Gulur Bragi
Kaffi er þarfaþing. Þegar mér dettur ekkert í hug hvað ég eigi að blogga um þá fer ég og fæ mér kaffi og sötra heilan bolla á meðan ég stend horfandi út um gluggann og pæli eitthvað. En djöfull er Ipod magnað helvíti. Núna eru komin 1040 lög inn á þetta litla stykki. Ipodinn orðinn eitt af hinu nauðsinlegasta sem ég þarf. Þegar ég fer eitthvað út, passa ég upp á að hafa með mér lykla, gsm, og svo Ipod. Hvernig lifi ég án tónlistar. Ég var annars að spá í að fá mér plötuspilara og eitthvað af plötum líka. Ég á reyndar eitthvað af plötum en ef einhver vill selja gamla plötuspilaran sinn þá má sá hinn sami hafa samband við mig.
En núna ætla ég að skreppa út á rúntinn. Keyra eitthvað út í bæ og skoða mannlífið. Fá mér kannski ís líka.
Steelheart - She's Gone
Pink Floyd - Wish you Were Here
miðvikudagur, október 29, 2008
mánudagur, október 27, 2008
Zetor
Já og ég er kominn í frí. Það er gaman að vera bloggari á íslandi í dag. Shit hvað maður er að verða leiður á þessum góðæriskreppu bloggurum sem margir annars góðir pennar hafa breytt sér í. Ég nenni ekki að væla um kreppuna. Það er næg kreppa í minni tilvist sem ég get vælt um hér svo að ég sé nú ekki að bæta kreppu þjóðarinnar þar ofaná. Ég hef bara það um að segja varðandi kreppuna á eyjunni bláu. Það eru fæðingahálfvitar sem stjórna landinu. Það er alveg greinilegt. Þeir hleyptu þar með enn verri fæðingarhálfvitum inn í hagkerfið með því að gefa þeim banka og þannig batterí án skilyrða. Það jafngildir því að heimskur faðir gefi krakkanum sínum skítadreyfara stappfullan af nammi og fylgist svo ekkert með því hvort krakkinn sé að éta nammið hóflega eða óhóflega. Það endar eins og allir eiga að vita með því að krakkinn étur og étur sælgætið sitt þangað til að hann springur í tætlur eins og hagkerfi okkar lands manna hefur gert. Sjá Geir Haarde alltaf í sjónvarpinu. Látandi eins og hann stjórni einhverju. EINS OG ÉG VITI EKKI AÐ DAVÍÐ STJÓRNAR ÖLLU ENNÞÁ ASSHOLE. Hengja þetta helvítis lið upp á löppunum.
C.S.I. Miami er í sjónvarpinu. Ekkert að gerast. Ég ætla að hafa löngutöng á kafi í rassgatinu á mér í kvöld. Já já, gera bara það sama og ríkisstjórnin hefur verið að gera síðustu tíu árin.
Jim Reeves - He'll have to go
Já og ég er kominn í frí. Það er gaman að vera bloggari á íslandi í dag. Shit hvað maður er að verða leiður á þessum góðæriskreppu bloggurum sem margir annars góðir pennar hafa breytt sér í. Ég nenni ekki að væla um kreppuna. Það er næg kreppa í minni tilvist sem ég get vælt um hér svo að ég sé nú ekki að bæta kreppu þjóðarinnar þar ofaná. Ég hef bara það um að segja varðandi kreppuna á eyjunni bláu. Það eru fæðingahálfvitar sem stjórna landinu. Það er alveg greinilegt. Þeir hleyptu þar með enn verri fæðingarhálfvitum inn í hagkerfið með því að gefa þeim banka og þannig batterí án skilyrða. Það jafngildir því að heimskur faðir gefi krakkanum sínum skítadreyfara stappfullan af nammi og fylgist svo ekkert með því hvort krakkinn sé að éta nammið hóflega eða óhóflega. Það endar eins og allir eiga að vita með því að krakkinn étur og étur sælgætið sitt þangað til að hann springur í tætlur eins og hagkerfi okkar lands manna hefur gert. Sjá Geir Haarde alltaf í sjónvarpinu. Látandi eins og hann stjórni einhverju. EINS OG ÉG VITI EKKI AÐ DAVÍÐ STJÓRNAR ÖLLU ENNÞÁ ASSHOLE. Hengja þetta helvítis lið upp á löppunum.
C.S.I. Miami er í sjónvarpinu. Ekkert að gerast. Ég ætla að hafa löngutöng á kafi í rassgatinu á mér í kvöld. Já já, gera bara það sama og ríkisstjórnin hefur verið að gera síðustu tíu árin.
Jim Reeves - He'll have to go
laugardagur, október 11, 2008
Það er spurningin
Viltu byrja með mér, er spurning sem er oft erfitt að æla út úr sér. Já hún brennur á vörum margra og það þarf kjark til að bera spurninguna fram. Margir guggna en margir sigrast á óttanum og láta vaða. Spurningin er sennilega algengust meðal fólks á gelgjuskeiði, því fullorðinn einstaklingur lætur svona hluti vanalega koma án formlegheita. Á sextánda ári var ég staddur á Húsavík og lét ég spurninguna flakka til ónefndrar manneskju, eftir langt stöngl og samningaviðræður við óttann og kvíðann. Fékk reyndar synjun en ég var ánægður í hjarta mínu fyrir sigurinn. Held svona eftir á að hyggja að þetta hafi verið ákveðið manndómspróf eða nokkurskonar manndómsverkefni. Lífið er ein áskorun. Nú væri svona gaman vita í stuttu máli um ykkar reynslu af akkúrat þessari spurningu.
10cc - I´m Not In Love Þetta lag lýsir svo lundarfari mínu þegar ég gekk hryggur á brott eftir að hafa verið hafnað
Viltu byrja með mér, er spurning sem er oft erfitt að æla út úr sér. Já hún brennur á vörum margra og það þarf kjark til að bera spurninguna fram. Margir guggna en margir sigrast á óttanum og láta vaða. Spurningin er sennilega algengust meðal fólks á gelgjuskeiði, því fullorðinn einstaklingur lætur svona hluti vanalega koma án formlegheita. Á sextánda ári var ég staddur á Húsavík og lét ég spurninguna flakka til ónefndrar manneskju, eftir langt stöngl og samningaviðræður við óttann og kvíðann. Fékk reyndar synjun en ég var ánægður í hjarta mínu fyrir sigurinn. Held svona eftir á að hyggja að þetta hafi verið ákveðið manndómspróf eða nokkurskonar manndómsverkefni. Lífið er ein áskorun. Nú væri svona gaman vita í stuttu máli um ykkar reynslu af akkúrat þessari spurningu.
10cc - I´m Not In Love Þetta lag lýsir svo lundarfari mínu þegar ég gekk hryggur á brott eftir að hafa verið hafnað
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)