemur bara fátækari út af þessum stað.

Nú er ég aðeins farinn að glugga í Íslendingasögurnar. Djöfull eru þetta annars langar sögur maður. En ég er samt byrjaður á Grettissögu. Helvítis synd að kallin skyldi hljóta ævilanga ógæfu af því að koma kallpungnum honum Glám fyrir. En svona er þetta þegar menn eru að vinna við þetta að koma draugum og djöflum fyrir á rétta staði.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Með iðrin lafandi

Loksins verður prufað að gera styttmynd. Já ég og Danni díngó og Ína vorum að hrinda af stað hugmynd að stuttmynd sem verður bara tekin á venjulega sony kameru. Þetta verður sossum ekkert flókið. Eiginlega bara sketsar byggðir á okkar eigin einkahúmor. Það sem annað fólk sem þekkir ekkert til myndi kalla innantómt bull. Jæja en það má prufa.

Er búinn að vera að lesa úr Vættartali Árna Björnssonar sem hefur að geyma stuttar frásagnir að þekktum álfum, draugum, tröllum og hundufólki og las þarna um Láka nokkurn og sá hafði drepist, gengið aftur og ásótt einhvern Árna á frekar dólgslegan hátt, með iðrin lafandi og hringlaði í beinunum. Svona gekk það víst um nokkurt misseri þangað til að Árni fékk þau ráð um að grafa holu í leiði Láka og gera þarfir sínar í hana og reka stálnálar í sinn hvorn enda leiðisinns. Lítið gerði Þá Láki vart viðsig eftir það.

Kannski ætti maður að gera stuttmynd um þetta.