blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: apríl 2006

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Svoooonaaahhh Rosalegt helvíti. Hann Snúður félagi minn var að selja íbúðina sína í Keflavík sökum drauga og djöfulgangs í henni. Hlutir svifu um loftið og raddir öskruðu og bölvuðu úr loftinu. Hurðir og skúffur áttu það til að opnast og lokast á fullu upp úr þurru og gólfið hitnaði líka alltaf í tíma og ótíma, all ískyggilega. En hann er núna að skoða íbúðir í Reykjavík kallinn. Hitti mann í dag sem lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu að geldast fyrir 30 árum síðan. Það var þegar hann var þegar hann var 27 ára. Hann hljóp í myrkri á staur með póstkassa ofan á. Allt náði þetta honum upp í mitti. Hann átti nú samt krakka fyrir sem betur fer en plúsinn við þetta var að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af þungun kvennfólksins sem hafnaði undir honum eftir geldinguna. Þó varð hann nærri því lentur inní heyblásara sem var í gangi þegar hann datt framan við hann og einu sinni var hann að baka þegar hann lenti hann með puttan í hrærivélinni og puttabrotnaði. Sannkallaður hrakfallabálkur. Annars fékk ég að láni disk með The Who í dag. Þeir eru helvíti góðir. Eru þið að hlusta á eitthvað spes ?

sunnudagur, apríl 16, 2006

Pázkar

Þá er ég búinn að moða í mig pázkaeggi í dag. Alveg furðulegt hvað súkkulaðið er mjúkt en ég sat með eggið inní stofu þegar ég fattaði að fölsku tennurnar mínar voru enn í uppþvottavélinni, en það kom ekki að sök. Ég gat moðað þessu í mig tannlaus.
En núna er ég með tennurnar í hausnum alveg tandurherinar, vegna þess að það er steik í eftirrétt.

Ég og Snúður skipsfélagi minn ætlum á rúntinn á eftir.
Gleðilega Pázka.

laugardagur, apríl 15, 2006

Leifarnar

Image hosting by Photobucket

Ég og Binni brói erum búnir að vera á chillinu í kvöld. Sýndi honum nýju íbúðina mína, svo gangsettum við aðeins Honduna og erum núna búnir að hanga í tölvuni heillengi. En núna ætlum við að fara og skjóta upp ýlutertu sem ég er búin að eiga síðan um áramót. Á reyndar enn eftir að skjóta upp fleiri tertum. Það eru Víti og Gullborgir en það verður gert við betra tækifæri.
Ég á alltaf flugeldaleifar sem gott er að nota á tyllidögum.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Eiturlyf og Helvíti

Jæja þá er maður búinn að fá afhenta íbúðina sem minns var að kaupa. Hlutirnir eru byrjaðir að tínast inn einn og einn í rólegheitunum. Formlega flyt ég samt ekki inn fyrr en um mánaðarmót. Bílskúrinn verður samt ekki afhentur fyrr en eftir viku. En ég er í þann mund að gera mig kláran í að fara að búa til eiturlyf í honum svo að ég fari nú auðvitað örugglega umsvifalaust til helvítis þegar ég drepst. En núna ætla ég að fara út að vinna í Crxinum mínum. Svo er það djöflamessa við Rauðhóla í kvöld kl. 23:30.
STUNDVÍSLEGA.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

ZobbNobb

Helvítis hörmung. Ég fór í banka áðan og fékk mér kaffi úr vél á meðan ég beið eftir þjónustufulltrúanum. Djöfuls ógeð, segi ég. En sumir fíla þetta. En ég hef heyrt að ef maður venur sig á að éta mannaskít að þá venjist það og verði ágætt bara. Ég held að það sé eins með þetta kaffi. Svo djöfull óðgeðslegt var þetta haffihelvíti. Ég hef samt aldrei étið skít. Ætla ekki að prufa það. Ég ætla ekki að reyna þessa aðferð með þessu vélarkaffi.

En ég var sumsé þarna í bankanum og gekk frá mótrfamlaginu. Spara fjögurprósent og vinnuveitandinn leggur sömu upphæð á móti. Ég ætla ekki að fara að gefa vinnuveitandanum peninginn. No fucking way !