blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2009

sunnudagur, ágúst 30, 2009

Það bætist meira við

Fékk þetta eftir langa mæðu inn um bréfalúguna um daginn. alltaf gaman þegar það bætist í safnið. Annars þýðir lítið að standa í því að kaupa NBA myndir af ebay þessa dagana á meðan dollaraskömmin er svona há. En ég lét til leiðast um daginn þegar ég pantaði þetta.

miðvikudagur, ágúst 26, 2009

TrixTrixTirxTrixTrix

Fyrrir löngu síðan stofnaði einn framtakssamur náungi síðu á facebook þar sem fólk getur sameinað krafta sína og heimtað að Trix morgunkornið sem eitt sinn var á íslenskum matvælamarkaði, verði aftur leyfð endrukoma í íslenskar búðarhillur. Þegar bann var sett á vöruna vegna litarefna þá var ég lítill krakkaskítur en ég man samt að mér þótti þetta gott og reyni ætíð að krækja mér í pakka ef ég er staddur í einhverju landi þar sem Trixið góða er til sölu. Síðuna má finna hér.

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Svaðalegt

Í nótt dreymdi mig ljótan draum. Ég var staddur inni hjá fjölskyldu sem bjó í einbýlishúsi í Grafarvoginum og ástæðan fyrir því að ég var staddur þar var sú að heimilisfaðirinn ætlaði að myrða fjölskyluna en ég hafði einhvernveginn komist að þessum áformum og sá mér ekki annan leik færan en að reyna að vernda fólkið. Ég lét eins og ég væri venjulegur gestur þarna og svipaðist um í húsinu. Í einu herbergjanna lá fjórtán ára sonur þeirra hjóna sofandi í öllum fötunum í rúminu og lá oná sænginni.
Stofan var búin nýlegum Ikeahúsgögnum og þar sat yngri sonurinn, tíu ára fyrir framan sjónvarpið og spilaði í playstation tölvu. Nú og hjónin voru svo að bardúsa eitthvað í einu herbergjanna, setja saman skáp eða eitthvað og ég stóð og var eitthvað að tala við þau á meðan. Svo stendur heimilisfaðirinn upp frá verkum sínum, fer inn í eldhús og sækir haglabyssuna og gerir sig líklegan til að skjóta mig en ég rauk þá inn í forstofuna stekk í skóna og út en karlinn á eftir mér. Svo er hann á eftir mér að reyna að freta á mig á meðan ég reyni að flýja og fela mig á milli húsa en reyni um leið að gera fólki viðvart og einhverjar konur sem voru að chilla í einum garðinum þarna stukku til og hringdu á lögguna og létu vita af þessum brjálæðing.
Þegar ég svo hafði náð að hrista helvítis manninn af mér, stóð ég í felum á bak við hálfbyggt hús þarna í hverfinu en þar kemur yngri sonur mannsins að mér.
Strákur: Því er þetta svona? Afhverju þarf ég að vera eins og hann.
Ég: Þú getur ekki verið að kenna sjálfum þér um hvað aðrir gera og þú hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvernig pabbi þinn hagar sér.
Svo hélt flóttinn áfram og þegar ég vaknai hafði lögreglan ekki látið sjá sig og maðurinn gekk enn lausum hala í grafarvogi með haglabyssu í hönd, tilbúinn að skjóta af mér smettið ef hann næði til mín.

sunnudagur, ágúst 23, 2009

Jamm og jæja

Maður var bara að tussast þetta á lappir um tvöleitið í dag. Helvítis kæruleysi. Við fórum nú nokkur í nótt og úðuðum í okkur menninguna. Það var byrjað á Ráðhúsinu þar sem Mánar og fleiri voru að hamast á hljóðfærunum sínum og á meðan skotið var upp flugeldum var stikað upp að Smiðjustíg til að taka hús á Grand Rokk. Maður hefur sjaldan orðið eins endurnærður eftir aðra eins skemmtun segi ég nú. Ég hafði nú einhverntímann heyrt um þessa hjómsveit Palindrome sem sté fyrst á svið. En mér þóttu þeir fínir enda er söngvaranum þetta í blóð borið. Indælt var svo að heyra í Megasukkinu það sem þeir fóru mest með klúra og skemmtilega söngva. My favorite,Fræbbblarnir, var alveg hápunturinn. Það er alltaf einhver djöfulegur fílingur sem maður kemst í þegar maður heyrir í þeim. Já, paunk-púkinn fer alveg gersamlega af stað í hausnum á mér þegar ég heyri minnst á þetta band.
----------------------------------
Ég hef nú tekið eftir því að það er bara nokkuð góð ofskynjunarsveppaspretta í ár. Bara á blettinum hérna framan við blokkina er alveg hrúgu uppskera. Aldrei prufaði ég sveppina þegar maður var í vitleysunni hér í eina tíð. Aulaháttur. Kannki að maður heiti sjálfum sér því að prufa sveppina ef maður skyldi einhvern tímann detta í það í framtíðinni. Nei maður á ekki að bulla um svona hluti. Það er ekki ábyrg edrúmennska að gera það. Það er nú svo. Jæja það er bezt að fara og hella upp á kaffi og taka fram rúgbrauðið og kindakæfuna.

föstudagur, ágúst 21, 2009

hókíhókípókí

Skrítið að sjá gamla druslubílaportið í Vöku svona galtómt. Staður sem alltaf hefur verið stútfullur af bílhræum í áratugi er orðin að eyðimörk. Spurning um að malbika staðinn og yfirbyggja hann og reka þarna stóran skemmtistað. Nei það er bull. Tóm vitleysa.
Í nótt dreymdi mig að ég væri á stangli í kring um Búlandstind en búið var að koma fyrir sterkum ljóskösturum við rætur fjallsins til að lýsa það upp. Svo fór ég inn í eitthvert hús þarna hjá fjallinu þar sem var partí en þar dönsuðu allir gestirnir hókíhókípóki á stofugólfinu við undirspil harmonikkufélags suður-Þingeyinga. Síðan kom Louis Amstrong og spilaði á trompettinn á og allir hlustuðu hugfangnir.
------------------------------------------------
Enn og aftur álpaðist ég út í búð og keypti mér cd á hundraðkall. Þetta er nú bara einhver reggífroða. Eins og hvað ég þoli reggí illa þá gat ég samt alveg hlustað á þessa skífu og dillað mér. En það stóð nú ekki lengi. Ég held að þetta rusl eigi eftir að fjúka í arininn áður en langt um líður. Held það bara.

Finley Quaye - Broadcast


Finley Quaye - Feeling Blue


Finley Quaye - Burning

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Mannaskítur

Alveg á ég ekki til orð. Ég lagði mig í dag og fór þá að dreyma ýmislegt rugl. Meðal annars tróð ég einhverra hluta vegna einhverju verkfæri sem var í laginu eins og draslið á myndinni, upp í rassgatið á mér. Tróð þessu nokkuð langt inn og lét ég þetta tiltekna áhald vera þarna í dálítinn tíma og þegar ég svo tók það út var það auðvitað útatað í mannaskít. En að dreyma mannaskít táknar auðvitað bara að peningar séu væntanlegir inn á reikninginn minn. Best að fara í sjoppuna á eftir og kaupa pylsu svala og lottómiða.

Ég hlusta á Portishead þessa dagana. Er nokkuð ánægður það bara.

Portishead - The Rip

miðvikudagur, ágúst 12, 2009

Dúllidú

Senn fer nú þessu ágæta sumarfríi að ljúka og við tekur gráminn og þunglyndið á sjónum. Hef svo sem ekkert til að úfúðast yfir þannig lagað. Allt er ágætt. Það er einhver skollans draugamynd í sjónvarpinu. Svona þessi típíska vella um fjölskyldu sem flytur í hús og bla bla bla, sama kreddan og draugurinn fer að andskotast alveg znælduvitlaus í húsinu og gerir krakkana í húsinu hrædda og gerir bara allt vitlaust þarna. Tómt rugl. Reyndar þegar ég var tólffjórtán ára sá ég á rúvinu draugamynd frá Svíðþjóð sem gerist í gömlu húsi á Malmö. Ég man lítið eftir einstaka smáatriðum nema hvað að póstkallinn var alltaf að éta banana. En allavega þá sást draugurinn í endanum á myndinni en hann minnti mig frekar á snjókall heldur en draug. Ekkert krípí, bara bull.
-------------------------------
Og svo vil ég vekja atygli á Pedro Pilatus sem er á MySpace og er eitthvað að vesenast í músík. Þetta er svona jahhh eitthvað bara svona eitthvað sem ég nenni ekkert að lýsa neitt. Bara fínnt sko. Ég hef eiginlega alltaf fílað svona. Ég veit svei mér ekki hvað ég á að kalla það en þegar hljóðfæraslætti og tölvumúsík er blandað saman nema bara mixeitthvað. Andskotinn ég er farinn að bulla í hringi. Hlustiði á þetta. Það er eitthvað þjösnast á rafmagnsgítar í þessu lagi þarna að neðan.

Pedro Pilatus - Stella

laugardagur, ágúst 08, 2009

Rassums

Líkt og í fyrra þá fór ég og leit á hommana, lessurnar og transarana á gaypride í dag. Bara sama mambóið og í fyrra fullt af alveg þveröfugu liði að sýna sig á laugaveginum. Svo var dreift smokkum í mann og annan þarna og svo var þarna einhver kona sem kastaði geisladiskum út um allt. Furðulegt lið. En allavega þá hreppti ég þrjá smokka og eitt eintak af þessum geisladisk sem er víst eitthvað Jacobsen, summer remix, vol 2 og er mix frá Hunk Of a Man. Sennilega er hann hommi eða eitthvað fyrst hann var að láta grýta þessu fyrir sig þarna á gaypride út um allt. En ég held þá að það sé í lagi að ég mpþríi einu af hans lögum hér að neðan.

Hunk of a man - Track2

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

jjæaklenffiddddididisakkksssjjjdio

Ágætis veður í dag. Ég skrapp á rúntinn í morgun og þvældist á bílnum niðrá granda, suðrí Hafnarfjörð og svo í miðbæinn og heim. Djöfull held ég nú að Austurvöllurinn lúkki vel sem aftökusvæði ef landráðamenn gætu verið dauðadæmdir. Hafa gálgann svona norðan við myndastyttuna og svo fólkið í kring að fylgjast með. Jafnvel að hafa hann dálítið háan svo að hægt sé að fylgjast með út um gluggann á Kaffi París og sötra Latte á meðan í rólegheitunum. Kannski væri ágætt að hafa bara múrvegg og stilla landráðamönnunum upp við hann.(HLAÐIÐ/SKJÓTIÐ)Ég meina á Serbíu Rússlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Spáni varðar það við dauðarefsingar að fremja landráð. Því ekki á íslandi.
-------------------------------
Núna áðan verslaði ég mér þennan disk. Hálf leiðinlegt en lét mig nú hafa það að hlusta á hann í bílnum þegar ég rúntaði um borgina. David Holmes er svona lala bara eða hvað finnst ykkur? Ég viddiggi.

David Holmes - No Man's Land


David Holmes - Inspired By The Leyburn


David Holmes - Coming Home To The Sun

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Ég veit það ekki

Mitt helsta þrekvirki í dag var að gera við vatnskassann. Kítta leir í gatið sem harnar svo eitthvað og æi ég nenni ekki að þusa um eitthvað svona lítilræði. Ég vil bara að ríkisstjórnin felli helvítis Ice_Save svo að ég geti keypt mér nýjan vatnskassa á betri prís en mér hefur boðist til þessa. Þetta lið þarna niðurfrá er greinilega ekkert að standa sig. Tjahh ég segi nú það sem enginn hefði þorað að segja. Ég held að Davíð Oddsson myndi ekkert annað en fella þetta rugl ef hann væri forsætisráðherra daginn í dag. Já ég segi bara svona það sem ég hugsa hverju sinni. það getur þá velverið að fólk haldi að ég sé hálfviti. Það verður þá bara að hafa það. Ég held þetta bara. Hef aldrei nokkurntímann haldið að eitthvert vinstripakk gæti haldið á spöðunum og rétt upp heilt þjóðfélag úr svona skít. Svo er nú það.

Svo var farið í þrívíddarsónar í dag og sonur minn sem enn kúrir í bumbunni á mömmu sinni skoðaður. Allt leit vel út.

mánudagur, ágúst 03, 2009

Þráðbeint til helvítis

Æi ég nennekki að pirra mig á þessu. Þetta lið getur legið í sandinum á Hawaii og runkað sér til blóðs mín vegna. Pakkið fer þá hvort sem er til helvítis þegar það drepst.
Pirrpirr

Þetta fer í pirrurnar á mér að fólk geti bara sett heilt land á hausinn en samt verið að leika sér og haft það gott einhverstaðar í útlöndum og lifað og leikið sér í vellystingum. Slíkt pirrar mig mikið þar sem ég þarf að strita heiðarlega fyrir mínum eigin aurum í kulda og skammdegi. Maður vonar að hægt verið að koma höndum yfir bæði mennina sem settu okkur á hausinn og peningana sem þeir hafa undir höndum svo að þeir geti ekki leikið sér eftir að hafa afplánað dómana, ef þeir verða þá nokkurntímann dæmdir.