blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2005

laugardagur, september 17, 2005

Dæmalaust Helvíti

Alveg merkilegt hvað maður er einhvernveginn útjaskaður þegar maður er í fríi frá sjónum. Sama hvað maður vaknar seint á daginn, maður er alltaf dottinn útaf á kristilegum tíma á kvöldinn. Maður er líka svo þreyttur alltaf.

held að ég fari svo í einn túr frí í vibót við næsta stopp.

föstudagur, september 16, 2005

Loft-inntak

Var að fjárfesta í kraftsíu og breiðara loftinntaki í Honduna.
Vííííííí........

fimmtudagur, september 15, 2005

HÁSPENNUDRULLA

Einstaka sinnum kemur fyrir að ég skrepp í háspennu til að gambla dálítið. Þá sjaldan ég legg ég leið mína að spilakassa fer ég sjaldan með meira en fimmþúsundkall og gullpotturinn verður líka að vera hærri en 5 millur. Það eru mínar reglur.
Í nokkur skifti hef ég unnið meira en 10.000 en oftast gengið tómhentur út. Það er nú það. Svo var nú kéllingin mín eitthvað að flækjast þangað inn í gær og setti þúsundkall í einn kassann og spilaði hann niður í ekki neitt. Fór hún að því loknu í spilakassann við hliðina og var að klára þar einn skitinn fimmhundruðkall þegar einhver kall pungur fór í kassann sem hún var í síðast, kastaði í tvö skifti og vann gullpottinn sem var tæpar 7 milljónir.
Kveikja í þessu.

miðvikudagur, september 14, 2005

Muse já
Það er mikið af músík hérna á skipinu. Nóg af henni til að hlusta á á vaktinni, jammjamm. Svo var verið að þeyta einhverjum diski með Muse í spilaranum. Muse er stórgott band. Það verður ekki annað sagt. Þó leiðist mér eitt með söngvaranum. Þegar hann er að syngja á innsoginu. Það er eins og hann sé að reyna að kæfa sig á sönglinu stundum blessaður kallinn.
Æi ég veit það ekki
STÍM
Eitt það leiðinlegasta sem til er á sjó er, er stím. Þegar verið er að stíma 1 -2 eða jafnvel þrjá sólarhringa á miðin. En þá kemur auðvitað dvd og vhs til góðara nota. Spil eru þar líka nauðsinleg til að leggja kapal eða spila Ólsen og Veiðimann með sem og kjaftglaðir skipsfélagar til að kjafta við. En stundum þrýtur allt svona. Maður er kannski búinn að lesa sama fréttablaðið 5þúsund sinnum, en þá er bara að hringja eitthvað. Svo er allt í einu enginn til að hringja í eða það er ekkert samband. Þá er kanski bara lausn að lemja hausnum í vegginn þangað til að eitthvað nýtt skeður.
Hvað skyldi það nú vera ?