blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2005

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Ingjaldur

Image hosted by Photobucket.com

Tölvan hefur hreinlega gert mig geðbilaðan með tilheyranid vírusum, frosi, reströrtum, error reportdrasli og þannig löguðu. Verð því að vera hér í bandi, líkt og Ingjaldsfíflið forðum. Góður kunningi minn kemur á eftir og kíkir á þetta hjá mér.
Vonandi að allt verði þá sem fyrr.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Hef ekki tíma

Image hosted by Photobucket.com

Neibb enginn tími til að hanga í tölvuni núna. Clint vinur minn er að koma til mín í kvöldkaffi og er sennilega þreyttur eftir annarsaman dag á tökustaðnum.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Heimskir fuglar
Alveg merkilegt hvað Fýllinn er heimsk fuglategund. Ekki nóg með það að hann æli á þann sem ögrar honum heldur getur hann ekki flogið nema hann sjái sjóinn. Það flaug einn innfyrir hérna hjá okkur og þegar hann lenti sá hann ekki sjóinn. Þá spriklaði hann bara og rogaðist um til að reyna að komast eitthvað. Maður fór að reyna að elta kvikindið til að reyna að henda honum upp í loftið til að hann sæi sjóinn og gæti þá flogið eitthvað út í buskan en þá ældi hann bara á mann ef maður kom nærri honum. Helvítis fíflið. Hann ældi á lopapeysuna mína og fýlan næst ekki af, sama hvað er reynt að skrúbba hana af.
Pæliði í því ef við mannfólkið gætum ekki labbað nema við sæum fjöll "Helvítis nú hef ég labbað of langt. Engin fjöll sjáanleg". Svo myndi maður detta niður og ekkert geta hreyft sig og myndi drepast úr sulti ef manni yrði ekki bjargað. Svo ef einhver ætlaði að bjarga manni þá myndi maður tryllast og æla á viðkomandi björgunarsveitarmann.
Nei þetta er bara pæling.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Splæs flókið eða ekki
Meira helvíti hvað það er flókið að splæsa saman línu þegar maður kann það ekki. Það var kleppur fyrir mig að læra að splæsa. En svo þegar maður kann það er ekkert eins einfalt og að splæsa.
Þó er ekkert eins vont að læra fyrir hesthausa eins og netavinna. Bæta og þræða net.
En ef maður ætlar að vera á trolli einhverntímann þarf maður að læra það eins og annað.
Kannski er það ekkert flókið.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Lög og Regla
Í laginu með Bubba segir:"...blóðug spor og handjárn smella". Þegar ég var lítill hélt ég að það væri:"...blóðug spor og handjárns mella".

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Cast Away

Eins og menn vita, þá þá er mikið horft á vídeó um borð í skipum. Ég var að enda við að horfa á myndina Cast Away, þar sem Tom Hanks skartar aðalhlusverki.
Þegar ég var búinn að horfa á myndina þá var eitthvað sem fékk mig til að halda að póstflutningafyrirtækið FedEx hafi staðið fyrir gerð myndarinar. Allavega átt stóran þátt í að framleiða myndina.
Skil ekki af hverju.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

FISKMETI

Manni dettur stundum ekkert í hug. En samt er alltaf hægt að pára niður nokkrar línur til að láta vita af sér.
Urr..........Ég þoli ekki að éta fisk þegar ég er nývaknaður. Guð hvað það er pirrandi. Nývaknaður og úldinn að fara á vaktina, neinei það er fiskur á borðunum. Bannað. (á samt ekki við um lúðu)
Þá þoli ég heldur ekki að fluga kemur fljúgandi og kitlar á mér nefið þegar ég er nývaknaður. Þær verða líka drepnar ef þær gera mér slíkt. Ég hata það.
Gefiði svo komment. Annars hringi ég í ykkur eða kem heim til ykkar ef þið svarið mér ekki.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Farinn til sjós

Image hosted by Photobucket.com

Nú er svo komið að sumarstoppið er búið þannig að er þá barasta farinn á sjó. En það þarf ekki að örvænta vegna þess að tæknin og mín ástkæra systir, Hulda gerir mér kleift að blogga um borð. Ég mun því blogga af sama krafti af sjónum og ég hef gert á þurru landi.
Lifið heil.
Þingeyjarsveit

Þá er gott að geta þess að komin er ný og glæsileg myndasíða inn á Þingeyjarsveit.is en ximon og Trausti framleiddu hana.
Sjá hérna.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

HVALVEIÐAR

Já Hvalveiðar eru ákaflega umdeildar. En nú undanfarinn sólarhring hef ég verið að rífa kjaft á Málefnin.com og staðið með því að Hvalveiðar séu stundaðar, undir eftirliti og vandlega sé farið í þær sakir. Að hægt sé að veiða Hvali án þess að ofveiði eigi sér stað. Talað var um á sínum tíma að ef að Hvalveiðar myndu hefjast í atvinnu skyni myndu útlengdingar hætta að koma í Hvalaskoðanir í mótmælaskyni gegn Hvalveiðunum. Það var líka sagt þegar Hvalveiðar voru hér fyrir ekki svo margt löngu síðan í vísindaskyni. En samt kom á daginn að áhugi og ástundun erlendra ferðamanna á Hvalaskoðunarleiðangrum hefur engan veginn dvínað. Það hefur farið í aukana ef eitthvað er.
Það er nú það.

Hér hef ég svo myndir