Nú er komið gamlárskvöld
Ég veit svei mér ekki hvað segja skal um líðandi ár. Vinna sofa éta skíta vinna sofa éta skíta vinna sofa éta skíta. Reyndar átti ég ágætis sumarfrí og í nokkur skifti fór ég norður í land sem var yndislegt. Auðvitað fannst mér líka yndislegt að fylgjast með syni mínum vaxa, dafna og taka framförum. Jólin á ár hafa líka verið fín.
En næsta ár, já. Fer kannski til útlanda um vorið. Stefnan er líka sú að fara nokkur skifti norður í land og svo ætla ég að klára það sem ég er að skrifa. Það klárast snemma á árinu. Eitthvað verður þvælst í ferðalög og sumarbústaði í sumar. Það verður mikið grillað. Haustið kemur svo vonandi með atvinnubreytingar mikið myrkur og kulda. Annars vona ég að ég vinni í lottóinu í ár. Væri það ekki bara fínt. Lottóvinningur á nýju ári. Nei ég asnast aldrei til að kaupa miða. Ég ætti kannski að asnast til að kaupa mér númer í HHÍ. Nei iss maður vinnur aldrei í því helvíti. Svo hættir maður með miðann og þá fyrst kemur vinningur. Ég þekki samt konu sem nýlega vann milljón. Hún átti það líka skilið. Búin að streða öll sín ár í barneignum, basli og sult. Ég er ekki svo ömurlegur að fyllast gremju og öfund þó að aðrir vinni eitthvað eða verður fyrir happi í lífinu. Jú ég var einu sinni þannig en fyrir tilstillan 12spora prógrammsins hef ég náð að hrista af mér svona tilfinningum. Ég þekki svo fjölmarga sem haga sér svona. Sérstaklega er einn sem stendur mér dálítið nálægt (ekki of samt). Alveg verður hann grænn af gremju og öfund ef einhver sem hann þekkir verður fyrir happi eða velgengni. Mér leiðist sossum ekkert að sjá þannig fólk. Skemmti mér bara við það ef eitthvað er. Maðurinn er hálviti. Jæja er ekki best að skunda út með flugeldana og byrja að freta ruslinu upp. Gleðilegt ár.
mánudagur, desember 31, 2007
sunnudagur, desember 30, 2007
Prjónar frá kína
Andskotinn. Ég ætlaði nú að fara að skjóta upp eitthvað af flugeldunum sem ég keypti í dag en veðrið er bara svo ömurlegt að ég nenni því ekki. Iss ég skýt þessu bara upp á gamlárskvöld eins og hefð er fyrir. Annars er skemmtilegast að freta öllu upp þegar mestu lætin eru búin. Ekkert er nú brennivínið sem ég drekk þannig að það er hægt að dunda sér við þetta í rólegheitunum. Nóg á ég nú af þessu drasli sem gæti dugað fram á morgun. En núna ætla ég að prufa að éta núður með prjónum sem foreldrar mínir keyptu í kína. Aldrei notað slík áhöld. Ég vænti einskis af prikunum.
Andskotinn. Ég ætlaði nú að fara að skjóta upp eitthvað af flugeldunum sem ég keypti í dag en veðrið er bara svo ömurlegt að ég nenni því ekki. Iss ég skýt þessu bara upp á gamlárskvöld eins og hefð er fyrir. Annars er skemmtilegast að freta öllu upp þegar mestu lætin eru búin. Ekkert er nú brennivínið sem ég drekk þannig að það er hægt að dunda sér við þetta í rólegheitunum. Nóg á ég nú af þessu drasli sem gæti dugað fram á morgun. En núna ætla ég að prufa að éta núður með prjónum sem foreldrar mínir keyptu í kína. Aldrei notað slík áhöld. Ég vænti einskis af prikunum.
mánudagur, desember 24, 2007
Here I come to save the day
Þá er klukkan orðin 00:30 og jáhh, það er kominn aðfangadagur og kötturinn minn getur ekki séð jólatréð í friði.
Við erum búin að klára allt jólagjafastandið, þrífa og skreyta við skötuhjúin. Svo át ég líka Skötu með mömmu og pabba í kvöld og bjargaði reyndar húsinu þeirra frá stórbruna í leiðinni. Notaði 2l kókflösku með því að frussa gosinu yfir bálið sem var komið á stofuborðið (sjá aðferð í Deuce Bigalow). Sót og reykur um allt og aumingja mamma þurfti að endurjólahreinsa stofuna og pabbi þurfti að redda nýju stofuborði. Svo í þessum töluðu orðum var ég að stíflulosa klósettið hjá teingdó. Tók drjúgastund sem og mikið bölv og ragn en allt hafðist þó að lokum við að losa stífluna. Ég er alheims reddari.
Þá vil ég bara óska ykkur öllum lesendum, vinum, kunningjum og fjölskyldu, vinnufélögum og aðdáendum, góðra jóla og hamingu á komandi ári. Þið megið svo bara bjalla ef kviknar í húsinu ykkar, klósettið síflast, kötturinn situr fastur í trénu, bíllinn ykkar bilar eða bara við hvaða vandamál sem er. Ég kem um hæl fljúgandi í skikkju og bjarga öllu.
Þá er klukkan orðin 00:30 og jáhh, það er kominn aðfangadagur og kötturinn minn getur ekki séð jólatréð í friði.
Við erum búin að klára allt jólagjafastandið, þrífa og skreyta við skötuhjúin. Svo át ég líka Skötu með mömmu og pabba í kvöld og bjargaði reyndar húsinu þeirra frá stórbruna í leiðinni. Notaði 2l kókflösku með því að frussa gosinu yfir bálið sem var komið á stofuborðið (sjá aðferð í Deuce Bigalow). Sót og reykur um allt og aumingja mamma þurfti að endurjólahreinsa stofuna og pabbi þurfti að redda nýju stofuborði. Svo í þessum töluðu orðum var ég að stíflulosa klósettið hjá teingdó. Tók drjúgastund sem og mikið bölv og ragn en allt hafðist þó að lokum við að losa stífluna. Ég er alheims reddari.
Þá vil ég bara óska ykkur öllum lesendum, vinum, kunningjum og fjölskyldu, vinnufélögum og aðdáendum, góðra jóla og hamingu á komandi ári. Þið megið svo bara bjalla ef kviknar í húsinu ykkar, klósettið síflast, kötturinn situr fastur í trénu, bíllinn ykkar bilar eða bara við hvaða vandamál sem er. Ég kem um hæl fljúgandi í skikkju og bjarga öllu.
föstudagur, desember 21, 2007
Er hann orðinn bálkvass þarna úti
Núna er hánótt og ég hef ekki enn drullað mér í háttinn. Ég skrapp á Select áðan og ætlaði að kaupa mér pylsu sem og ég gerði. En þar var nú eitthvað ógeðslegt viðrini, pissfullt með tómt debetkortið að heimta að fá skrifað. Meira fíflið. Meira hvað hann var ógeðslega leiðinlegur þessi speni. Ég hefði nú bara hent honum ranghverfum út þessum gæja, hefði ég verið að vinna við afgreiðsluna þarna. Ég var nú reyndar pizzusendill hér í gamla daga og þurfti að fara með pizzu sem gleimst hafði að baka og var því orðin alltof alltof sein og lenti það ss á mér að fara með hana. Viðtakandi pizzunar, einhver geðstirður manndjöfull jós þarna yfir mig skömmum á meðan hann hrifsaði af mér pizzuna og kókið. Þá bauð ég honum rausnarlega pizzuinneign. Nei nei hann sagðist bara ætla að hætta að versla við þetta HELVÍTIS fyrirtæki. Mér rann þá illa í skap og bað hann blessaðan að vera ekkert að panta hjá okkur framar. Þá myndi ég sleppa við að horfa framan í hann oftar. Svo rauk ég bara í burtu.
Núna er hánótt og ég hef ekki enn drullað mér í háttinn. Ég skrapp á Select áðan og ætlaði að kaupa mér pylsu sem og ég gerði. En þar var nú eitthvað ógeðslegt viðrini, pissfullt með tómt debetkortið að heimta að fá skrifað. Meira fíflið. Meira hvað hann var ógeðslega leiðinlegur þessi speni. Ég hefði nú bara hent honum ranghverfum út þessum gæja, hefði ég verið að vinna við afgreiðsluna þarna. Ég var nú reyndar pizzusendill hér í gamla daga og þurfti að fara með pizzu sem gleimst hafði að baka og var því orðin alltof alltof sein og lenti það ss á mér að fara með hana. Viðtakandi pizzunar, einhver geðstirður manndjöfull jós þarna yfir mig skömmum á meðan hann hrifsaði af mér pizzuna og kókið. Þá bauð ég honum rausnarlega pizzuinneign. Nei nei hann sagðist bara ætla að hætta að versla við þetta HELVÍTIS fyrirtæki. Mér rann þá illa í skap og bað hann blessaðan að vera ekkert að panta hjá okkur framar. Þá myndi ég sleppa við að horfa framan í hann oftar. Svo rauk ég bara í burtu.
fimmtudagur, desember 20, 2007
föstudagur, desember 14, 2007
Tennis
Meira helvítið að vera með tennisolnboga. Það er varla að maður geti keyrt bíl eða gert eitthvað lítilræði mann verkjar alltaf. Þetta helvíti er leikfang satans. En hvað sem því líður þá erum við félagarnir hérna á skipinu búnir að skreyta dallinn þveran og endilangan með seríum, músastigum og englahári. Það verður líka að vera jólastemming á sjónum.
Meira helvítið að vera með tennisolnboga. Það er varla að maður geti keyrt bíl eða gert eitthvað lítilræði mann verkjar alltaf. Þetta helvíti er leikfang satans. En hvað sem því líður þá erum við félagarnir hérna á skipinu búnir að skreyta dallinn þveran og endilangan með seríum, músastigum og englahári. Það verður líka að vera jólastemming á sjónum.
laugardagur, desember 08, 2007
Alveg er ég nú alltaf sofandi. Ákvað að gera mér ferð austur úr Breiðholti í gær og versla mér súrann sláturkepp í búð sem heitir Rangá og held ég í vogahverfinu. Nú ég er eitthvað agalega hugsi þarna undir stýri og í hugsanaleysinu tók ég beygjuna undan vesturlandsbrúnni og upp á miklubraut í áttina að miðbænum. Uppötvaði þessa villu þegar ég var að verða kominn að Grensásvegi og snéri við rétta leið. Nú ég keypti svo keppinn, súra blóðmör og keyrði með hann í áttina í Breiðholt þegar ég kem að rauðu ljósi og ætla að stoppa en steig óvart á benzínið og var nærri því búinn að klessa á næsta bíl fyrir framan.
Jæja en í dag fer ég svo út á sjó og kem ekki aftur fyrr en á 22. dag þessa mánaðar. Hei, um daginn kom strákur um borð til okkar. Hann var svo lélegur að vinna að hann var verri en gagnslaus. Annað skiptið sem ég hitti slíkan mann.
Jæja en í dag fer ég svo út á sjó og kem ekki aftur fyrr en á 22. dag þessa mánaðar. Hei, um daginn kom strákur um borð til okkar. Hann var svo lélegur að vinna að hann var verri en gagnslaus. Annað skiptið sem ég hitti slíkan mann.
mánudagur, desember 03, 2007
наименований приборов
Ég fór erinda minna í bankann í dag og þáði kleinur og kaffi sem ávalt eru þar í boði hárra vaxta og okurs um hver mánaðarmót. Það var djöflaþefur í bankaútibúinu. Púki í hverju horni. Púkarnir sem gert hafa þjóðina kaupóða með gylliboðum og yfirdráttum. Mér þótti þetta nokkuð góður puntur sem ég las á blogginu hjá Davíð Þór. „Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær.“ Alveg típískt fyrir íslendinga. En ég man allavega alltaf orðin sem Glúmur frændi kenndi mér forðum. "Aldrei að kaupa neitt, nema að maður eigi fyrir því" En svo hefur það verið annað að fara eftir því.
Jæja ég er að hugsa um að leggja mig í smá stund.
Ég fór erinda minna í bankann í dag og þáði kleinur og kaffi sem ávalt eru þar í boði hárra vaxta og okurs um hver mánaðarmót. Það var djöflaþefur í bankaútibúinu. Púki í hverju horni. Púkarnir sem gert hafa þjóðina kaupóða með gylliboðum og yfirdráttum. Mér þótti þetta nokkuð góður puntur sem ég las á blogginu hjá Davíð Þór. „Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær.“ Alveg típískt fyrir íslendinga. En ég man allavega alltaf orðin sem Glúmur frændi kenndi mér forðum. "Aldrei að kaupa neitt, nema að maður eigi fyrir því" En svo hefur það verið annað að fara eftir því.
Jæja ég er að hugsa um að leggja mig í smá stund.
sunnudagur, desember 02, 2007
Mitt litla hjarta
Jæja, þá er ég kominn í frí. Já ég vil reyndar byrja á að þakka fyrir afmælis kveðjurnar. En ég er ofdekrað krakkarassgat. Þannig er að West Ham kannan mín góða brjóttist í miklum veltingi úti á sjó um daginn og hún Íris mín vorkenndi mér svo mikið að hún stikaði upp í búð og keypti nýja West Ham könnu og gaf mér hana í afmælisgjöf. Þá kom tengdamamma færandi hendi og gaf mér West Ham tösku og svo var mér færður mjúkur pakki frá mági mínum og svilkonu en þar leyndist West Ham sængurver. Sem sagt, mér líður eins og ég sé ofdekrað krakkarassgat.
Þegar ég stóð í gær úti á dekki svissaði ég útvarpinu mínu af Ipodinum yfir á rás2. Þar voru spiluð jólalög. Það gladdi mitt litla hjarta.
Jæja, þá er ég kominn í frí. Já ég vil reyndar byrja á að þakka fyrir afmælis kveðjurnar. En ég er ofdekrað krakkarassgat. Þannig er að West Ham kannan mín góða brjóttist í miklum veltingi úti á sjó um daginn og hún Íris mín vorkenndi mér svo mikið að hún stikaði upp í búð og keypti nýja West Ham könnu og gaf mér hana í afmælisgjöf. Þá kom tengdamamma færandi hendi og gaf mér West Ham tösku og svo var mér færður mjúkur pakki frá mági mínum og svilkonu en þar leyndist West Ham sængurver. Sem sagt, mér líður eins og ég sé ofdekrað krakkarassgat.
Þegar ég stóð í gær úti á dekki svissaði ég útvarpinu mínu af Ipodinum yfir á rás2. Þar voru spiluð jólalög. Það gladdi mitt litla hjarta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)