Í FRÍI AÐ SKÍTA ÝSUBEINUM
Loksins er maður svo kominn heim. Held bara að þetta hafi verið þokkaleg veiði eða 105 tonn af þorski. Sæmilegt það, hreint ekki svo slæmt.Svo eru þarna nokkrir pólverjar um borð og alveg greinilegt að þeirr hafa aldrei séð Mr Bean áður því að þeir engdust um af hlátri þarna í sjónvarpsherberginu eins og þeir höfðu aldrei séð grín í sjónvarpi áður.Svo var ég bitinn að Steinbít þarna sem var óðgeðslegt.Svo þegar ég var að gera að einum Þorskinum þarna kom í ljós að hann hafði verið að éta litla Ýsu . En ég held nú að það geti orðið helvítis vandamál ef maður gleypir Ýsu svona í heilu lagi. Já, það hlítur að vera hroðalegt að skíta henni, vegna þess að beinin í Ýsu eru svo hrikalega oddhvöss og beitt. Það er örugglega sárt að fá þetta í rassgatið, sérstaklega ef Ýsan snýr þannig að sporðurinn kemur á undan út.
föstudagur, október 22, 2004
mánudagur, október 04, 2004
laugardagur, október 02, 2004
NAPALM DEATH OG KAFFI
Er mikið að hlusta á Napalm Death og Sepultura þessa dagana. Enda snilldar bönd um að ræða. Svo má ekki gleyma að kaffi og Sæmundur er gott með þessu.
Svo fer maður að verða búinn í fæðingarorlofinu og þá tekur fiskurinn við.
Annars langar mig helvíti mikið á sjóinn.
Brútus
Er mikið að hlusta á Napalm Death og Sepultura þessa dagana. Enda snilldar bönd um að ræða. Svo má ekki gleyma að kaffi og Sæmundur er gott með þessu.
Svo fer maður að verða búinn í fæðingarorlofinu og þá tekur fiskurinn við.
Annars langar mig helvíti mikið á sjóinn.
Brútus
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)