blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2012

sunnudagur, mars 11, 2012

Það er þessi Landsdómur þarna...

Ég legg það nú ekki í vana minn að tala hér eitthvað um pólitík en get ekki orða bundist. Þetta landsdóms vesen er mjög svipað því og ef ég væri einhverstaðar innan um krimma sem ætla að ræna sjoppu og ég heyri það til þeirra og þeir vita að ég heyri hvað þeir ætla að gera og kemst svo líka að því hvenær þeir ætla að ræna sjoppuna. En ég sleppi því að hringja í lögregluna þannig að krimmarnir fara og ræna þessa sjoppu og setja hana þannig á hausinn. Svo kemst löggan nú reyndar að því hverjir rændu þessa sjoppu sem var eins og rúin inn að skinni eftir krimmana en láta nú þessa krimmadjöfla í friði. En í staðinn koma þeir til mín og handtaka mig af því að ég vissi af yfirvofandi sjoppuráni en varaði engan við. Og svo er verið að dæma mig, vitnið. Síðan mæta hinir seku og bera vitni þess að ég hafi vitað um allt sem þeir ætluðu að gera. Svo verð ég væntanlega dæmdur fyrir að vita um hvað krimmarnir ætluðu sér að gera en sjálfir krimmarnir sleppa.
Þetta er eitthvað svo öfugsnúið miðað við alla eðlilega hugsun. Æ ég veit það ekki... á morgun mæta nefnilega þeir Sigurður Einarsson, Lárus Welding, Halldór J. Kristjánsson, Sigurjón Þ. Árnason, og Björgólfur Guðmundsson til að bera vitni fyrir Landsdómi.

laugardagur, mars 10, 2012

Já ég bara bara


Ég varð dáldið skotinn í þessu þegar ég sá það á síðunni hjá Vöku. En ég leit síðan við á vökuuppoðið í dag, bara svona til þess að kíkja og fylgjast með. En ég leit svo nánar á þennan Ford Transit húsbíl. Hann leit auðvitað miklu betur út á heima síðu Vöku, en þegar að var gáð þá var þetta auðvitað handónýtt og alveg hrútgamalt(árg82). Hefði langað í hann ef hann hefði verið í því ástandi sem ég hélt að það væri. En ég hefði auðvitað aldrei keypt þennan húsbíl svona áhaldalaus og ekki með neina aðstöðu til þess að gera við það sem að er. Þó væri nú gaman að koma sér í eitthvað kompaní með öðrum og leiga verkstæði og sanka að sér áhöldum. Þá gæti maður bisað við að gera upp einhvern gamlan skrjóð og gert við mína eigin bíla sjálfur. Ég er nú svosem engin þúsundþjalasmiður og kann andskotan ekkert til verka og er í oft djöfulsvandræðum þegar eitthvað þarf að laga og gera við heima hjá mér. En þegar kemur að því að vesenast við að laga bíla þá er ég oftast á heimavelli. En jæja, fornbílar og hústrukkar verða víst að bíða betri tíma.

fimmtudagur, mars 08, 2012

Já og svo var það einnig...

Fórogsá Svartur á Leik á dögunum og eins og ævinlega þegar ég horfi á kvikmyndir, gerðar uppúr bók varð ég fyrir vonbrigðum. En fyrir utan það var myndin vel tekin og vel leikin og almennt vel gerð og skemmtileg. En samt fannst mér hálf klént þegar það er með því fyrsta sem mætti manni á hvítatjaldinu var besefinn á Jóhannesi Hauk. En jæja, bókin sat lengi í mér eftir að ég las hana en myndin er eins og aðrar sem ég horfi á gleymd fáeinum stundum síðar. Reyndar fór maður dálítið aftur í tíman við að heyra tónlistina í myndinni eins og í böndunum Gus Gus, Stjörnukisi og Bang Gang. Ég vil samt minnast á það að eina svona bókabíómynd sem ég hef séð og verið sáttur með, var Mýrin. Hún var gel unnin uppúr sjálfri bókinni.
------------------------------------
Ég fer stundum og verzla í Minimarket hér í Breiðholtinu til að fá eitthvað nýtt sem ég fæ ekki keypt annarstaðar. Ýmislegt hægt að fá þar af pólsku nammi og gosdrykkjum eða snakki. Eitt sem ég fann þarna var Trufla en ég truflaði engann á meðan ég át það. Kannski truflast ég í nótt þegar þetta er gengið lengra inn í meltingarveginn. Trufla er ágætis kókosdrull með súkkulaðihjúp. Ég bíð svo alltaf eftir því að þeir fari að selja Homma frá Bakoma. Væri athyglisvert að testa það.
----------------------------------------
Svo er það elskulegur bangsinn minn. Hann komst í leitirnar úr geymslunni heima hjá pabba og mömmu og búinn að liggja þar greyið eftir endalausa flutninga síðustu fjórtán árin. Eftir smá þvott og þurrkun náðist úr honum mesta geymslulyktin. Nú lúllar hann á milli mín og konunnar framvegins. Guð hvað ég var búinn að sakna hans.