blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2008

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Leiðindi

Þetta sumar hefur nú varla verið gott. Jú það lofaði góðu í enda Maí þegar ég fór með konu og barni ásamt fleirum til Flórída. Var svo í Júníbyrjun farið á norðurlandið þar sem ættingjar og gamlir sveitungar voru heimsóttir. Svo þegar Júlí startaði var farið að Svignaskarði í vikudvöl í sumarbústað til afslöppunar. Það var mjög gott. En svo þegar hallað hefur á seinnipart sumarsins hafa mjög leiðinlegir atburðir átt sér stað. Mamma og Pabbi ákváðu að slíta samvistum eftir 30ára sambúð. Einnig voru bróðir minn og mágkona að splútta samvistum eftir langt hjónaband og ofan á það gekk vinafólk okkar Írisar einnig frá sínum skilnaðarskjölum. Um verslunarmannahelgina fékk ég svo þær fréttir þegar ég var í tjaldferðalagi með fólkinu mínu að góður félagi minn úr 12sporabransanum, maður sem mér þótti afar vænt um, væri látinn eftir mikla baráttu við krabbamein. Þar á eftir fékk vinafólk okkar þau válegu tíðindi að dóttir þeirra hefði látist af slysförum út í Svíþjóð.
Yfir þessu öllu saman er ég ákaflega hryggur og hafa síðustu vikur verið tilfinningalega átakanlegar. En að geta verið til staðar fyrir þá sem manni þykir vænt og að vera hæfur til þess að geta hlúð að þeim um getur gefið manni ótrúlega mikið. Sjálfur reyni ég að horfa fram á veginn og lifa í núinu og nota þessi andlegu verkfæri sem mér voru færð í AA samtökunum.
Nightwish - Frozen

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Með drulluna

Ég er farinn á sjó. Gráminn er byrjaður aftur eftir gott sumarfrí. Var að koma heim eftir fyrsta túrinn. Keila, Langa, ýsa og grátlega lítið af Þorski. Allt er búið að gerast í þessu blessaða fríi mínu. Svo fer ég á sjó og borgarstjórninni bara steypt af stóli og búið að hræra öllu liðinu til. Hefði ég nú samt vilja hafa sama borgarstjórann áfram. Segi það nú bara.
Og nú er lag. Toby Keit er góður kántrýsöngvari.
LAG

föstudagur, ágúst 15, 2008

Mp3 og MPEG-4 á bloggið. Nú er lag.

Meiri andskotans skítaliktin sem kemur þegar verið er að sjóða slátur. Eins og hvað þetta er nú annars ágætis matur þegar búið er að súrsa það. Fnykurinn er slíkur að ég reyni bara að vera úti þegar verið er að sjóða slátur.
Í dag fór ég reyndar út að taka til í bílnum mínum. Já, þegar menn eru farnir að finna ruslatunnulikt í bílnum þá er kominn tími á tiltektir.
Þá er að kynna nýjan lið hérna, en það tilstandið verður það að ég mun af og til setja inn lög með bloggfærslum mérna. Þið verðið bara að fylgjast með því undir þeim færslum sem ég kem til með að bæta lagi við. Í tilefni verða það 2 lög núna.
LAG
LAG

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Blómiiiii

Hefi ég ætíð verið hrifinn af ritverkum Þórbergs. Hef lesið töluvert eftir hann og núna var að koma út krafsinu bók sem ég las eftir hann á sínum tíma eða þegar ég var 15ára. Það er Sálmurinn Um Blómið og fjallar um það þegar Þórbergur og Margrét eiginkona hans bjuggu á Hringbraut 45 og samskipti þeirra við skábarnabarn þeirra, Helgu Jónu sem bjó með foreldumsínum á hæðinni fyrir neðan þau. Þórbergur var svo mikill snillingur að koma þessu ritverki á blað að það er með ólíkindum. Hann setur sjálfan sig svo vel inn í hugarheim barnsins og gerir textann í bókinni svo skemmtilega barnalegan. Svo er svo skemmtilegt hvernig lífsins speki og þrautir eru sett í einfalt og barnalegt form. Einnig þegar Þórbergur lýsir fyrir barninu illsku heimsins og valdi græðginnar á svo einhvaldan og barnalegan hátt.
Bókin varð mér svo hugleikin þegar ég las hana á unglings árum að þegar ég á sama tímabili lífs míns fór ég til Reykjavíkur, bað ég Pabba minn að keyra með mig sérferð að Hrinbraut 45 bara rétt til að sjá hvernig húsið liti út og hvernig umhverfið væri þarna í kring.
Núna er best að ég fái mér kaffisopa. Fyrst ætla ég samt að henda út einni Hrossaflugu og skíta.

mánudagur, ágúst 11, 2008

Þrautarugl
Getur einhver leyst þessa gátu. Hún gengur út á það að að draga samfellda línu í gegn um hvert strik aðeins einu sinni. Sá sem nær að leysa þessa þraut fær í verðlaun Fréttablaðið og áskrift að Skjá einum frítt í heilan mánuð.

laugardagur, ágúst 09, 2008

Homma Prýði

Ég gerði mér ferð til að skoða gönguna niðrí bæ í dag. Þar var að vanda alveg hellingur af alveg Þveröfugu liði. Öfuguggaskapurinn var svo þvílíkur að ég hefi aldrei vitað annað eins. Magnað hvað kynvillingarnir geta nú verið ísmeygilega skemmtilegir á svona stundum. Er ég stoltur af þessu fólki að geta verið eins og það er svo frjálst, konurnar eins og keðjuhlekkir og karlarnir pumpandi í hvern annan alveg linnulaust. Ég hvet því alla sem slíkar kenndir hafa að opinbera þetta fyrir fjölskyldu og vinum því að samskapanudd eða garnaþvæl er ekkert til að skammast sín fyrir.

föstudagur, ágúst 08, 2008

Helvítis ónæði

Hvað er málið með Hrossaflugur í þessu húsi sem ég á heima í. Alveg merkilegt hvað þær sækjast hingað inn þegar ég er að reyna að hanga í tölvunni í friði. Ég er búinn að drepa slatta af þessum kvikindum síðustu daga og nú er ein hérna í stofunni að þvælast. Ógeðsleg kvikindi.

Og í alvöru. Prufiði onlinebandit. Alveg mergjuð snilld að hanga inná þessu og spila lúdó.