blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: júní 2003

mánudagur, júní 30, 2003

Ég smellti mér inná katrin.is í gær og varð ekki laust við að ég yrði svolítið reiður þegar ég las skrif hennar um fólk af landsbyggðini og fólki sem lætur sig varða landsbyggðar málin (sem ég er einnig líka). En um það fólk lét hún falla þau orð að þeir væru landsbyggðarpakk í skítafýlu og viðbjóð og skitu í holu.
Hvað er með Reykjavík ? Er hún eitthvað skárri. Með sína skíða fílu og margbrotið mannsorp þar sem menn eiga það á hættu að vera barinn til óbóta og dauða á kvöldin eða þegar maður skuldar einhverjum að þá eru bara sendir á mann einhverjir fautar til að murka úr manni lífið. Hvað eldur hún að Reykjavíkur aumingjarnir sem nenna ekki að vinna og éta úr nefinu á sér hafi í sveitafólkið sem er alið upp við vinnu og hörku. Ég hef unnið frá 9-10 ára aldri (enda úr sveit) en ekki veit ég hvort að katrin.is né önnur Reykjavíkurbörn byrjað vinnu svo snemma. Andskotnan hefur fólk sem hefur sofið út allar helgar frá fæðingu hafi efni á því að rífa svona kjaft á meðan pungsveittir sveitamenn hafa unnið fyrir þjóðarbúið frá örófi alda? Ég bara spyr.....!

sunnudagur, júní 29, 2003

Æi voða vansköpun er þetta.....Manni verður ekki um sel eða Bjarna Fel....Hahhhh......þetta var sko fyndið ohohohohohohohoho.
Mér var söggð ein gömul saga fyrir stuttu síðan, um systur tvær úr Reykjadalnum sem að tókst að handleggsbrjóta mömmu sína.
Þannig var að þær mæðgur þrjár voru mjög forvitnar og voru gjarnar á að hlera sveitasímann sem unnt var í þá daga. Þannig var að síminn var á stiga pallinum á bænum og brattur stiginn niður. Svo skeður það að síminn hringir einn daginn og taka þær mæðgur á sprett í átt að símanum, allar úr sinni áttinni og koma að símanum á nákvæmlega sama tíma. Verður öngþveiti þetta svo harkalegt að mamman verður undir og húrrar niður stigan og handleggsbrotnar. Æi bara saga sem mér var sögð svona úr fyrri tíð, minnar sveitar.
Það getur sko ýmislegt skeð drengur minn.

laugardagur, júní 28, 2003

Jæja Jæja jæja jæja jæja. Þetta er það eina sem mér hefur dottið í hug að skrifa þegar ég hef ætlað að pikka inn pistil hér á blogg vort.
Málið er það að "mér finst ég varla heill né hálfur maður". Ég hefi ekkert komist í Reykjadalinn (firir þá sem ekki vita, þá er það mín heima sveit) síðan í vetur og þar áður hafði liðið eitt og hálft ár síðan ég fór þangað. Ég geri ekki ráð fyrir að komast neit fyrr en í haust vegna þess að bíllinn minn er með ónýta kúplíngu ég og frúin erum að fara til Þýskalands í Ágúst og allt kostar það peninga bæði kúplíng og utanlandsferð. Svo skulda ég líka dálítið af peningur sem er líka vont mál. Eins og ég hef sagt oft áður þá getur lífið verið óttaleg tussa stundum.

þriðjudagur, júní 17, 2003

Helvíti gott flassbakk sem maður fær þegar maður dustar rykið að Nirvana diskunum og skellir þeim í diskavinduna. Maður finnur bara óminn af gömlu góðu partýunum frá í den. Já það var gaman þá. Ég habbði það iðulega sem vana er ég gekk til náða á kvöldin að setja unplugged diskinn í og láta hann rúlla meðan ég sofnaði. Það var þægilegt.
Hey mig dreymdi kúk í nótt og kúkur er alltaf fyrir peningum svo að maður ætti að hagnast á einhverjum andskotanum á næstuni eða áskotnast eitthvað seðlum. Ég vona svo að það sé eitthvað að marka þennan draum. Já það hlýtur að vera.

sunnudagur, júní 15, 2003

Hva...Voru bara allir á þessari spyrnukeppni á Akureyri um helgina ? Maður má bókstaflega ekki hitta neinn nema að hann hafi verið að koma frá Akureyri því að þessi spynukeppni var í gangi. Djöfull maður. Þetta fór algerlega framhjá mér þetta. Ég hebbði bara alveg huxað mér að fara ef ég hebbði vitað það í tíma.. Ennnnn þetta er svona þetta hjá mér. Ég er alltaf eins og kálfur útúr hól og veit alltaf allt síðastur. Helvítið mitt. Annars er ekkert að gerast hjá mér ég er bara heima í rólegheitunum og fíla mig vel í fríinu. Stundum er gott að gera ekki rassgat í nokkra daga. Jú ég lýg ég er að lesa bók. Þjóðsagnir og Þjóðtrú. Gamn af því örnu. Draugagangur og ýmisir dularfullir atbuðir sem að skeðu fyrr á síðustu öldinni. Voða gaman alltsaman, jamm jamm, jamm.

föstudagur, júní 13, 2003

Tjáhh ég var að uppgötva að ég hefi þónokkra hæfileika til að spila á fiðlu. Þannig er að Hulda systir á fiðlu og mig langaði að prufa hana og prufaði hana líka í kærkveldi og hefi náð lagi all góðu á hana en ýmisir segja að ég sé göldróttur hvað varðar hljóðfæri. Ég Lærði jú á gítar þegar ég var í Litlulaugaskóla í den tíð en svo er maður búinn að sjálfs mennta sig meira eða minna að hin og þessi hljóðfæri. Ég nefni Harmonikku, orgel(gamaldags), munnhörpu og svo fiðluna. Tónlist hefur alla mína hunds og kattar tíð verið partur af mínu lífi. Ég hlusta á allt. Argasta dauðarokk og uppí Classic. Bítlarnir eru stór partur af hlustun minni á tónlist. Bubbi líka, hann er snillingur. Nirvana, Iron maiden og Metallica lika. Svo má ekki gleima Stormsker. Hann á sinn sess í mínu hlustunarlífi. Þannig er þetta allt í pottinn búið hér á bænum.
Að lokum vil ég mynna ykkur á hann Hólgeir frænda minn og stórvin og er hann hérna

fimmtudagur, júní 12, 2003

jæja þá er maður loksins kominn í sumar frí og maður, tjahh..getur slakað á frá puðinu í Granda. Þá er vízt von að maður geti þá skrifað eitthvað og látið ljós sitt skína.
Heyrðu...Þeir eru eitthvað að lesa upp úr þessari andskotans pikkupp línu bók hans Kalla Lú þarna á FM 957 og þvílíkt og annað eins dæmalaust rugl hefi ég aldrei eyrum barið fyrr. Þetta er bara hálvitalegt rugl fyrir heimska blebba sem geta ekki tjáð sig í kringum hitt kynið eða eru bara svo innilega orð óheppnir að þeir verða að læra þennan andskota. Ég meina Hver notar pikkupp línur...ha...hver í andskotanum segi ég. Ætla þá aumingjarnir að fara að leggja þennan andskota á minnið til þess að fá drátt. Hættiði þessu helvítis rugli og talið út frá eigin hjarta, aumingjar. Jæja ég er farinn.

laugardagur, júní 07, 2003

þarf maður ekki að láta eitthvað eptir sig liggja hérna. Tjahh ég viddiggi. Jæja máski reyni að láta sé detta einhvern þvagleka í hug. Jú ég fór í ammli í gær. Svili minn varð þrítugur í gær. Þá vitið þið það. Ég var að spila á gamla orgelið áðan. Gaman af því. Ég fann upp smá demo og er að fæða hugmynd en það verður að hafa sinn gang. Ég er svona hérna. Komin helgi og svonahh. Jæja það er bezt að fara og fá sér kaffi og örlítið í nös kannski.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Tjahhh....Mér hlotnaðist að geta keypt mér snuff neftóbak sem hefir verið hjer bannvara á Íslandi um langt skeið. Jamm það er ekki á hvurjum degi sem maður kemst yfir gott neftóbak. Annars var ég hættur þessu eða ég hætti þegar þetta fékkst ekki lengur hjer á klakanum góða. Jú féll aðeins fyrir þessu í fyrra vetur og fór þó að taka inn íslenskt neftóbak en það var alveg ómögulegt. Það er svo grófur andskoti að það er ekki hægt annað en að taka það í vörina sem og ég gerði. Þegar ég var svo búinn að troða þessum hrossaskít í andlitið á mér um nokkurt skeið saggði ég stopp og hætti þessum ósóma þangað til að ég datt niður á einn gauk sem selur tegundina President. Ég hef eitthvað verið að bjóða strákunum þetta suðrí vinnu hjá mér og erum við nokkrir þarna sem að látum dósina ganga hringinn í kaffitímunum. Já sá góði siður, að taka í nefið er víst barn síns tíma hjer á klakanum góða og finnst mér það sökka. Komist ég einhvern dagin til alþingis eða einræðis hjer á Íslandi mun ég lögleiða þetta allt aftur og líka þetta ágæta sænska munntóbak sem einnig var bannað á sínum tíma.
Svo verð ég sennilega með heimasíðu einhverstaðar annarstaðar en á blogspot kannski og mun það sennilega líta sonaút en þetta er hannað af mínum góða vin, Trausta

miðvikudagur, júní 04, 2003

Æi helvítis bara...Ég hélt loksins að ég væri nú búinn að fá túr á sjóinn og kapteinninn sá arna búinn að segja mér að ég kæmi með. En svo hringir bara helvítis gimpið og lætur vita að ég fái ekkert að fara merð af því að eitthvað fífl sem ætlaði í frí hætti við að fara í fríið svo að ég varð að þreyja þorrann af því. Það finnst mér vera crap vegna þess að ég var búinn að rúðstafa öllu hingað og þangað fyrir túrinn og fá frí í vinnuni fyrir þetta og svo er bara allt ónýtt með einu símtali. Þetta er svona. Lífið er tussa