blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: apríl 2005

laugardagur, apríl 30, 2005

ÞAÐ ER ÞETTA MEÐ NBA

Málið er að með áhuga minn á NBA þá er það orðið dáldið snúið mál. Þannig er að minn uppá halds NBA leikmaður Shaquille o'neal er alltaf að skipta um lið og maður nennir ekki alltaf að vera að standa í að skipta um lið til að halda með. Ég hef td aldrei verið neinn sérstakur Heat maður en var farinn að vera mikið fyrir Lakers þangað til Shaq þurfti að hætta þar. Ekki fer ég að standa með Koby Bryant. Það er fæðingarhálviti með hor og mannaskít.
Ég hef samt alltaf gaman af því að fylgjast með úrslitum og horfa á sjörnuleikina, troðslukeppnirnar og þryggjastigakeppninar.
Einnig prýðir gamla NBA myndasafnið mitt myndum af gömlum og gildum köppum eins og Larry Bird, Magic Johnson og Michael Jordan og fleiri góðum leikmönnum.
MERKILEGT

Svei. Ég hefði þessvegna getað smyglað helling af kókaíni til landsins, hefði ég kært mig um það sem og öðrum varningi, þegar ég koma að utan. Þessir tollverðir eru greinilega ekki mikið að pæla í hlutunum. Allir notutð reyndar sinn toll af ágengi og tóbaki sem voru með mér í för og ég leifði Írisi að nota minn toll þar sem ég notast ekki við áfengi og tóbak lengur.
Nú á ég fullt af nammi sem ég keypli í útlöndum. Ég á líka slatta af dvd myndum sem ég keypti þarna vestra. Svo föt líka og þannig varningur.
En nú er ég að fara að horfa á The Amityville Horror og éta mikið af sælgæti á meðan.
Vííííííííí :)

föstudagur, apríl 29, 2005

Í DAG

Í dag gerði ég nokkuð soldið ljótt sem ég sé virkilega eftir að hafa gert. Hef þó beðist fyrirgefningar á því sem ég gerði.
Vona að málið blessist og allir verði sáttir.
Tíminn læknar öll sár.
HVÍTT EÐA KVÍTT HVITTUN EÐA KVITTUN

Þegar við tölum, þá tölum við. En við skrifum ekki eins og við tölum. það er það heimskulega við málískuna. við segjum Kvítt en skrifum það vitlaust, eða hvítt. En við segjum Kvittun og skrifum kvittun rétt sem er náttúrulega bara kvittun.
Auðvitað vita allir að Ingólfur býr í Kvítafelli en ekki Hvítafelli.
Þá er líka rétt sem Laxness skrifaði, en hann stútaði alltaf "ng" og "nk" regluni og skrifaði únglíngur, búnki og bánki. Það ætti að vera þannig en við erum svo miklir asnar að þurfa alltaf að skrifa alla skapaða hluti vitlaust.


fimmtudagur, apríl 28, 2005

SPIL

Þá sjaldan ég fletti spilum, finnst mér ágætt endrum og eins að leggja kapal á meðan ég drekk kaffi og totta Crawanter píputóbak, sem er sérunnið, milliristað og sólþurrkað tóbak frá Íran. Mig svimar stundum af því en það gerir ekkert til.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

America

Jaeja ta er eg i henni Amriku. Aei..eg nennekki ad blogga herna a tessu helvitis drasl takka bordi.
Bid ad heilsa bara.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

mánudagur, apríl 18, 2005

HONDA CRX

Þar sem að ég er Hondusjúklingur þá langar mig að sýna ykkur hérna skemtilegn Crxklúbb frá Hollandi. Allavega er sá klúbbur kenndur við Holland.
Þar er mikið um að meðlimir hittist og skemtisér og haldi hinar og þessar uppákomur, tileinkaðar þessari einstöku bíltegund.

TIL ÚTLANDA

Jæja góðir hálsar. Þá er ég að fara til útlanda. Ekki á morgun heldur hinn. Jáh, það hef ég aldrei gert. Fara til útlanda. Ég fer hvorki meira né minna heldur en til hennar Amríku.
Þetta er voðavoða spennani. Ég hef heyrt að í útlöndum sé til svart fólk og þar er líka suður og norðurpóll, skakkur turn og svo var mér sagt að Hitler byggi þar líka. Ég held reyndar líka að í útlöndum sé miklu meira fólk en á Íslandi. Meira en 100 og jafnvel meira en 1000. Í útlöndum eru til Ljón.

sunnudagur, apríl 17, 2005

VIÐ LESUM

Ari sá sól.
Mási sá máf.
Vala er er í rólu.
Mási er að masa.
Ari og Vala mása og masa í rólu.
Mási og Ari eru vinir sagði Vala.
Vala á rólu með Mása sagði Ari.
Það er gaman að róla sagði Mási.

Afhverju ætli mér detti Skúli og Brynhildur í hug akkúrat núna.
Það er spurning ?

Neihh....Þetta var rugl í mér um daginn. Bítlarnir og Lennon eru ekkert útbrunnir hjá mér. Lennon var snilld. Bítlarnir líka. Ég er að hlusta á John Lennon núna. Vííííííí

föstudagur, apríl 15, 2005

NÓG AÐ GERA

Í dag er nóg að gera. Ég þarf að:
Læra, vinna, sópa, vaska upp, ryksuga, spinna, flétta, mokaflórinn, mjólka, gefa, slæga fiskinn, salta horgnin, reykja kjötið, stoppa í sokka, fara í fiðlutíma, elda, bera á borð, mata, lempa, fægja, dytta að bílnum, skúra, bóna, færa hamp, hella uppá kaffi, tæta greinar, bæta net, baka, brytja mör, salta niður, þvo, hengja upp, smíða, slátra, slá, raka, snúa, garða, hirða, moka inn, bagga, rýja, vitja, vefa, þurrka af, súrsa, kæsa, smala, hengja upp mynd, marka lömbin, járna Grána, gelda hrútinn, brennimerkja, smúla, týna ber, splæsa línu, smyrja vélarnar, dreyfa áburð, setja upp girðingu, smíða grindverk, naglhreinsa, steipa grunn, bera skít á garða, berja harðfisk, svíða lappir, kemba, pækla, planta trjám, plæja, herfa, mala kaffi, prjóna, hekla, bókbinda, svæfa hundinn, höggva hanann, viðra svínin, hengja upp hillu, dorga, gefa fóðurbæti, þurrka söl, reyta rafann, sá í moldina, snyrta runnann, flaka Ýsuna, múra, mála, gella, spyrða, glenna hausa, slá af, pakka, skrúfa upp ljós, kveikja upp í stónni, gera við pípulagnirnar, stafla taði, strokka smjör, seila, sauma keppi, sortera bækur, pússa, gefa fuglunum, sópa moðið, stinga upp kartöflur, brenna ruslið, þurrka upp alla bleytuna, grafa skurð, hlaða vegg, fara í búðina, beyta, leggja net, taka gröf, sjóða niður kæfuna, síga á björg, týna egg, veiða Lunda, hræra í sultunni, saltbera svellið. súpa kveljur, drekka kaffi, lesa, sofa.
Þetta er myndar búskapur hérna. Það verður ekki annað sagt.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

TÓNLIST

Það er svo allavega hvernig músíkin fylgir manni í gegnum tíð og tíma. Ég held samt að ég sé búinn að spila Bubba og Bítlana upp til agna. Orðinn leiður á því. Þessi plata sem Bubbi gaf út seinast "Tvíburinn"...æi ég veit það ekki. Nei held ekki.
Hinsvegar er ég svolítið í því að hlusta á Rem, Radiohead sem og Take that. Jabnvel það að Rolling stones og Troggs svo og margt annað gott rokk nerti hjá mér nálina af og til. Dauðarokk frá böndum eins og Satyricon, Napalm Death og Sepultura er auðvitað alltaf við hæfi.
Tenórar og karlakórar eru einnig eitt af mínu uppáhaldi þessi misseri.
Mæli þið með einhverju ?

mánudagur, apríl 11, 2005

ÉG BIÐST AFSÖGUNAR OG GEF SAURSÝNI

Image hosted by Photobucket.com

Eitthvað fóru þessi úrslit í getrauninni fyrir brjóstið á sumum hérna svo að ég biðst formlega afsökunar á að hafa klúðrað þessu og skila hér saursýni að ósk ximonar.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Fritz Wepper

Þá er svarið komið. Krissrokk svaraði eiginlega rétt, svo að ég tók það gilt. Þetta var leikarinn Fritz Wepper sem lék Harry Klein í Derrick þáttunum.
Þarna er síðan þeirra félaga
Svo má hér að neðan sjá mynd af þeim félögum hlæja af ykkur sem gátu ekki svarað þessu.
Image hosted by Photobucket.com

laugardagur, apríl 09, 2005

GETRAUN

Image hosted by Photobucket.com

Hver er þetta og fyrir hvað er hann frægastur ?
1. vísbending: Þessi mynd er frá því að maðurinn var ungur.

föstudagur, apríl 08, 2005

FRÁBÆR DAGUR

Í dag vaknaði ég snemma og eldaði hafragraut. Kveikti á kerti í tilefni afmælis Garðars afa míns.
Svo var tekinn rúnturinn til Kebblavíkur og versluð Honda. (Sjá að neðan) Síðan frétti ég það rétt í þessu að Halli og Hanna voru að eignast litla stelpu í dag.
Þessi dagur brillerar.
Ég á Víti(þ.e. skotkaka) sem ég ætla að fara með út núna og freta upp í loftið í tilefni dagsins.
Takk fyrir.
VÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ

Image hosted by Photobucket.com

Var að versla þessa Hondu Crx

fimmtudagur, apríl 07, 2005

PYLSUVANG

Nú er páfinn allur eins og við vitum og milljónir manna farnir til að sjá af honum blessaðann skrokkin.
En ég var svona að pæla. Maður gæti örugglega grætt á tá og fingri með því að vera með pylsuvagn þarna við þetta. Vera með pylsur og kókómjólk. Fólk myndi kaupa það. Það er alveg 100%.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

LÁKI MEÐ IÐRIN LAFANDI
Þetta er teikning úr einni af minni uppáhalds þjóðsögu, um mann að nafni Láki sem Árni nokkur sem fann dauðann og marflóaétinn niðrí fjöru. 
Láki lá ekki kyrr keldur ásótti Árna alltaf með iðrin lafandi og það hringlaði í beinunum. Þetta þoldi Árni vitanlega ekki í til langs tíma þannig að Árni gafst upp á þessum ásóknum og gróf holu í leiði Láka og gerði þarfir sínar í hana og rak svo stálnálar í sinnhvern endann á leiðinu og varð því lítið vart við Láka eftir það.
Ég var einhvern tímann búinn að skrifa um þetta hérna, en aldrei teikna það.

mánudagur, apríl 04, 2005

TÖRN

Það er komin törn. Það veit enginn hvað ég er að hugsa núna. Enda ætla ég að halda þessu útaf fyrir mig. Það er bara stundum sem tilfinningarnar og andrúmsloftið segi til um hvað sé í gangi og hvað sé í vændum.
Spurning hver afköstin verða

Image hosted by Photobucket.com

Þessa mynd tók ég af hretinu klukkan 4 í fyrrinótt


sunnudagur, apríl 03, 2005

INTRUM JUSTITIA

Intrum Justitia var að senda mér rukkun í pósti í gær.

Bölvaður Þessi snepill
sem þvælist um allt og heilög vé.
Frá helvíti kemur sá depill.
Hann heimtar mitt litla fé.

Í arininn skal hann sá arna
eiga sem greiðustu leið.
Svo verði að ösku að tarna.
Og leiðin til fjandans sé greið.

Og hér er svo mynd af gömlum hjónum sem voru staðin að verki á dvalarheimilinu Hrafnistu.

Image hosted by Photobucket.com

föstudagur, apríl 01, 2005

HELGI AÐ MUNDA SKYRIÐ

Image hosted by Photobucket.com

Mynd sem ég bjó til í paint.
Er meirað segja að spá í að skella myndinni á striga.
Líst þér ekki vel á það ?
HELVÍTIÐITT

Einhvern tímann í skólanum í gamladaga vorum við nokkrir strákarnir, ximon og fleiri inná kennarastofu að bardúsa eitthvað með Skúla og sögðum alltaf helvítiðitt við hvorn annan. "Jæja helvítiðitt eigum við að fara í búðina á eftir helvítiðitt. "Já helvítiðitt við skulum gera það helvítiðitt.
Eða "Nenniru að rétta mér yddarann helvítiðitt". "Já helvítiðitt, hérna helvítiðitt". Svona gékk þetta í dálítinn tíma en þá var Skúla farið að leiðast þetta tal og sagði: Æi hættiði nú að kalla hvern annan "helvítiðitt". Í þeim töluðu orðum kom Trausti æðandi inná kennarastofuna, benti á ximon og sagði "neihh þarna ertu þá helvítiðitt".
Ég vissi ekki hvert Skúli greyið ætlaði.