blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: október 2012

þriðjudagur, október 30, 2012

Glæpasagan væntanleg í búðarhillurnar

Þetta er nú farinn að vera mánaðalegur viðburður að senda frá sér færslu hingað á bloggið því að allt sem manni dettur í hug að þvaðra um safnast ekki lengur saman í eina stóra klausu heldur fer orðið jafnóðum á facebook eða gleymist bara eitthvað út í vindinn. Ég er að pirra mig á seinagangi prentsmiðjunnar útí löndum En þetta hefur tafist alveg gríðarlega að fá bókina í gegn um vélarnar hjá þeim svo að þeir geti farið að hakkast til þess að koma þeim hingað heim. Enívei, fljótlega uppúr mánaðarmótum og ég held niðrí mér andanum og bíð. Þetta fer að fara að bresta á. Nei nei það þyðir ekkert að leggjast í gólfið og grenja. sígandi lukka er víst best segja þeir. ----------------------------------------------------------------------------------- Svo eldaði ég matinn í kvöld og þið getið séð það allt á myndbandi. Spælt egg í brauði hefur lengi verið í uppáhaldi eða það var mikið étið af þessu heima hjá mér í sveitinni, enda eggin úr hænunum hans afa endurunnar matarleifar frá okkur á bænum og því ókeypis. Alltaf til nóg af eggjum, þau vantaði ekki.