blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2006

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Hringdu seinna ég er upptekinn

Hvað er málið með símann minn. Það hringir aldrei neinn í hann. En ég varð MJÖG upptekinn um daginn í sirka 3 klukkutíma og ég er MJÖG sjaldan eitthvað upptekinn og það hringdu ALLIR í mig. Gamlir kunningjar "blessar, ætlaði bara að heyra í þér hljóðið". Gallup hringdi á þessu umrædda tímabili og svo var hringt í mig 3svar út af vinnuni sem aldrei skeður. Ég bað alla vini og kunningja að hringja í mig um kvöldið en það hefur enginn hringt síðan þetta skeði.
Alveg ótrúlegt.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Viðundur

Þetta var nú sérdeilis góð helgi. Ég fór skreppirúnt norður í land. Leit á Hlandsmótið á Laugum, gisti hjá frændfólki mínu, hitti margt fólk, tók labbitúr með símoni og skeit síðan aðeins líka. En þó voru atburðir helgarinar misgóðir. Fékk ég þær fréttir norður yfir heiðar að kötturinn minn væri líklega dauður en svo reyndist ekki vera þegar ég kom heim. Varð ég síðan hrelldur af nokkrum viðrinum sem kom nú ekki að sök. Reyndar komst ég betur að því og er að uppgötva alltaf meir og meir að sumt fólk á ekki að fæðast og á eiginlega bara að fara í lakið. En þó, það fer þá bara í staðin til helvítis þegar það drepst.
Góðar stundir.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Það verður að segjast

Ég hef komist að því að ég er með ístru. Sá það þegar ég leit í spegilinn sem er hér við hliðina á mér og þar sem ég er ber að ofan þá vellur spikið framfyrir buxnastrenginn og yfir beltið. Keppurinn verður að víkja.

Já það verður að segjast að Rockstar Supernova þættirnir eru nokkuð spennandi. Gaman að sjá hvað Magni er að standa sig vel íþessu. Hafði ég nú enga trú á pjakknum enheld að þetta sé allt að koma hjá honum.

Svo var ég að uppgötva að söngvarann Leonard Cohen. Það er alveg unun að hlusta á kallinn. Mitt uppáhalds lag með honum er lagið Dance me to the end of love.

Segið mér svo hér á kommentakerfinu á hvað þið eruð að hlýða þessa dagana.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Sitja

Hér er ég búinn að sitja í ca 15 mín. Ég hef nákvæmlega EKKERT að segja.