blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2006

þriðjudagur, maí 23, 2006

Það snjóar íBreiðholtinu núna

Já það snjóar alltaf hérna. Ég var að enda við að horfa á DVD-mynd sem ég keypti í útlöndum en hún nefnist Cut Throat. Þetta rugl fjallar um eitthvað lið í kvikmyndaveri sem verða fyrir því að einhver manndjöfull með ljóta grímu fer að drepa þau, krakkaskinnin hvert af fætur öðru. Myndin var leiðinleg og illa leikin í alla staði.
Hefði ég þá frekar átt að kaupa mér konfekt eða smokka fyrir dollarana sem ég eyddi í ræmuna.
Haldiði að þetta sé hemja ?

Nei þetta er engin einasta andskotans hemja. Að maður skuli eyða peningum í svona rugl. En núna er ég að safna og spara fyrir freðalögum í sumar. Fer sennilega tvær langferðir út á land í sumar.

laugardagur, maí 20, 2006

Myndir af ölvun

Held bara að ég sé í fyrsta skifti virkilega sáttur með úrslit eurovision. Allavega vef ég alla tíð vitað að RoKKiÐ sér og sigrar hvar og hvenær sem er. Þess vegna gátum við Íslendingar verið löngu búnir að hafa vit á því að sigra þessa helvítis keppni á þennan hátt. Þetta var bara tímaspursmál hvenær svona band kæmi og rústaði keppnini eitt árið. Nei nei við Íslendingar þurfum alltaf að vera svo fokking ömurlega hnakkvæddir að senda einhvern Palla perra eða Birgittu. Það er auðvitað ekki nokkur helvítis hemja að gera þetta svona. Eins og tildæmis helvítis hörmungar vælið í Jónsa homma sem skeit upp á bak. Verð samt að segja að mér leist vel á Sylvíu Nótt í þetta en vissi samt allan tíman eftir að ég sá snilldina í Finnum aðenginn myndi hafa gramm í þa núna í ár.

En ég var með teiti í gær og hér koma myndir
SVOOONAHHH

föstudagur, maí 19, 2006

Takkavesen og Teiti

Hvad er ad gerast. Takkabordid er ordid klikkad eftir ad eg formatadi tolvuna. Tarf ad finna utur tessum vanda. Held ad tetta se bara einfold adgerd. En eg er allavega fluttur med fjolskylduna i ibudina, buin ad gera allt klart. Setti upp loftnet i gaer, tengdi tvottavel, stillti afruglarann og setti nyja bremsuklossa undir bilinn minn.
Nuna er tad influttningspartyid. Set myndir af tvi a morgun.
Godar stundir

þriðjudagur, maí 16, 2006

Drullað uppá bak

Neyðarlegt helvíti að vera í framboði fyrir einn stærsta flokk landsins og drulla svona upp á bak eins og Eyþór Arnalds gerði á dögunum. Skiptir mig samt engu helvítis máli ég bý ekki í Árborg og myndi heldur aldrei kjósa þennan helvítis flokk undir neinum kringumstæðum. Í þessum flokk eru ekkert nema helvítis svikarar, götulíður, rónar, geðsjúklingar og vatnaskrattar. Flott ef þetta verður til þess að vinstriflokkarnir græða eitthvað á þessu.

En talandi um fillirí þá á ég sjö ára edrú afmæli í dag.
Haldiði að þetta sé hemja ?

fimmtudagur, maí 04, 2006

Addú-Barri

Lítið að segja. Alveg merkilegt þetta þegar maður er að reyna að koma einhverju frá sér reyna að segja eitthvað en líkaminn og heilinn bara neitar að virka til þess arna. Þess vegna dettur mér ekkert rugl í hug núna. Verð samt að segja að ég er orðin hálf þreyttur eftir daginn, enda búinn að snúast mikið í kringum rassgatið á sjálfum mér og öðrum. Nenni svo innilega ekki að fara á sjóinn á morgun en verð bara samt. Ég verð að þjást.

Fór ég á kaffihús í dag með Mr Ximon og drakk með honum kaffi sem við áttum að drekka úr óhreinum bollum, sem við neituðum að gera og fengum hreina bolla. Heyrði svo í kind hósta þar út úr sér rassgatinu. Ég sá líka Megas í dag og reyndi að keyra á hann.
Hér eru svo myndir.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Jamm

Jæja, Þá er maður loksins búinn að kaupa sér sófasett og leisíboj í stofuna. Maður er nú reyndar ekki fluttur inn en það mun gerast á næstu dögum. En ég er líka búinn að fá bílskúrinn afhendan og Hondan er því loksins komin í sérherbergi.