Jæja gott fólk. Þá er best að maður upplýsi það hér fyrir þá sem ekki vita, en ég er að verða pabbi. Hún Ína mín er komin 5 mánuði á leið og ég hlakka mikið til þessa. Já það verður gaman að fá að kynnast föðurhlutverkinu. Ég er í 7unda himni. Tíminn tifar og tifar. Mér finnst vera svo stutt síðan ég var lítill og skeyt á stofugólfið fyrir framan sjónvarpið heima. Lék mér í sandinum eða þegar maður var að gera símaat og spila körfubolta með Haraldi og Ximon eða fór í skólann og í íþróttahúsið til að espa Nóna upp (húsvörðinn) og þannig lagað. Æskan er furðu fljót að líða þótt manni finnist það ekki meðan hún stendur yfir."Tíminn fýkur tíminn svíkur".
Hér að neðan sjáiði svo skipið sem ég vinn á. Marta Ágústsdóttir GK
laugardagur, janúar 31, 2004
sunnudagur, janúar 25, 2004
"Ja það verður að drep'ann". Þetta er ending sem er notuð mikið af Ximon en einnig hefur hann smitað þetta til mín og fleiri. Þannig er því háttað að ef maður er að tala um einhvern á góðum eða slæmum nótum um að einhver geri þetta eða hitt vel og talað um viðkomandi í þeim tón sem um ræðir hveju sinni, þá er um að gera að enda frásagnirnar á: "ja það verður að drep'ann". Án þess þó að maður ætli sér nokkuð að gera það eða veita viðkomandi nokkurt mein. En það er annað mál.
Djöfull eru bækur Arnalds mergjað góðar. Ég fékk "Bettý" í jólagjöf og las hana nánast alla samfleytt um jólin. Sú bók er hrein snilld og mjög vel skrifuð. Svo í hálfkæringi keypti ég mér "Synir duftsins" eða konan gaf mér hana reyndar svona í ganni og sú bók er sko ekkert að gefa þessu eftir. Ég er með þá bók í kojunni hjá mér í skipinu og er að farast úr spenningi. Hún er mjög góð. Arnaldur er algjör snillingur og kann vel að skrifa góða reifara. Ja það verður að drep'ann.
Svo var nýr og glæsilegur veitingastastaður "tætt hæna" að opna fyrir stuttu og hvet ég alla matmenn til þess að reka þar hausinn inn og gæða sér á ljúffengum réttum. Matseðilinn má berja augum hjá Ximon
Djöfull eru bækur Arnalds mergjað góðar. Ég fékk "Bettý" í jólagjöf og las hana nánast alla samfleytt um jólin. Sú bók er hrein snilld og mjög vel skrifuð. Svo í hálfkæringi keypti ég mér "Synir duftsins" eða konan gaf mér hana reyndar svona í ganni og sú bók er sko ekkert að gefa þessu eftir. Ég er með þá bók í kojunni hjá mér í skipinu og er að farast úr spenningi. Hún er mjög góð. Arnaldur er algjör snillingur og kann vel að skrifa góða reifara. Ja það verður að drep'ann.
Svo var nýr og glæsilegur veitingastastaður "tætt hæna" að opna fyrir stuttu og hvet ég alla matmenn til þess að reka þar hausinn inn og gæða sér á ljúffengum réttum. Matseðilinn má berja augum hjá Ximon
mánudagur, janúar 19, 2004
Hei það er eitthvað að þessu helvíti núna. Ég sé engar myndir. Bara tóma ramma með rauðu x-i inní. Það verður að drepa einhvern. Jæja ég laga þetta þegar ég fæ næði til þess.
Annars á ég fullt í fangi með að drepa þorska í vinnuni. Já og svo má maður taka með sér óspart í soðið. fiskinn miiiiiinnn, naminamminamm. sndlfjkqpfn egjkoejgfo eoiuhf oaseh eouaoebf feijfhae ihefgohaefg. Vaaaaaaaaaansköpun.
Annars á ég fullt í fangi með að drepa þorska í vinnuni. Já og svo má maður taka með sér óspart í soðið. fiskinn miiiiiinnn, naminamminamm. sndlfjkqpfn egjkoejgfo eoiuhf oaseh eouaoebf feijfhae ihefgohaefg. Vaaaaaaaaaansköpun.
laugardagur, janúar 17, 2004
Þá er maður loksins komin með netið í heimahúsin og þá þarf maður ekki að vera að æða þetta alltaf í bókasafnið endalaust til að fara í þessa takmörkuðu netnotkun þar. Enda var ég hættur að nenna því. Nú eins og sést hafa hér engin skrif verið hér síðan milli Jóla og nýárs svo að grátandi húsmæður og svöng börn geta tekið gleði sína á ný. Spritti er risinn upp úr netleysinu.
Hey ég er loksins hættur að vinna hjá Granda og farinn á sjó. Þetta eru dagróðrar. Helvíti magnað að vera þarna. Brjáluð vinna, fínt að éta og betra kaup. Nú er mikill uppgangur í Þorski og það kallast vertíð. Já það er fínt að vera á netum. Mér var nú annars sagt að eftir að ég er búinn að prufa neta draslið og búinn að veiða með því í dálítinn tíma þætti mér allt annað betra. Ég veit það ekki. Það sama er sagt um það að vera á línu. Það er mesta smáslysatíðnin á línunni. Já menn eru að fá þessa króka í hendurnar eða hvar sem er ef menn eru að þvælast fyrir í þessu. Annars lætur Auddi félagi minn vel af þessu línu dótarí. Bezz
Hey ég er loksins hættur að vinna hjá Granda og farinn á sjó. Þetta eru dagróðrar. Helvíti magnað að vera þarna. Brjáluð vinna, fínt að éta og betra kaup. Nú er mikill uppgangur í Þorski og það kallast vertíð. Já það er fínt að vera á netum. Mér var nú annars sagt að eftir að ég er búinn að prufa neta draslið og búinn að veiða með því í dálítinn tíma þætti mér allt annað betra. Ég veit það ekki. Það sama er sagt um það að vera á línu. Það er mesta smáslysatíðnin á línunni. Já menn eru að fá þessa króka í hendurnar eða hvar sem er ef menn eru að þvælast fyrir í þessu. Annars lætur Auddi félagi minn vel af þessu línu dótarí. Bezz
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)