blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: september 2004

sunnudagur, september 26, 2004

BRÚTUS HINN ÓVIÐJAFNANLEGI

Þá er kominn til sögunar BRÚTUS HINN ÓVIÐJAFNANLEGI. Görið svo vel að kíkja.
Reyniði svo að taka þátt í getrauninni hérna að neðan ormarnir ykkar.

föstudagur, september 24, 2004

GETRAUN

Og þá er ég með getraun. Verðlaun verða kynnt að leikslokum.
Hver er maðurinn ?



miðvikudagur, september 22, 2004

MY CRX




Núna er ég búinn að fjárfesta í Hondu Crx. Margt þarf að gera og lagfæra til þess að gera hann gangfærann.. Það þarf að gera við vélina og bremsukerfið og einnig þarf að dytta að stýrisbúnaðinum. Svo er ryð er byrjað að myndast hér og þar.
Planið er að pússa bodýið allt upp og sprauta hann svo. Skipta þarf um ljós öðrumegin að framan. Svo að innan þarf ég að sauma nýtt áklæði á sessuna í aftursætinu. Síðan þarf ég að finna út hvar vatn lekur inn í bílinn.
Vííííí.....þetta verður gaman.

þriðjudagur, september 21, 2004

REYNSLULAUSN



Þá er svo komið að Mark Chapman, banamaður John Lennon fái séns á reynslulausn.
Ekki ætla ég að dæma einn eða neinn hvort að meinn eiga slíkt skilið eða ekki. Enda er það ekki í mínum verkahring.
En maður spyr sig nú að því hvað Chapman á eftir að lifa mikið lengur utan fangelsismúrana ef hann fær reynslulausn.
Nei þetta er svona pæling, hvort honum sé einhver greiði gerður með þessari reynslulausn. Það eru pottþétt einhverjir sem eru búnir að ákveða fyrir löngu að slátra Chapman þegar eða ef hann fær reynslulausn. Hann verður drepinn það er alveg á hreinu.

sunnudagur, september 19, 2004

PAINT



Enn var ég eitthvað að figta í Paint. Þessi mynd heitir Martöð vélstjórans.

laugardagur, september 18, 2004

MERKILEGT



Það er merkilegt hvað maður getur dundað sér heilu og hálfu stundirnar í Paint.

fimmtudagur, september 16, 2004

DRÁPSLÖNGUN



Óskaplega langar mig til að drepa þessa aðila sem láta klámauglýsingar og sérstaklega klámaulýsingar sem eru poppup á gestabækur hjá fólki. Þetta getur verið svo agalega þreytandi þegar maður vill hafa svona hluti eins og gestabók í friði.
En, nei nei það ert til fæðingarhálvitar í þessum heimi.
Drepa þá.

þriðjudagur, september 14, 2004

þETTA ER SORGLEGT



Ég sá fréttir kvöldsins þarna áðan á Rúvinu og sá þetta þarna með Davíð. Nú verður hann ekki lengur forsætisráðherra.
Mig langaði til að gráta. Ekki það að ég sjái á eftir Davíð. Seiseineinei síður en svo. Það er bara apinn sem á að taka við þessu embætti þarna.
Æi ég veit það ekki. Hann á örugglega ekki eftir að endast þarna í þessu. Já þetta á allt eftir að klofna í þaula meðan hann reynir að paufast í þessum ráðherrastól.
Nei ég er bara hissa hvað þessi framsóknarmennska eins dragúldin, illalyktandi og rotin hún er nær að tóra í fólki.
Mér finnst það bara hlæilegt.
Þá held ég af tvennu illu að Davíð sé skárri, þótt hann vitlaus sé.

mánudagur, september 13, 2004

TANNPÍNA



Eins og þið sjáið þá er ég með bólgu í tannholdi.

föstudagur, september 10, 2004

ALLTAF ER MIG AÐ DREYMA EITTHVAÐ

Já, í nótt dreymdi mig að einhver draugur var að ásækja mig og lét illa. Var dólgur þessi ófrínilegur slóttugur og meinillur. Svo lenti ég í að glíma við fauta þennan en náði að særa drauginn niður með kveðskap sem séra Hallgrímur Pétursson notaði eitt sinn til að kveða niður draug:
Kveð ég niður í krafti hans
sem krossinn bar á baki.
Allar hallir andskotans
opnar við þér taki.
Varð ég ekkert var við draugsa eftir það

miðvikudagur, september 08, 2004

MIG DREYMIR

Já það er aldeilis helvítis ruglið sem mann dreymir.
Það var þannig að mér fannst ég vakna heima í Lautum til að fara í skólan en klukkan var 10 mínútur yfir átta og skólinn því byrjaður og hugði ég sem svo að nú væri Óli skólastjóri brjálaður. En svo vorum ég og Halli ég allt í einu að spila á tónleikum með Stuðmönnum og áttum að byrja að fíflast á sviðinu. Byrjuðum við Halli á að hoppa og sprikla en fórum svo að dansa "fyrst á réttunni svo á röngunni" en ég ruglaði alltaf dansinum. Svo breyttist draumurinn eitthvað og ég fór að hringja í Freysa á X-inu til þess að ropa í útsndinguna hjá honum og hann sagðu"maður ropar ekki í útvarpið".
Þannig var það

mánudagur, september 06, 2004

MAÐUR ER NEFNUDUR

Þá er búið að skíra litla drenginn okkar. Hann heitir Garðar Máni. Garðar eftir föðurlangafa sínum og Máni var bara falleg viðbót út í bláinn.
Snilld.