blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: júlí 2006

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Botnlaust vinna

Photobucket - Video and Image Hosting

Hér má sjá að verið er að vinna í blessuðum skrjóðnum. Merkilegt hvað ryð getur leynst víða, enda þetta dót orðið gamalt og búið að fara illa með það af mörgum misjöfnum eigendum. Svo hefur akkúrat ekkert verið gert fyrir þetta og þó, ef það var eitthvað gert þá var það illa gert. T.d. hafði einhver snillungur skift um frambretti öðru megin en alveg sleppt því að hafa innrabretti þannig að vatnið og drullan sem er búin slettast um allt er búin að eyðileggja brettið og stór skemma hurðina. (Drepa hann)Er nú samt að vinna í hurðini og held að ég geti nú bara lagað hana. En hjarirnar eru ónýtar
Annars er þetta voða gaman allt saman.
Magnandskoti

Er að horfa á rokknóva eða hvað þetta heitir en djöfull er þetta leiðinlegt og fer þetta í taugarnar á mér. Magni er eins og hann er. Ég held að hann hafi púka í höbbðinu.

mánudagur, júlí 24, 2006

Nú ertu kominn þangað sem þú vildir vera

Alveg merkilegt hvað mann dreymir. Í nótt dreymdi mig að ég væri orðinn áttræður og ónýtur(2060). Var staddur á jarðaför á Einarsstöðum og var að kveðja einhvern sem ég þekkti en sá lést víst fyrir aldurfram (ca 35- 40 ára). Var margt fólk statt á þessari jarðaför sem ég þekki daginn í dag og voru allir orðnir gamlir og kæstir. Margir líka sem ég hef aldrei séð fyrr, ungt fólk aðallega. Ekki man ég hvað presturinn sagði nema að í líkræðuni endaði presturinn á að segja: Þú hefur verið bænheyrður og nú ertu kominn þangað sem þú vildir vera.
Þar við vaknaði ég.

sunnudagur, júlí 23, 2006

Veðurfregnir og Melludólgar

Photobucket - Video and Image Hosting

Jæja, þá er komin nótt og klukkan að nálgast þrjú. Ég er hérna búinn að sötra kaffi og spjalla við Þorberg frænda minn í dálítinn tíma. Mjög athyglisverðar samræður þar. Annars er þetta búinn að vera stórgóður dagur. Ég mætti á hitting okkar systkina, en við Brynki, Hulda, Loffi og Auður fórum á Stælinn á átum íbitinn hamborgara og affengið kjúklingasalat. Reyndar mætti ég Hyrti, Jóhönnu og Tönju Sól þar innandyra líka. Það var gaman. Ennu svo fórum við systkinin í keilu á eftir matnum.

Snúður leit við hjá mér í dag. Hann var að varpa fram hugmyndum um að gerast melludólgur. Vildi ólmur fá mig í mellubissnes með sér en ég lét ekki til segjast. Einhver manndjöfull í Nígeríu ætlar að senda honum 6 mellur til landsins gegn fyrirframgreiðslu. Já þær verða bara 6 til að byrja með en þegar svo Snúður stækkar við sig í melludæminu og eykur bissnesinn við nígeríugaurinn munu þær verða fleiri. Hann er búinn að fá gott húsnæði undir þetta á Suðurlandsbraut.

Svo vil ég sýna ykkur sem ekki hafa séð, veðursíðuna frá Holtakoti. Hægt er að taka púlsinn af veðrinu í Þingeyjarsveit hvenær sem er alla 24 tíma sólarhringsins. Allt árið um kring.
Athyglisvert.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Skalli

Djöfull hata ég hárið á mér. Það hefur ALDREI alla mína hunds og kattar tíð getað verið eins og ég vil hafa það hvorki í lit né greiðslu. Svo loksins fann ég út hvernig ég vil hafa það og orðinn sáttur með hárið og þá, NEI NEI....Þá byrjar það detta af hausnum á mér.
Helvítis.

mánudagur, júlí 10, 2006

Bara Pússja'ða

Jæja góðir hálsar, þá er ég vaknaður í dag. Ég búinn að vera dálítið í því að pússa lakkið af Honduni minni undanfarið og það er alveg merkilegt hvað það fer mikill tími í svona boddýverk. En allavega þá þarf ég að finna allt ryð og saga það úr boddýnu og sletta trefjaplastgumsi í götin og pússa það allt til, þegar það er orðið hart.
En ég get svo svarið það. Ég er að hlusta á The Cranberries og þessi lög með þeim koma manni til að líða vel. Öll lögin þeirra eru góð.

sunnudagur, júlí 09, 2006

Helvítis Troll Drazl

Jahérna. Núna er dallurinn sem ég er á kominn í sumarstopp og verður ekkert róið á honum fyrr en í ágúst. Það er auðvitað gott og blessað en ég réði mig nú samt á togara í millitíðini. Var að koma heim eftir fyrsta túrinn og ég verð að segja að þetta er það mesta helvíti sem ég þekki. Ekki nóg með það að þetta sé endalaus netavinna heldur er ekki hægt að fá að hafa frívaktirnar í friði. Sjálf vaktin er 12 tímar og frívaktin er 6 en svo þegar mikið er að fiskast þá lendir maður í að þurfa að standa frívaktina og svo aftur 12 tímana. Ég get svo svarið það ég var farinn að sjá ofsjónir og tala við púka, ég var orðinn svo þreyttur. En maður fær víst borgað fyrir að þjást svona.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Sarg

Ér er hér í Laxbankanum í Mjódd, þar sem Satan býr. Hér eru einhverjir einstaklingar sestir á mitt gólfið og eru byrjaðir að Sarga á Fiðlur og Selló.
Ef þeir hætta þessu ekki þá held ég bara að djöfullinn fari að koma upp úr gólfinu hérna.
Annars er fiðlan skemtilegt hljóðfæri. Er bara ekki í stuðinu fyrir það núna.
Hehe.. svo eru hérna tvær kjaftakerlingar rétt við hliðina á mér. Þær hittust hérna og byrjuðu að tala um kökuuppskriftir en hafa svo leitt umræðuna um einhverja konu sem er byrjuð aftur með kallinum sem var alltaf að lemja hana.
Ástandið hér er eins djöfullegt og hugsast getur.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Mótmælandinn

Photobucket - Video and Image Hosting

Ég var á stangli í bænum í dag og mætti þar á förnum Langholstveginum Helga Hóeseasson og tók af honum þessa mynd hér að ofan. Spjallaði eilítið við kappan og fór svo mína leið.

Namm ég er að éta Candyfloss. Það er eitur.