blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: febrúar 2008

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Absúrt

Alveg eru menn nú hálvitar. En það er nú önnur saga. Eitthvað hefur verið í brennidepli síðustu dagana og eru leikar í borgarstjórn eitthvað farnir að hægjast á. Vilhjálmur ætlar að hugsa málið. Ókei. Annnþór sleppur úr grjótinu niðri á stöð. Opið gæsluvarðhaldi er um að kenna. Hvað er opið gæsluvarðhald ? Nú held ég að menn séu nú orðinir alveg....... Búið að banna loðnuveiðar. Hef enga skoðun á því þó að ég sé sjóari. Stunda eingöngu veiðar á Ýsu, Þorski og öðrum bolfiski og auðvitað bölva ég kvótaskerðinguna í sand og drullu. Ég þarf að láta skoða mig eitthvað. Ég á við svefnvandamál að stríða og ég er með tennisolnboga.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Og eitt kíló samarín

Ég er alveg að verða brjálaður, það er ekki hlustandi á þessar helvítis fréttir fyrir þessu andskotans REI máli. Hver laug uppá hvern og hver sagði hvað, hver átti hvaða miða heima hjá hverjum, ég hata þetta. Ipodinn reddar öllu hérna úti á dekki. Við erum núna á veiðum úti á Húnaflóa og erum að mokfiska hérna. Ég ákvað samt að skila af mér smá hérna á bloggið. Ég er búin að vera ferlega asnalegur þennan túr. Í gær ældi ég og í dag er ég með drullu. Svo ætla ég að fá mér samarín við brjóstsviðanum. Djöfull er ógeðslegt þegar maður ropar magasýrunni uppí munn - oj bara.