blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: júlí 2005

sunnudagur, júlí 31, 2005

Grill og Hvalstöðin

Image hosted by Photobucket.com

Enn er ég að barma mér yfir því að Sigurjón Kjartansson hafi ekki verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra. Gerði samt gott úr þessu og grillaði með konu og barni, ásamt fleirum. Svínakjöt er algjört konfekt þegar búið er að grilla það. Mér þykir eiginlega meira varið í grillað svínakjöt heldur en grillað lamb. Annars er það ágætt líka. Svo þykir mér einnig kjöt bragðast betur af kolagrilli heldur en gasgrilli. Það er svo orginal grillbragð þegar búið er að grilla með kolum. En nóg um það.

Ég var svo að flækjast í Hvalfirðinum gær og tók myndir af Hvalstöðinni, Hérna.

laugardagur, júlí 30, 2005

Páll, Þjóðhátíð og Sigurjón

Jæja þá er komin Verslunarmannahelgi og ég er ekki enn búinn að ákveða hvort ég ætli á þjóðhátíð í Eyjum eða ekki. Tek ákvörðunina sennilega í næstu viku. Páll Magnússon er svo orðinn útvarpsstjóri og það er ljótt. Sigurjón Kjartansson átti alltaf að verða útvarpsstjóri. Hann var efnilegastur í það að mínu mati.
Jæja ég ætla eitthvað út.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Gakkt af skykkju minni

Helvítis taboo. Var að lesa DV í dag(Því að það er alltaf verið að draga þennan snefil hingað í kotið) en þar skilst mér að hinn lægst virti forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson sé staddur í Kanada. Hann ætlar svo á elliheimilið Betel þar sem svo margir Vestur-Íslendingar búa og flytja þar ræðu á forn-íslensku. Þá las ég að kerlingarnar þar væru byrjaðar að túpera á sér hárið eða þvæla einhverju helvítis permanett drasli í það svo að þær verði fínar þegar skrattakollurinn mætir á svæðið, blaðrandi forn íslensku eins og bjálfi.
Ef ég væri gamalmenni þarna myndi ég snoða mig og láta einhvern drulla gulri ræpu á skallann á mér. Hrækja svo í lófann á honum og mæla: "Gakkt af skykkju minni ok hrær með belli þínum í skækju handnan nordann. Tak svo seyð djöfuls ok drekk".
Svo myndi ég tryllast.

mánudagur, júlí 25, 2005

Gaman

Image hosted by Photobucket.com

Þá er maður búinn að eyða síðustu sólarhringum í henni Þingeyjarsveit. Voða gaman allt saman. Maður er þá búinn að testa nýju sundlaugina á Laugum, eiga góða stund með vinum mínum í Laugaseli, spjalla mikið við frændfólkið mitt í Lækjamóti, heimsækja Höddu og svo mætti ég Rannsí og Arngrími á förnum vegi. Spjallaði dálítið við þau líka.
En þetta með þessa nýju sundlaug. Það var svo sannarlega tími til kominn að hún kæmi þarna þar sem hún er. Helvíti næs. Hvet alla sem leið eiga um Reykjadalinn að bregða sér í sund þar. Það er svo voðavoðagott.
Myndir ? Hérna

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Draugagangurinn í Lautum

Image hosted by Photobucket.com
myndlíking af hænuóróanum

Sjaldan hef ég orðið var við draugagang. En eitt atvik er mér þó minnistætt frá því að þegar ég var annaðhvort 7, 8 eða 9 ára er ég bjó í Lautum. En ég hafði þá verið búinn að hengja upp í herberginu mínu, sem var risherbergi uppi á lofti, hænuóróa sem ég hafði föndrað í skólanum og samanstóð af tveimur pappadiskum sem voru heftaðir saman allan hringinn og búið að líma á þá gogg og vængi. Hænuna gafði ég svo litað rauða og gula. Hænan hékk svo í spotta uppí loftinu í herberginu mínu eins og fyrr sagði.(Myndin hér að ofan er til að sýna hvernig hænuóróinn leyt hlutfallslega út).
Svo var ég eitt sinn, seint um kvöld heima og ætlaði upp í herbergi að leika mér. Hljóp ég upp stigann og þegar ég kom inn í herbergið var hænuóróinn á fullri sveiflu. Óróinn sveiflaðist hátt og í allar áttir. En þegar ég kom inn í herbergið hætti hann að sveiflast og stoppaði svo að lokum.
A. Allir gluggar voru lokaðir og enginn séns á að þeir væru opnir. Reyndar voru allir gluggar á efri hæðinni negldir aftur eftir að Brynjar bróðir lét sig vaða þar eina bunu út. Þannig að möguleikinn á vindsúg af völdum opins glugga kom ekki til greina.
B. Enginn var í herberginu áður en ég kom þar inn, þar sem að mamma var að bardúsa eitthvað í eldhúsinu og Afi var inn í herberginu sínu og var, að ég greinilega man, að spila á fiðluna sína þar og enginn annar var heima þegar þetta átti sér stað. Þannig að enginn séns var á því að neinn maður hafði verið þarna að verki.
C. Hurðin inn í herbergið var opin þannig að engin möguleiki á ójöfnum loftþrýstingi kom heldur til greina.
Ég hef enga skýringu fundið á þessu ennþá og mun sennilega aldrei finna. Gaman ef þið gætu komið með kenningar.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

SLAKKI

Image hosted by Photobucket.com

Fór í gær með familíuna í dýragarðinn á Slakka í Biskupstungum. Það er mjög áhugaverður staður og margt skemtilegt að sjá. Þar eru auðvitað þessi hefðbundnu húsdýr eins og Folald, Svín og Hundar. Einnig eru þar skrautlegir páfagaukar sem að ég best veit geta talað. Það er svo hægt að kaupa sér veitingar og aðrar veigar, Kaffi kökur og bjór. Svo ef það er fótbolti, er myndvarpinn settur í gang og þá er fægt að góna á hann ef menn vilja. En nenni maður ekki að horfa á bótboltann skal þess getið að þarna eru poolborð og frábær minigolf aðstaða.
Set hlekk á Slakka hér.
Svo tók ég líka nokkrar myndir þar og þær eru hér

laugardagur, júlí 16, 2005

Í UPPHAFI

Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

föstudagur, júlí 15, 2005

ÞEYTINGUR

Image hosted by Photobucket.com

Og í gær fór ég svo í tívolíið við Smáralind. Þetta er svona gamall vani að líta við og skreppa eina bunu í hvert tæki. Jájá það er ágætt að láta þeyta sér upp í loftið þetta einu sinni á ári. Svo þvældist ég inn í eitthvað fjandans draugahús. Meira ruglið það. Já, óþægilegur staður að vera á. Mannaskrokkar hangandi hér og þar, spangól og draugahlátur. En ég gerði mér það nú að leik af því að ég var nú að flækjast þarna inni á annaðborð að hræða einhverja stelpukind með því að öskra á hana í einhverju kolniðamykvuðum gangi. Reyndar brá mér nú á einum stað þegar einhver bjölluskratti fór að andskotast um leið og eitthvað gólandi lík reis upp af gólfinu svo að ég kipptist til og stökk út.

Hér hef ég svo myndir. Nokkrar m.a. úr tívolíinu. Skoða

fimmtudagur, júlí 14, 2005

FUGLAR Í MÍNUM BÍL

Image hosted by Photobucket.com

Þetta eru nú páfagaukarnir mínir. Fékk mér þá á dögunum. Konan er obboslega hrifin af þeim. Verst er þó að kötturinn minn, hann Liðgrímur er vís með að læðupokast að þeim og reyna að éta þá. Það heppnaðist næstum því hjá honum um daginn þegar ég gleimdi að loka herberginu og skrapp svo í búðina. Þegar ég kom svo heim úr búðinni var kötturinn búinn að velta búrinu þeirra um koll, fuglarnir sestir upp í hillu og hann Liðgrímur sitjandi á gólfinu mænandi upp til þeirra svangur í framan.
Þeir heita Póstur og Sími.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

HADNA

Image hosted by Photobucket.com

Þá er ég kominn með The Stuff dvd myndina í hönd. En hana pantaði ég fyrir nokkru í gegnum verslunina 2001 við Hverfisgötu. Eins og fyrr sagði þá var mér bannað að horfa á myndina þegar hún var sýnd á Rúv þegar ég var 10 ára, mér til mikillar gremju og armæðu. (Allir sáu hana nema ég). Nú hefnist það allt á foreldra mína fyrir að banna mér að sjá hana þegar ég horfi á myndina núna strax bara.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

ATHYGLISVERT

En ég rakst áðan á síðu sem sýnir frá því í myndasöguformi þegar Nicolae Ceausescu einræðisherra Rúmeníu og Kona hans Elena Ceausescu voru árið 1989, leidd í réttarsal eftir að hafa náðst á flótta, dæmd þar til dauða og skotin að því loknu. Lítið á
DEILING OG DRASL

Svo virðist sem allir íslenski höbbar séu að drulla í buxurnar akkúrat núna. En eftir að deilir hætti með sína höbba hafa hinir og þessir aðilar verið að reyna að bögglast við að koma á almennilegu deilissamfelagi en oftast hefur það skitið á sig á einhvern hátt. Zatrúnus var helvíti magnaður höbb en þar náði gestafjöldinn oft uppí 1500 tengingar. En svo viriðst sem að þessi mannfjöldinn hafi tvístrast á hina og þessa höbba, sem eru eins misjafnir og þeir eru margir, eftir að zatrúnus lokaði þarna um daginn.
Ég hef heyrt að aðili sem kallar sig Tengil ætli aðvera svo framtakssamur að hefja góða og áreiðanlega starfsemi með höbba. Vona ég að það starf verði farsælt.

mánudagur, júlí 11, 2005

SMÓKARÍ

Hér áður reykti ég mikið. Reykti í nokkur ár. Oft einn og hálfan pakka á dag en svo hætti ég að reykja. Núna hef ég ekki reykt í bráðum 6 ár en stend sjálfan mig að því þegar ég horfi á sígarettupakkann sem konan á að langa alveg ferlega í sígó. Það hefur komið nokkrum sinnum eftir að ég hætti. Eitt sinn var ég farinn út í sjoppu, búinn að kaupa pakka af Lucky Strike, búinn að rífa hann upp. Ætlaði svo að kveikja í.
Nei ég vissi betur. Ég gerði ekki það sem ég er að hugsaði. Þá og þegar tók ég stjórnina og stjórnaði lönguninni og fór eftir viljanum.
Ég er hættur að reykja. Einn dag í einu.

föstudagur, júlí 08, 2005

PLAST

Image hosted by Photobucket.com

Já, maður er í hálfgerðu veseni þessa dagana en maður er ný búinn að klára fæðingarorlof, rétt farinn að vinna aftur en þá er bara komið sumarstopp í mánuð. Ekki það að ég hafi ekki efni á að vera í pínu lengra fríi. Bara.....þetta verður svo voðalegt hangs allt saman. Þriðji mánuðurinn sem maður er ekki að vinna neitt.
Spurning hvað maður gerir. Ég gæti farið að vinna svart einhverstaðar en ég nenni bara ekki að bera mig eftir því(svo voðalega leiðinlegt að nudda í fólki eitthvað). Ég gæti tekið fram penslana og byrjað að mála aftur eins og í den tíð, en þá vantar aðstöðu. Þá er það músík. Ég hef í raun enga afsökun fyrir því að vera ekki að semja og búa til músík. Hér hef ég tölvu, tónlistarforrit, gott hljóðkort, Roland E66 hljómborð, drasl til að tengja þar á milli, míkrófón, þennann líka forláta gítar og gott tóneyra. Það verður bara að plögga drazlið, læra á forritið og byrja.
Þetta er aðgerðarleysi og ekkert annað.

Svo eru það myndir.
Mynd

Image hosted by Photobucket.com

Fann þessa skemtilegu mynd áðan.

mánudagur, júlí 04, 2005

UFO

Image hosted by Photobucket.com

Þessa mynd tók ég í dag þegar ég var á rúntinum við Nesjavelli í dag. Furðandi fljúgihlutur
Svo setti ég aðrar myndir hérna.

laugardagur, júlí 02, 2005

ÉG VAR BÚINN AÐ SEGJA NEI ÞARNA MANNHELV......

Eins og fyrr sagði þá afþakkaði ég áskrift að DV. Samt blasti þetta helvíti við mér þegar ég ætlaði að sækja Fréttablaðið mitt í morgun. HELGARBLAÐ. Helvítis drasl.
Ég hringdi niðrettir í snarhasti og sagðist ekki vilja hafa þennann sora innum bréfalúguna mína. "Núúúúúúúúúúú.....Mér sýnist þú hafa þegið áskrift" sagðann. "Ég var búinn að segja nei þarna mann helv...." sagði ég. "Jájá ég leiðrétti þetta bara vinur, þú mátt bara eiga blaði...."."NEI NEI Þú kemur bara og sækir viðbjóðinn sem þú sendir hingað, það er ekkert flóknara".
Svo kom einhver sveinstauli og náði í blaðið.
Dagurinn varð ónýtur.
YFIRLIÐ

Það leið yfir mig í morgun. Slíkt hefur ekki skeð hjá mér lengi, ekki síðan ég var 15 ára. En ég sat við tölvuna og reis snöggt upp af stólnum. Þá fór ég flatur, rankaði síðan við mér í stólnum.
En þau skipti sem ég hef fallið í yfirlið þá hef ég gert það vísvitandi eða með aðstoð annara. Ákveðið trikk sem Tristan frændi minn kenndi mér sem notað er til að falla í yfirlið. Svo var maður alltaf að láta gera þetta við sig og svo öfugt. Ég og Finnur (Face) vorum iðnir við þetta. En hættum þessu fljótlega. Einu sinni var ximon að þessu við mig og missti mig á hurðina í herberginu sínu.
En auðvitað var maður ungur og óþroskaður á þessum tíma og vissi ekki hvað maður var að gera. Þetta lagað á ekki að gera. Svona er hættulegt.